Vesturberg - Yfirborðsfrágangur við Vesturhóla
Myndir
Hvað verður gert?
Frágangur framan við lóðir:
Verkið felst í yfirborðsfrágangi framan við Vesturberg 195 og 199 og við núverandi strætóbiðstöð.
Stígagerð:
Fjarlægja á leigubílavasa og leggja nýjan malbikaðan stíg í stað núverandi óskastígs yfir grasflöt við Vesturhóla.
Hvernig gengur?
Ágúst 2024
Verktaki hefur að mestu lokið framkvæmdum. Leigubílavasi hefur verið fjarlægður og nýr malbikaður stígur lagður. Strætóskýli hefur verið fært og ný hellulögn lögð þar í kring. Búið er að setja upp ljósastaura og leggja grasþökur.
Júlí 2024
Verktaki hefur verið að undirbúa framkvæmdir og koma sér fyrir. Framkvæmdir fara á fullt eftir verslunarmannahelgi. Hönnun á stíg breyttist lítillega til að passa betur við færslu á hraðahindrun yfir Vesturhóla.
Júní 2024
Verkhönnun er lokið. Verið er að senda framkvæmdina út í verðfyrirspurn og í framhaldi af því verður samið við lægstbjóðanda. Framkvæmdir ættu því að geta hafist á næstu vikum.