Brákarborg - framkvæmdir
Myndir
Hvað verður gert?
Reykjavíkurborg fékk verkfræðistofurnar Verkís og VSÓ til að taka út burðarvirki leikskólans eftir að athugasemdir bárust. Niðurstaða þeirra er að þakið stenst ekki ítrustu staðla nútímabygginga varðandi burðarþol.
Nánari upplýsingar má finna neðst á síðunni í minnisblöðum Verkís verkfræðistofu og VSÓ Ráðgjöf.
Torf verður fjarlægt af þaki leikskólans. Uppbygging þakvirkis endurskoðuð og endurhönnuð ásamt því að styrkingum verðum bætt við innanhús.
Hvernig gengur?
Ágúst 2024
7. ágúst - Búið er að hanna styrkingar innanhús og fjarlægja torf af þakplötu.
Endurskoðun og hönnun á þakvirki stendur yfir.
19. ágúst - Áfram unnið að úttekt á þakuppbyggingu. Þar sem húsin tvö eru með ólíka uppbyggingu verða þau tekin fyrir eitt af öðru og verður byrjað á hönnun og framkvæmdum við Kleppsveg 150 og svo farið í sömu verkefni við Kleppsveg 152. Þannig er hægt að hefja framkvæmdir fyrr. Búið er að virkja verktaka sem koma til með að sinna framkvæmdum. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist eftir nokkrar vikur en eins og kom fram á fundi með foreldum þann 8. ágúst verður farið vandlega yfir hönnun og áætlanir.
22. ágúst - Á fundi sínum í dag samþykkti borgarráð að fela Innri endurskoðun og ráðgjöf Reykjavíkurborgar að ráðast í heildarúttekt á ferlinu í kringum byggingu leikskólans Brákaborgar í ljósi mögulegra hönnunar- og eða framkvæmdagalla. Í því felst heildarúttekt á hönnun, framkvæmdum og eftirliti við framkvæmdir leikskólans. Einnig er óskað eftir því að Innri endurskoðun og ráðgjöf geri tillögur að umbótum í tengslum við ferlið