Réttarholtsskóli – endurbætur
Myndir
Hvað verður gert?
Sérgreinahús skólans verður endurgert þannig að textíl, smíða, myndmennt og handavinnustofur verða allar á sama stað í húsnæði skólans. Áætlað er að taka húsnæðið í notkun 1. október 2023.
Innan skólans hafa valdar kennslustofur verið endurnýjaðar og stefnt er að því að halda áfram endurnýjun á fleiri stofum innan skólans.
Breytingar verða gerðar á bókasafni skólans ásamt endurnýjun kennslustofa í aðalbyggingu. Gert er ráð fyrir að endurbætur hefjist í desember 2023.
Færanlegir kennslugámar hafa verið settir niður á lóð skólans til þess að liðka fyrir umbótum innan skólans og þegar farið verður í endurnýjun á B álmu skólans.
Hvernig gengur?
Mars 2023
Undanfarið hafa hönnuðir ásamt verkfræðiteymi átt vinnu með skólastjórnendum og kennurum að nýju sérgreinahúsi, bættri útfærslu á bókasafni og öðrum kennslustofum í aðalbyggingu skólans. Breytingin felst í því að færa til starfsemi milli kennslurýma þannig að nám og kennsla verði betri innan skólans.
Áætlað er að undirbúningur framkvæmda hefjist í vor og framkvæmdum ljúki 4. ágúst eða fyrir skólabyrjun.
Ágúst 2023
Lokafrágangur við endurnýjun skólastofa innan skólans standa yfir.
Kennslugámar eru komnir í notkun og anna því umframþörf fyrir þær kennslustofur sem gert var ráð fyrir að vantaði vegna endurbóta á húsnæði skólans.
Framvindu endurbóta ganga vel í Sérgreinahúsi sem fyrirhugað er að taka í notkun 1. október.