Elliðaárdalur og Grænagróf við Breiðholtsbraut. Göngu- og hjólastígur
Yfirlitsmynd
Hvað verður gert?
Framkvæmdin hefst á upprifi núverandi yfirborðs þar sem breytingar verða. Að því loknu felst framkvæmdin í fullnaðarfrágangi göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaá við Grænugróf í Elliðaárdal ásamt stígagerð frá Grænugróf að Breiðholtsbraut. Framkvæmdin felst einnig í breytingum á reiðstígum og gerð nýs áningarstaðar við Dimmu. Hluti heildarframkvæmdarinnar felst í landmótun og frágangi gróðursvæða við brúna og nýju stígana, stígalýsingu og nýjum skiltum og merkingum í tengslum við hana. Brúarhandrið og lýsing brúarinnar verður boðin út sérstaklega í öðru útboðsverki.
Á svæðinu er einnig annar verktaki sem er að sjá um framkvæmdir vegna Arnarsnesvegar og brúar yfir Dimmu.
Vakin er sérstök athygli á því að umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar (USK) er með vottað umhverfisstjórnunarkerfi í samræmi við ISO 14001.
Verkið felst í megindráttum í eftirfarandi:
- Uppgröftur og jarðvegsskipti með aðfluttri fyllingu.
- Fullnaðarfrágangur göngu- og hjólabrúar við Grænugróf fyrir utan handrið, polla við brúna og lýsingar í þau.
- Fullnaðarfrágangi lýsingar meðfram göngustígum.
- Fullnaðarfrágangi malbikaðs yfirborðs ásamt hellulögn á hlutasvæðum.
- Fullnaðarfrágangi skilta og merkinga.
- Fullnaðarfrágangi gróðursvæða og áningarstaðar í samræmi við hönnunargögn
Hvernig gengur?
Des 2024
Búið er að opna stíg fyrir notkun með bráðabyrgðahandriði en eftir á að setja endanlegt handrið á brúna, það verk færist til vors 2025.
Sept 2024
Búið er að steypa brú og verið er að vinna í aðliggjandi stígum. Stefnt er að því að hægt verði að opna leið fyrir gangandi og hjólandi yfir brúna síðar í haust.
júlí 2024
Verk gengur vel og er á áætlun. Verktaki hefur unnið við uppsteypu brúarmannvirkis samhliða stígagerð.