Hlaðhamrar 52 - Leikskóli. Endurgerð og viðbygging.
Framkvæmdin felst í endurgerð eldra húsnæðis og viðbyggingu.
Haust 2024 - Sumar 2025
Myndir
Hvað verður gert?
Framkvæmdin felst í endurgerð eldra húsnæðis og nýrri viðbyggingu.
Núverandi húsnæði er gamalt gæsluvallahús og hefðbundin færanleg stofa sem bætt var við síðar samtals 126 m².
Endurgera á eldra húsnæðið og stækka.
Stækkunin er ein leikskólastofa, eldhús og tengibygging samtals 196,5 m². Eftir stækkun verður húsnæðið samtals 322,5 m². Núverandi húsnæði er byggt úr timbri og verður viðbygging einnig byggð úr timbri.
Hvernig gengur?
Haust 2024
Unnið hefur verið í niðurrifi innanhús á eldri búnaði og jarðvinnu vegna nýrrar viðbyggingar.
Hver koma að verkinu?
Verkkaupi
Reykjavíkurborg
Umhverfis- og skipulagssvið
Skrifstofa framkvæmda og viðhalds
Umhverfis- og skipulagssvið
Skrifstofa framkvæmda og viðhalds
Síðast uppfært 16.12.2024