Umferðaröryggisaðgerðir 2023

Umferðaröryggisaðgerðir víðsvegar um borgina.
Nóv. 2023 til Ágúst 2024
Undirbúningur
Hafið
Lokið

Verkstaðir - Stakar teikningar

Hvað verður gert?

Miðað er við að byrjað verði á:

  • Norðlingabraut
  • Sóltúni 
  • Hofsvallagötu
  • Hjarðarhaga
  • Arnarbakka 
  • Borgavegur

Hvernig gengur?

April 2024

Verkáætlun – framvinda næstu vikur:  
Verktaki mun vinna í Krummahólum og Norðurhólum og ljúka við vinnu þar. Verktaki mun vinna við handrið á Miklubraut. Verktaki stefnir að byrja vinnu við Jaðarsel.

Mars 2024

Verktaki hefur lokið vinnu við Víkurveg og Borgaveg. Búið er að malbika stíga í Víkurvegi, einungis eftir að saga út malbik og tyrfa. Verktaki hyggst setja þökur á Víkurveg við tækifæri.  Í Borgavegi er búið er að helluleggja í umferðareyju. Eftir er að mála línur í kringum hraðarhindrunarkoddann

Verktaki er að vinna í Norðurhólum. Búið er að leggja jarðstreng og koma fyrir tengiskáp götulýsingar. Verið er að helluleggja gönguþverunina. 

Verktaki mun fara að vinna við Krummahóla strax á eftir Norðurhólum

Febrúar 2024

Framkvæmdum við Sóltún, Krókavað, Arnarbakka, Norðlingaholti og Hjarðarhaga er lokið. Framkvæmdum við Jaðarsel er frestað fram á vor. Verktaki er að vinna í Víkurvegi og Borgavegi.

Hver koma að verkinu?

Verkkaupi

Reykjavíkurborg og Veitur ohf

Verkefnisstjóri framkvæmdar

Ásgeir M. Rudolfsson

Eftirlit - VBV verkfræðistofa ehf

Gautur Þorsteinsson

Verktaki

Krafla ehf
Síðast uppfært 25.03.2024