Innleiðing farsældarlaga

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Í samstarfi velferðarsviðs og skóla- og frístundasviðs er unnið að verkefninu Betri Borg fyrir Börn (BBB) í öllum borgarhlutum þar með talið innleiðingu laga um farsæld barna. Meginmarkmið laganna er að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. 

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2025

Staða: Í vinnslu

Stöðulýsing 1. janúar 2024

Innleiðing verkefnisins Betri borg fyrir börn í fullum gangi. Búið að koma á lausnateymum í öllum grunnskólum mörgum leikskólaum. Tengiliðir farsældar komnir í alla leik- og grunnskóla. Fjöldi starfsfólks tók þátt í gerð nýs verklags við eflingu þjónustu við börn og fjölskyldur og lokið var við fyrstu útgáfu  á haustmánuðum. Haldið var áfram við vinnu vegna mælinga á innleiðingu á þjónustu við börn og fjölskyldur.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
  Tímasetning Lýsing framvindu
  Júlí 2023

Innleiðing verkefnisins Betri borg fyrir born (BBB) í fullum gangi. Unnið er að því að koma á lausnateymum og tengiliðum farsældar í öllum skólum. Til að skapa sameiginlegan skilning um BBB, farsældarlög og Menntastefnu voru haldnar vinnusmiðjur með aðferðafræði samfélagslegrar nýsköpunar á vorönn 2023. Haldnar voru 12 vinnusmiðjur, hver smiðja þrjár lotur eða 36 lotur alls. Þátttakendur voru í kringum 500 stjórnendur og starfsfólk leikskóla, grunnskóla, frístundastarfs, miðstöðva og miðlægrar þjónustu skóla og frístundasviðs (SFS). Ein 3ja lotu vinnusmiðja var haldin með starfsfólki miðlægra sviða SFS og velferðarsviðs í maí.

  Janúar 2023 Búnir eru fundir með verkefnastjórnum á hverri miðstöð. Fyrirhugaðir fundir með lykilstjórnendum 1. og 2. þjónustustigsins þar sem fyrirhugað er að kynna fyrsta draft að ferlum beggja þjónustustiga og samstarfinu heilt yfir. Búið er að undirbúa vinnusmiðjur með öllum stjórnendum og starfsfólki í leikskólum, grunnskólum, frístunda- ásamt borgarmiðstöðvum í febrúar og mars.
  Júlí 2022 Ný framkvæmdaáætlun unnin, afgreidd og sett í farveg. Um er að ræða áframhaldandi verkefni sem verður í gangi árin 2022-2024. Til að fylgjast með framvindu er stöðumat gert tvisvar á ári, um áramót og í lok júní. 

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

Svið innan Reykjavíkurborgar:

 

Tengdar aðgerðir

Taflan hér fyrir neðan inniheldur þær aðgerðir sem tengjast þessari aðgerð og hægt er að nálgast frekari upplýsingar með því að smella á "heiti aðgerðar" í töflunni (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
Heiti aðgerðar Verklok Svið
Fræðsla og ráðgjöf um loftslagsmál og umhverfi
fyrir starfsfólk í skóla- og frístundastarfi​
2024 Skóla- og frístundasvið
Draga úr kolefnisspori - Innleiðing grænskjáa í grunnskólum 2024 Skóla- og frístundasvið
Aukið aðgengi að búnaði fyrir starfsfólk og börn í skóla- og frístundastarfi 2023 Skóla- og frístundasvið
Ráðgjöf og starfsþróun fyrir starfsfólk skóla- og frístundastarfs 2024 Skóla- og frístundasvið
Heilsueflandi skóla- og frístundastarf 2025 Skóla- og frístundasvið
Vitundarvakning um kynheilbrigði 2024 Skóla- og frístundasvið
Raddir barna í ákvörðunum sem þau varða 2023 Skóla- og frístundasvið
Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna 2023 Skóla- og frístundasvið
Innleiðing farsældarlaga 2025 Skóla- og frístundasvið
Úthlutun fjármagns í leikskólum og frístundastarfi 2025 Skóla- og frístundasvið
Samstarf við Menntavísindasvið HÍ 2022 Skóla- og frístundasvið
Þróunar-og nýsköpunarsjóður skóla- og frístundasviðs 2024 Skóla- og frístundasvið
Stefna um byggingar fyrir skóla- og frístundastarf 2023 Skóla- og frístundasvið
Umhverfis- og skipulagssvið
Samnýting á skóla- og frístundahúsnæði 2024 Skóla- og frístundasvið
Velferðarsvið
Starfsþróun um mál og læsi 2023 Skóla- og frístundasvið
Aukið menningarnæmi og menningarlæsi 2023 Skóla- og frístundasvið
Regnbogavottun í skóla- og frístundastarfi 2025 Skóla- og frístundasvið
Nýsköpunarstofa menntunar 2023 Skóla- og frístundasvið
Menningarnámskrá Reykjavíkurborgar 2024 Skóla- og frístundasvið