Kringlumýrarbraut - Miklabraut Umferðaröryggisúrbætur

Verkefnið felst í umferðaröryggisúrbótum á hægribeygju framhjáhlaupum á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Um er að ræða gerð upphækkaðra gönguþveranna og breikkun gönguleiða í þríhyrningseyjum ásamt lagningu viðvörunarhellna við gönguþveranir. Vegagerðin er framkvæmdaraðili verksins með þáttöku USK Reykjavíkurborgar
Júní - júlí 2024
Undirbúningur
Í framkvæmd
Lokið

Yfirlit yfir framkvæmdastaði

Hvað verður gert?

Verkið felst í gerð malbikaðra upphækkaðra gönguþverana yfir öll fjögur hægribeygju framhjáhlaup á gatnamótum   Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. 

  •  Lagfærum kantsteina á miðeyjum og aukum plássið
  •  Hækkum upp hægribeygjuframhjáhlaup
  •  Bætum lýsingu 
  • Undirbúum fyrir hjólastíg í gegnum gatnamótin

Sjá einnig nánari kynningu hér fyrir neðan ásamt teikningum undir viðhengi "Tengt efni"  

Vegagerðin hefur umsjón með verkinu með þáttöku USK Reykjavíkurborgar.

 

Hvernig gengur?

Júní 2024

Verkið er í byrjunarfasa og verður að mestu framkvæmt í júlí 

  • Það þarf að loka hverju framhjáhlaupi á meðan á framkvæmdum stendur
  • Loka þarf í sumum tilfellum akreinum til að tryggja gönguleiðir á framkvæmdatíma

Hver koma að verkinu?

Verkkaupi

Vegagerðin
Suðurhraun 3, 210 Garðabær
Kt. 680269-2899

Eftirlit framkvæmda

Kristján Ingi Gunnlaugsson hjá VSÓ Ráðgjöf

Verkkaupi

USK Reykjavíkurborg ásamt Vegagerðinni
Borgartún 12–14, 105 Reykjavík
Kt: 530269–7609

Verktaki

Gleypnir verktakar ehf
Nethyl 2d, 110 Reykjavík
Síðast uppfært 18.06.2024