Fífuborg - endurnýjun og viðbygging
Myndir af framkvæmdum














Hvað verður gert?
Framkvæmdin felst í uppbyggingu nýrrar 20 m2 viðbyggingar sem notuð verður sem stækkun á fataklefa og anddyri. Deild elstu barna mun færast í stóra kubb og mun starfsmanna rými alfarið færast í litla kubb.
Samhliða innanhússbreytingum verður sett upp loftræsting í allt húsnæðið og snjóbræðsla lögð í kringum alla bygginguna.
Öll byggingin verður endurklædd og einangrun þykkt í stóra kubb. Samhliða verður skipt um þak á báðum húsum og alla glugga. Einnig verður björgunaropi bætt við á allar deildir leikskólans.
Vakin er sérstök athygli á því að verkkaupi hyggst fá umhverfisvottun samkvæmt Svaninum á bygginguna. Fífuborg verður ein af fyrstu byggingum borgarinnar til að hljóta þessa vottun.
Hvernig gengur?
Maí - júní 2024
Unnið í leifum og framkvæmdum lýkur.
Apríl 2024
Helstu verkþættir eru eftirfarandi:
Litli kubbur:
- Unnið í lokafrágangi innanhúss.
- Unnið í utanhússklæðningu
Stóri kubbur:
- Unnið í lokafrágangi innanhúss.
- Unnið í utanhússklæðningu
Viðbygging
- Unnið í lokafrágangi.
Frágangur lóðar:
- Unnið í frágangi meðfram húsi.
Mars 2024
Helstu verkþættir eru eftirfarandi:
Litli kubbur:
- Pípulagningavinna langt komin og þrýstiprófun lokið
- Spörslun og málun lokið
- Unnið í loftræstingu
- Unnið í flísa- og í dúkalögn
- Unnið í þakfrágangi
- Unnið í utanhússklæðningu
Stóri kubbur:
- Unnið í brunaþéttingum
- Unnið í klæðning utanhúss
- Unnið í útskotsgluggum.
- Unnið í lokafrágangi
Viðbygging
- Unnið í lokafrágangi
- Uppsetning fatahólfa
Frágangur lóðar:
- Unnið í frágangi meðfram húsi.
Febrúar 2024
Helstu verkþættir eru eftirfarandi:
Litli kubbur:
- Pípulagningavinna langt komin og þrýstiprófunum lokið.
- Raflagnavinna lokið.
- Unnið í uppsetningu léttra innveggja.
- Unnið í spörslun og málun.
- Frágangur á loftræstilögnum hafin og búið að setja upp loftræstisamstæðu.
- Lokið við að flota gólf í hæð.
- Uppsetning á utanhússklæðningu (undirkerfi og einangrun)
Stóri kubbur:
- Frágangur þakrýmis
- Uppbygging á utanhússklæðningu (undirkerfi og einangrun)
- Lokið við að setja upp létta innveggi
- Raflagna vinna
- Lokið við lagningu gólfhita og þrýstiprófun.
- Uppsetning og viðgerð við loftræstingu
- Unnið í frágangi brunaþéttinga.
- Unnið í útskotsgluggum.
Viðbygging
- Lokið við að klæða loft og uppsetning milliveggja.
- Lokið við að leggja gólfhita og flota gólf í hæð
- Vinna við raf- og pípulagnir langt komin og þrýstiprófun lokið
Frágangur lóðar:
- Landmótun í kringum byggingu þegar veður leyfir
Janúar 2024
Helstu verkþættir eru eftirfarandi:
Litli kubbur:
- Uppsetning gips í loft
- Uppsetning léttra innveggja
- Uppsetning og vinna við lagnir
- Lagning gólfhita
- Uppsetning á utanhússklæðningu (undirkerfi og einangrun)
Stóri kubbur:
- Uppbygging þakrýmis
- Uppbygging á utanhússklæðningu (undirkerfi og einangrun)
- Uppsetning léttra innveggja
- Raflagna vinna hefst
- Uppsetning og vinna við loftræstingu
Viðbygging
- Klæðning og frágangur innilofts
- Lagning gólfhita
Frágangur lóðar:
- Landmótun í kringum byggingu
Desember 2023
Helstu verkþættir eru eftirfarandi:
Litli kubbur:
- Ísetning glugga lokið
- Uppsetning gips í loft
- Uppsetning léttra innveggja
- Uppsetning og vinna við lagnir
- Uppsetning á utanhússklæðningu (undirkerfi og einangrun)
Stóri kubbur:
- Niðurrifi innanhúss fyrir nýja kennslustofu líkur
- Uppbygging og frágangur á þaki - rakvarnarlag
- Uppbygging þakrýmis
- Uppbygging á utanhússklæðningu (undirkerfi og einangrun)
- Raflagna vinna hefst
- Ísetning glugga lokið
Viðbygging:
- Einangrun og uppbygging lofts
- Ísetning glugga og hurða
Frágangur lóðar:
- Landmótun í kringum byggingu
Nóvember 2023
Helstu verkþættir eru eftirfarandi:
Litli kubbur:
- Uppbygging og frágangur á þaki
- Uppsetning og frágangur á rakavarnarlagi
- Ísetning glugga hefst
- Uppsetning gips í loft
Stóri kubbur:
- Niðurrif innanhús fyrir nýja kennslustofu
- Uppbygging og frágangur á þaki - rakvarnarlag
- Ísetning glugga hefst
- Ísetning þakglugga
Viðbygging:
- Uppbygging á þak- og trévirkis
Frágangur lóðar:
- Undirbúningur fyrir snjóbræðslu
- Landmótun í kringum byggingu
Október 2023
Helstu verkþættir eru eftirfarandi:
Litli kubbur:
- Uppbygging og frágangur á þaki
- Uppsetning og frágangur á rakavarnarlagi
- Steypusögun og frágangur í lagnaskurði vegna nýrra lagna
- Uppsetning og frágangur nýrra súlna
- Rif og gustlokun glugga
Stóri kubbur:
- Niðurrif innanhúss fyrir nýja kennslustofu
- Uppbygging og frágangur á þaki
- Rif og gustlokun glugga
Viðbygging:
- Unnið í fyllingum
- Steypa undirstöður og botnplötu
- Einangrun undirstöðva
- Uppbygging á þak- og trévirkis
Frágangur lóðar:
- Grafið frá húsi
September 2023
Helstu verkþættir eru eftirfarandi:
Litli kubbur:
- Uppbygging þaks.
- Niðurrif innanhúss - veggir og annar búnaður.
- Niðurrif utanhússklæðningar og glugga.
Stóri kubbur:
- Uppbygging þaks.
- Niðurrif utanhússklæðningar og glugga.
Viðbygging:
- Unnið í fyllingum.
- Byrjað á uppslætti á undirstöðum.
- Unnið í niðurrifi eldri veggja og glugga.
Ágúst 2023
Framkvæmdir hefjast formlega.
Helstu verkþættir eru eftirfarandi:
Litli kubbur:
- Niðurrif og uppbygging þaks.
- Niðurrif innanhús - veggir og annar búnaður.
Stóri kubbur:
- Niðurrif og uppbygging þaks.
Viðbygging:
- Jarðvinna fyrir undirstöður klárast.
- Unnið í fyllingum.
- Byrjað á uppslætti á undirstöðum.