Mínar síður

Velkomin á Mínar síður Reykjavíkurborgar.

Hér finnur þú allar umsóknir borgarinnar ásamt yfirliti yfir þá þjónustu sem þú hefur nú þegar sótt um.

Þú notar rafræn skilríki til að skrá þig inn á Mínar síður.

Rafræn skilríki

Rafræn skilríki eru persónuauðkenni sem þú notar til að skrá þig inn rafrænt. Þannig færðu öruggan aðgang að þjónustu og upplýsingum sem eru sérstaklega ætlaðar þér.

Ertu ekki með rafræn skilríki?

Hægt er að nálgast leiðbeiningamyndbönd um rafræn skilríki á nokkrum tungumálum hér fyrir neðan þar sem farið er yfir hvernig rafræn skilríki virka, hvar sé hægt að nálgast þau og hvernig maður skráir sig inn með þeim.

Hvað eru Mínar síður?

Mínar síður eru þjónustutorg borgarinnar. Þar getur þú skráð þig inn til að fá aðgang að þjónustu og samskiptum við borgina.

 

Á Mínum síðum finnur þú umsóknir borgarinnar. Flestar þeirra eru rafrænar, en nokkrar eru enn á eyðublöðum. Eyðublöð má fylla út og senda með tölvupósti eða prenta út og skila á pappír.

 

Unnið er að því að koma öllum umsóknum borgarinnar á rafrænt form.

Vantar þig aðstoð?

Ertu með einhverjar spurningar eða vantar þig aðstoð? Þjónustuver borgarinnar getur aðstoðað þig í síma 411 1111, á netspjallinu eða í gegnum netfangið upplysingar@reykjavik.is.

Opnunartími þjónustuvers er á virkum dögum milli kl. 8:30–16:00.

Fyrirspurnir sem berast utan þess tíma verður svarað við fyrsta tækifæri.