Innleiðing farsældarlaga
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Í samstarfi velferðarsviðs og skóla- og frístundasviðs er unnið að verkefninu Betri Borg fyrir Börn (BBB) í öllum borgarhlutum þar með talið innleiðingu laga um farsæld barna. Meginmarkmið laganna er að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana.
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2025
Stöðulýsing 1. janúar 2024
Innleiðing verkefnisins Betri borg fyrir börn í fullum gangi. Búið að koma á lausnateymum í öllum grunnskólum mörgum leikskólaum. Tengiliðir farsældar komnir í alla leik- og grunnskóla. Fjöldi starfsfólks tók þátt í gerð nýs verklags við eflingu þjónustu við börn og fjölskyldur og lokið var við fyrstu útgáfu á haustmánuðum. Haldið var áfram við vinnu vegna mælinga á innleiðingu á þjónustu við börn og fjölskyldur.
Eldri stöðulýsingar
Tímasetning | Lýsing framvindu | |
Júlí 2023 |
Innleiðing verkefnisins Betri borg fyrir born (BBB) í fullum gangi. Unnið er að því að koma á lausnateymum og tengiliðum farsældar í öllum skólum. Til að skapa sameiginlegan skilning um BBB, farsældarlög og Menntastefnu voru haldnar vinnusmiðjur með aðferðafræði samfélagslegrar nýsköpunar á vorönn 2023. Haldnar voru 12 vinnusmiðjur, hver smiðja þrjár lotur eða 36 lotur alls. Þátttakendur voru í kringum 500 stjórnendur og starfsfólk leikskóla, grunnskóla, frístundastarfs, miðstöðva og miðlægrar þjónustu skóla og frístundasviðs (SFS). Ein 3ja lotu vinnusmiðja var haldin með starfsfólki miðlægra sviða SFS og velferðarsviðs í maí. |
|
Janúar 2023 | Búnir eru fundir með verkefnastjórnum á hverri miðstöð. Fyrirhugaðir fundir með lykilstjórnendum 1. og 2. þjónustustigsins þar sem fyrirhugað er að kynna fyrsta draft að ferlum beggja þjónustustiga og samstarfinu heilt yfir. Búið er að undirbúa vinnusmiðjur með öllum stjórnendum og starfsfólki í leikskólum, grunnskólum, frístunda- ásamt borgarmiðstöðvum í febrúar og mars. | |
Júlí 2022 | Ný framkvæmdaáætlun unnin, afgreidd og sett í farveg. Um er að ræða áframhaldandi verkefni sem verður í gangi árin 2022-2024. Til að fylgjast með framvindu er stöðumat gert tvisvar á ári, um áramót og í lok júní. |
Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:
Tengdar aðgerðir
Markmið í samfélagsmálum
- 1. Fyrir okkur öll | Græna planið Góð líðan íbúa og að við upplifum að Reykjavík sé fyrir okkur öll.
- 2. Látum draumana rætast | Græna planið Börn og unglingar láta draumana sína rætast.
- 3. Menning og listir verða samofin borgarlífinu | Græna planið Öll hafi jöfn tækifæri til að taka þátt í njóta menningar og lista.
- 4. Íþróttir fyrir öll | Græna planið Flest stundi reglulega íþróttir eða aðra hreyfingu.
- 5. Bætt lýðheilsa | Græna planið Heilsueflandi, sjálfbært og fjölskrúðugt borgarsamfélag.
- 6. Mannréttindi, aukin þátttaka og bætt samtal við íbúa | Græna planið Íbúar fá tækifæri til að vinna með borginni að bættum lífsgæðum.