Elliðaárdalur og Grænagróf við Breiðholtsbraut. Göngu- og hjólastígur

Framkvæmdin felst í stígagerð frá Grænugróf að Breiðholtsbraut ásamt fullnaðarfrágangi göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaá við Grænugrófina. Auk þess skal breyta núverandi reiðstíg á svæðinu og gera nýjan áningarstað við Dimmu.
Framkvæmdaáætlun: Janúar 2024 - Febrúar 2025
Undirbúningur
Undirbúningur
Í framkvæmd
Í framkvæmd
Lokið
Lokið

Yfirlitsmynd

Hvað verður gert?

Framkvæmdin hefst á upprifi núverandi yfirborðs þar sem breytingar verða. Að því loknu felst framkvæmdin í fullnaðarfrágangi göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaá við Grænugróf í Elliðaárdal ásamt stígagerð frá Grænugróf að Breiðholtsbraut. Framkvæmdin felst einnig í breytingum á reiðstígum og gerð nýs áningarstaðar við Dimmu. Hluti heildarframkvæmdarinnar felst í landmótun og frágangi gróðursvæða við brúna og nýju stígana, stígalýsingu og nýjum skiltum og merkingum í tengslum við hana. Brúarhandrið og lýsing brúarinnar verður boðin út sérstaklega í öðru útboðsverki.


Á svæðinu er einnig annar verktaki sem er að sjá um framkvæmdir vegna Arnarsnesvegar og brúar yfir Dimmu.


Vakin er sérstök athygli á því að umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar (USK) er með vottað umhverfisstjórnunarkerfi í samræmi við ISO 14001.


Verkið felst í megindráttum í eftirfarandi:

  • Uppgröftur og jarðvegsskipti með aðfluttri fyllingu.
  • Fullnaðarfrágangur göngu- og hjólabrúar við Grænugróf fyrir utan handrið, polla við brúna og lýsingar í þau.
  • Fullnaðarfrágangi lýsingar meðfram göngustígum.
  • Fullnaðarfrágangi malbikaðs yfirborðs ásamt hellulögn á hlutasvæðum.
  • Fullnaðarfrágangi skilta og merkinga.
  • Fullnaðarfrágangi gróðursvæða og áningarstaðar í samræmi við hönnunargögn

Hvernig gengur?

Des 2024

Búið er að opna stíg fyrir notkun með bráðabyrgðahandriði en eftir á að setja endanlegt handrið á brúna, það verk færist til vors 2025.

Sept 2024

Búið er að steypa brú og verið er að vinna í aðliggjandi stígum. Stefnt er að því að hægt verði að opna leið fyrir gangandi og hjólandi yfir brúna síðar í haust. 

júlí 2024

Verk gengur vel og er á áætlun.  Verktaki hefur unnið við uppsteypu brúarmannvirkis samhliða stígagerð.  

Hver koma að verkinu?

Verkefnisstjóri USK

Gunnar Atli Hafsteinsson

Verktaki

Gleipnir verktakar

Yfirstjórn verktaka

Heimir Heimisson

Eftirlit framkvæmda

Verkfræðistofa Reykjavíkur

Eftirlitsaðili framkvæmda

Stefán Ingi Björnsson hjá VSR
Síðast uppfært 11.12.2024