Réttarholtsskóli – endurbætur

Til að koma til móts við fjölgun nemenda verður gerð breyting á innra skipulagi Réttarholtsskóla. Breytingin felst í því að færa til starfsemi milli kennslurýma þannig að nám og kennsla verði betri innan skólans.
Áætluð verklok haustið 2023
Undirbúningur
Í framkvæmd
Lokið

Myndir

Hvað verður gert?

Sérgreinahús skólans verður endurgert þannig að textíl, smíða, myndmennt og handavinnustofur verða allar á sama stað í húsnæði skólans. Áætlað er að taka húsnæðið í notkun 1. október 2023.

Innan skólans hafa valdar kennslustofur verið endurnýjaðar og stefnt er að því að halda áfram endurnýjun á fleiri stofum innan skólans.

Breytingar verða gerðar á bókasafni skólans ásamt endurnýjun kennslustofa í aðalbyggingu. Gert er ráð fyrir að endurbætur hefjist í desember 2023.

Færanlegir kennslugámar hafa verið settir niður á lóð skólans til þess að liðka fyrir umbótum innan skólans og þegar farið verður í endurnýjun á B álmu skólans.

Hvernig gengur?

Mars 2023

Undanfarið hafa hönnuðir ásamt verkfræðiteymi átt vinnu með skólastjórnendum og kennurum að nýju sérgreinahúsi, bættri útfærslu á bókasafni og öðrum kennslustofum í aðalbyggingu skólans. Breytingin felst í því að færa til starfsemi milli kennslurýma þannig að nám og kennsla verði betri innan skólans.

Áætlað er að undirbúningur framkvæmda hefjist í vor og framkvæmdum  ljúki 4. ágúst eða fyrir skólabyrjun.

Ágúst 2023

Lokafrágangur við endurnýjun skólastofa innan skólans standa yfir.
Kennslugámar eru komnir í notkun og anna því umframþörf fyrir þær kennslustofur sem gert var ráð fyrir að vantaði vegna endurbóta á húsnæði skólans.

Framvindu endurbóta ganga vel í Sérgreinahúsi sem fyrirhugað er að taka í notkun 1. október.

Hver koma að verkinu?

Verkefnisstjóri frumathugana

Ósk Soffía Valtýsdóttir

Verkefnisstjóri forhönnunar

Anna María Benediktsdóttir

Verkefnisstjóri framkvæmdar

Kristján Sigurgeirsson

Hönnun

Hornsteinar arkitektar

Eftirlit með framkvæmdum

Efla hf. verkfræðistofa
Síðast uppfært 12.03.2024