Fífuborg - Endurnýjun og viðbygging

Framkvæmdin felst í uppbyggingu nýrrar 20 m2 viðbyggingar sem notuð verður sem stækkun á fataklefa og anddyri, innanhúss breytingum, lagning nýrrar loftræsingar og snjóbræðslu auk þaks- og gluggaskipta. Einnig verður bætt við björgunaropi á allar deildir leikskólans.
Haust 2023 - Vor 2024
Undirbúningur
Hafið
Lokið

Myndir af framkvæmdum

Hvað verður gert?

Framkvæmdin felst í uppbyggingu nýrrar 20 m2 viðbyggingar sem notuð verður sem stækkun á fataklefa og anddyri. Deild elstu barna mun færast í stóra kubb og mun starfsmanna rými alfarið færast í litla kubb.

Samhliða innanhússbreytingum verður sett upp loftræsing í allt húsnæðið og snjóbræðsla lögð í kringum alla bygginguna. 

Öll byggingin verður endurklædd og einangrun þykkt í stóra kubb. Samhliða verður skipt um þak á báðum húsum og alla glugga. Einnig verður björgunaropi bætt við á allar deildir leikskólans. 

Vakin er sérstök athygli á því að verkkaupi hyggst fá umhverfisvottun samkvæmt Svaninum á bygginguna. Fífuborg verður ein af fyrstu byggingum borgarinnar til að hljóta þessa vottun. 

Hvernig gengur?

Janúar 2024

Helstu verkþættir eru eftirfarandi:

Litli kubbur:

  • Uppsetning gips í loft
  • Uppsetning léttra innveggja
  • Uppsetning og vinna við lagnir
  • Lagning gólfhita
  • Uppsetning á utanhússklæðningu (undirkerfi og einangrun)

Stóri kubbur:

  • Uppbygging þakrýmis
  • Uppbygging á utanhússklæðningu (undirkerfi og einangrun)
  • Uppsetning léttra innveggja
  • Raflagna vinna hefst
  • Uppsetning og vinna við loftræsingu

Viðbygging

  • Klæðning og frágangur innilofts
  • Lagning gólfhita

Frágangur lóðar:

  • Landmótun í kringum byggingu

Desember 2023

Helstu verkþættir eru eftirfarandi:

Litli kubbur:

  • Ísetning glugga lokið
  • Uppsetning gips í loft
  • Uppsetning léttra inniveggja
  • Uppsetning og vinna við lagnir
  • Uppsetning á utanhússklæðningu (undirkerfi og einangrun)

Stóri kubbur:

  • Niðurrifi innanhús fyrir nýja kennslustofu líkur 
  • Uppbygging og frágangur á þaki - rakvarnarlag
  • Uppbygging þakrýmis
  • Uppbygging á utanhússklæðningu (undirkerfi og einangrun)
  • Raflagna vinna hefst
  • Ísetning glugga lokið

Viðbygging:

  • Einangrun og uppbygging lofts
  • Ísetning glugga og hurða

Frágangur lóðar:

  • Landmótun í kringum byggingu

Nóvember 2023

Helstu verkþættir eru eftirfarandi:

Litli kubbur:

  • Uppbygging og frágangur á þaki 
  • Uppsetning og frágangur á rakavarnarlagi 
  • Ísetning glugga hefst
  • Uppsetning gips í loft

Stóri kubbur:

  • Niðurrif innanhús fyrir nýja kennslustofu 
  • Uppbygging og frágangur á þaki - rakvarnarlag
  • Ísetning glugga hefst
  • Ísetning þakglugga

Viðbygging:

  • Uppbygging á þak- og trévirkis

Frágangur lóðar:

  • Undirbúningur fyrir snjóbræðslu 
  • Landmótun í kringum byggingu

Hver koma að verkinu?

Sólveig Björk Ingimarsdóttir

Verkefnastjóri nýbygginga

Héðinn Kristinsson

Fasteignastjóri

Ólafur Már Lárusson

Eftirlit Verkís

Þórey Edda Elísdóttir

Eftirlit Verkís

Fortis ehf.

Aðalverktaki
Síðast uppfært 03.04.2024