Leikskólinn Tjarnarborg, endurgerð lóðar

Verkið snýr að endurgerð lóðar Tjarnarborgar við Tjarnargötu 33, 101 Reykjavík. Um er að ræða endurgerð á allri lóð leikskólans en það svæði er u.þ.b 640 m² að stærð.
Júní til síðari hluta október
Undirbúningur
Hafið
Lokið

Tjarnarborg, endurgerð lóðar - myndir

Hvað verður gert?

Um er að ræða lagfæringu / styrkingu á viðkomandi svæði. Aðgengi fyrir alla, leiktæki, yfirborðsefni og svæði fyrir hugmyndaleiki barna verður bætt. Helstu verkliðir eru jarðvinna, landmótun, hellulögn, frágangur gras- og gróðursvæða og frágangur kringum leiktæki.

Hvernig gengur?

Desember

Lýsing fer upp eftir langa bið eftir lömpum. Verki lokið.

Nóvember

Unnið í lokafrágangi á lóð. Lóðin var tekin í notkun síðari hluta nóvembermánaðar.

Október

Mynd er komin á lóðina. verið er að vinna í uppsetningu leiktækja og lagningu á gervigrasi á aðalleiksvæði sem og yngribarnaleiksvæði ásamt grindverki og ruslageymslusvæði efst á lóðinni.

Hver koma að verkinu?

Eftirlit

Brynjar Már Andrésson
(tók við af fyrri eftirlitsmanni Fannari Geirssyni, en nafn hans er á upplýsingaskilti á verkstað).

Verkefnastjóri

Andri Þór Andrésson

Verktaki

Sumargarðar
Stefán Óskarsson
Síðast uppfært 12.03.2024