Leikskólinn Vesturborg – kennslustofur, hönnun, smíði og lóðarfrágangur

Framkvæmdin felur í sér hönnun, smíði, flutning og uppsetningu á fjórum kennslustofum og tveimur tengibyggingum, ásamt hönnun og framkvæmd jarðvinnu, gerð undirstaða og lagningu allra lagna í grunni. Framkvæmdin nær einnig til lóðarvinnu í samræmi við fyrirliggjandi hönnun.
Kennslustofurnar eru f hver um sig 14,9m x 6,4m eða um 96 m2 á einni hæð ásamt tveim tengibyggingum, um 40 m2 og 50 m2 hvor, samtals er því nýja húsnæðið um 474 m2 að stærð.



Undirbúningur
Undirbúningur
Í framkvæmd
Í framkvæmd
Lokið
Lokið

Yfirlitsmyndir

Hvað verður gert?

Framkvæmdin i felur í sér hönnun, smíði, flutning og uppsetningu á fjórum kennslustofum og tveimur tengibyggingum, ásamt hönnun og framkvæmd jarðvinnu, gerð undirstaða og lagningu allra lagna í grunni.  Verkið nær einnig til lóðarvinnu í samræmi við fyrirliggjandi hönnun.

Kennslustofurnar eru f hver um sig 14,9m x 6,4m eða um 96 m2 á einni hæð ásamt tveim tengibyggingum, um 40 m2 og 50 m2 hvor, samtals er því nýja húsnæðið um 474 m2 að stærð. Kennslustofurnar skulu vera byggðar úr timbri. Hverja kennslustofu á að vera hægt að flytja í heilu lagi, setja niður á lóð leikskólans og tengja saman með tengibyggingu.

 

Verkið felur í sér eftirfarandi verkþætti:

 

Hönnun og smíði fjögurra kennslustofa og tveggja tengibygginga við leikskólann (alverktaka).

Lóðarfrágang á tengdum svæðum samkvæmt fyrirliggjandi hönnun.

Lagningu stofnlagna fyrir kennslustofur ásamt tengingu við viðeigandi kerfi samkvæmt fyrirliggjandi hönnun.

 

Að auki er núverandi hús nr. 65 rifið.

Hvernig gengur?

Framkvæmdartími er frá janúar - desember 2026

frá janúar - desember 2026

Hver koma að verkinu?

Reykjavíkurborg

Verkkaupi - Skrifstofa framkvæmda og viðhalds fyrir hönd Eignaskrifstofu og Skóla-og frístundasviðs

Eftirlit framkvæmdar

Hnit Verkfræðistofa

Verktaki

MG hús
Síðast uppfært 17.12.2025