Öskjuhlíð - Perlufestin
Yfirlitsmynd
Hvað verður gert?
Verkefnið hófst árið 2020 með lagningu nýs tengistígar frá Flugvallavegi í suður að Perlunni. Sá stígur var hugsaður sem bætt aðgengi og tenging við miðborgina, m.a. strætóleiðir, sjá nánar á yfirlitsmynd. Í næstu áföngum verksins er gert ráð fyrir að leggja nýjan stíg, tæplega 1,5 km langan, sem liggur eftir 50 m hæðarlínu umhverfis Perluna. Stígurinn verður lagður með breytilegum yfirborðsefnum en lögð áhersla á íslenskan efnivið m.a. íslenskt grágrýti og íslenskt greni. Meðfram stígnum verða útbúnir áningarstaðir á völdum svæðum þar sem m.a. er gert ráð fyrir upplýsingaskiltum tengt umhverfi, minjum og sögu Öskjuhlíðar.
Hvernig gengur?
Júní 2023
Vinna við áfanga 3 og 4 fer fram sumarið 2023
Júní 2022
Framkvæmdir hefjast við jarðvinnu og stígagerð
Október 2021
Hönnun og áætlunargerð hefst