Mínar síður

Velkomin á Mínar síður Reykjavíkurborgar.
Hér finnur þú allar umsóknir borgarinnar ásamt yfirliti yfir þá þjónustu sem þú hefur nú þegar sótt um.
Þú notar rafræn skilríki til að skrá þig inn á Mínar síður.
Rafræn skilríki
Rafræn skilríki eru persónuauðkenni sem þú notar til að skrá þig inn rafrænt. Þannig færðu öruggan aðgang að þjónustu og upplýsingum sem eru sérstaklega ætlaðar þér.
- Leiðbeiningamyndbönd um notkun rafrænna skilríkja
- English (EN) - Polski (PL) – Español (ES) – بالعربية (AR) - Íslenska (IS)
Ertu ekki með rafræn skilríki?
Unnið er að því að færa allar umsóknir borgarinnar alfarið yfir á Mínar síður. Þú getur þó enn fundið stöku umsóknir á Rafrænni Reykjavík, en stefnt er að lokun þeirrar lausnar. Þú notar notendanafn og lykilorð til að skrá þig inn á Rafræna Reykjavík.
Hvað eru Mínar síður?
Mínar síður eru þjónustutorg borgarinnar. Þar getur þú skráð þig inn til að fá aðgang að þjónustu og samskiptum við borgina.
Á Mínum síðum finnur þú umsóknir borgarinnar. Flestar þeirra eru rafrænar, en nokkrar eru enn á eyðublöðum. Eyðublöð má fylla út og senda með tölvupósti eða prenta út og skila á pappír.
Unnið er að því að koma öllum umsóknum borgarinnar á rafrænt form.

Vantar þig aðstoð?
Ertu með einhverjar spurningar eða vantar þig aðstoð? Þjónustuver borgarinnar getur aðstoðað þig í síma 411 1111, á netspjallinu eða í gegnum netfangið upplysingar@reykjavik.is.
Opnunartími þjónustuvers er á virkum dögum milli kl. 8:30–16:00.
Fyrirspurnir sem berast utan þess tíma verður svarað við fyrsta tækifæri.