Regnbogavottun í skóla- og frístundastarfi
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Að allir starfsstaðir skóla- og frístundasviðs fái regnbogavottun í samstarfi við mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar fyrir lok árs 2024.
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2025
Stöðulýsing 1. júlí 2025
Stöðulýsing í árslok 2024: Árið 2024 fjölgaði starfsstöðum hjá skóla- og frístundasviði (SFS) með regnbogavottun úr 65 í 85. Skrifstofa SFS er með vottun. Leikskólar= 9 búnir, 2 í ferli. Grunnskólar=18 búnir, 3 í ferli. 25 félagsmiðstöðvar eru komnar með Regnbogavottun og bara ein sem ekki er komin með en það er í ferli. 33 Frístundaheimili eru komin með Regnbogavottun. Nokkur frístundaheimili sem eru samrekin með grunnskólum eru eftir og fara þau með sínum grunnskólum þegar þeir eru teknir af biðlista sem klárast vonandi vorið 2025.
Stöðulýsing í júnílok 2025: Ákveðið var á skrifstofu SFS þar sem biðlistar náðust ekki niður sem skildi að þjálfa verkefnisstjóra Jafnréttisskóla Rvk. sem heyrir undir SFS að framkvæma regnbogavottun frá og með hausti 2025. Þessi aðgerð er hluti af nýrri aðgerðaráætlun menntastefnunnar 2025-2027 og því fer þessi aðgerð út úr Græna planinu undir þessum formerkjum en sértækari verkefni þessu tengt í nýrri áætlun.
Eldri stöðulýsingar
| Tímasetning | Lýsing framvindu | |
| Janúar 2024 | 65 starfsstaðir skóla- og frístundasviðs eru komnir með regnbogavottun. Einnig eru starfsstaðir á bið eftir að komast í fræðslu. | |
| Júlí 2023 |
65 starfsstaðir skóla- og frístundasviðs eru komnir með regnbogavottun. Einnig eru starfsstaðir á bið eftir að komast í fræðslu. |
|
| Janúar 2023 | Skrifstofa skóla- og frístundasviðs hefur þegar hlotið Regnbogavottun og kallað verður eftir upplýsingum frá starfsstöðum um það hverjir hafa hlotið regnbogavottun. | |
| Júlí 2022 | Ný framkvæmdaáætlun unnin, afgreidd og sett í farveg. Um er að ræða áframhaldandi verkefni sem verður í gangi árin 2022-2024. Til að fylgjast með framvindu er stöðumat gert tvisvar á ári, um áramót og í lok júní. |
Tengdar aðgerðir
Markmið í samfélagsmálum
- 1. Fyrir okkur öll | Græna planið Góð líðan íbúa og að við upplifum að Reykjavík sé fyrir okkur öll.
- 2. Látum draumana rætast | Græna planið Börn og unglingar láta draumana sína rætast.
- 3. Menning og listir verða samofin borgarlífinu | Græna planið Öll hafi jöfn tækifæri til að taka þátt í njóta menningar og lista.
- 4. Íþróttir fyrir öll | Græna planið Flest stundi reglulega íþróttir eða aðra hreyfingu.
- 5. Bætt lýðheilsa | Græna planið Heilsueflandi, sjálfbært og fjölskrúðugt borgarsamfélag.
- 6. Mannréttindi, aukin þátttaka og bætt samtal við íbúa | Græna planið Íbúar fá tækifæri til að vinna með borginni að bættum lífsgæðum.