Kringlumýrarbraut - Miklabraut Umferðaröryggisúrbætur
Yfirlit yfir framkvæmdastaði
Hvað verður gert?
Verkið felst í gerð malbikaðra upphækkaðra gönguþverana yfir öll fjögur hægribeygju framhjáhlaup á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar.
- Lagfærum kantsteina á miðeyjum og aukum plássið
- Hækkum upp hægribeygjuframhjáhlaup
- Bætum lýsingu
- Undirbúum fyrir hjólastíg í gegnum gatnamótin
Sjá einnig nánari kynningu hér fyrir neðan ásamt teikningum undir viðhengi "Tengt efni"
Vegagerðin hefur umsjón með verkinu með þáttöku USK Reykjavíkurborgar.
Hvernig gengur?
Ágúst 2024
16. ágúst var verklokafundur og verkinu er lokið. Einhver minniháttar frágangur er eftir sem verður kláraður á næstu dögum.
Júlí 2024
16. júlí 2024; Verkstaða er uþb þannig:
Áfangi 1 - 95% lokið. Þökulögn eftir og setja upp hraðahindranamerki
Áfangi 2 - 95% lokið. Þökulögn eftir og setja upp hraðahindranamerki
Áfangi 3 – 95% lokið
Áfangi 4 – Búið að malbika og steypa kantstein. Búið að setja niður skiltasteina. Búið að færa niðurfall. Undirbúningur fyrir hellulögn í gangi
Júlí 2024
3. júlí 2024; Verkstaða er þannig að heildarframkvæmd er rúmlega hálfnuð. Tvö horn af fjórum búin að undanskildri smá þökulagningu.
Júní 2024
Verkið er í byrjunarfasa og verður að mestu framkvæmt í júlí
- Það þarf að loka hverju framhjáhlaupi á meðan á framkvæmdum stendur
- Loka þarf í sumum tilfellum akreinum til að tryggja gönguleiðir á framkvæmdatíma
Hver koma að verkinu?
Verkkaupi
Suðurhraun 3, 210 Garðabær
Kt. 680269-2899
Verkkaupi
Borgartún 12–14, 105 Reykjavík
Kt: 530269–7609