4. Íþróttir fyrir öll
Borg fyrir fólk
Markmið Græna plansins í samfélagsmálum.
Markmið Reykjavíkurborgar á sviði íþróttamála er að flestir Reykvíkingar stundi reglulega íþróttir, líkamsrækt eða aðra hreyfingu.
- Íþróttir, líkamsrækt og hreyfing er fyrir alla á öllum æviskeiðum óháð afreksmiðaðri nálgun
- Öll börn og unglingar fá tækifæri til að þroskast og eflast í fjölbreyttu og aðgengilegu íþróttastarfi án tillits til uppruna, kyns, kynvitundar, trúarbragða, stéttar, fötlunar, holdafars, atgervis eða annarrar stöðu
- Hagkvæm og hentug aðstaða til íþróttaiðkunar og hreyfingar er til staðar byggt á algildri hönnun þar sem gert er ráð fyrir öllum kynjum
- Í Reykjavík er skipulögð umgjörð, gott samstarf og stuðningur við öflugt og faglegt starf íþróttafélaga
- Keppnis- og afreksfólk borgarinnar er framúrskarandi og veitir framtíðarkynslóðum hvatningu til íþróttaiðkunar
Aðgerðir sem heyra undir markmiðið
Heiti aðgerðar | Staða | Verklok | Uppfært | Svið |
---|---|---|---|---|
Hönnunarsamkeppni um breytingar á Laugardalslaug | Í vinnslu | 2026 | Janúar 2024 | Menningar- og íþróttasvið |
Frístundavefurinn Frístund.is | Í vinnslu | 2024 | Janúar 2024 | Menningar- og íþróttasvið |
Endurnýjun á innilaug Sundhallar | Í vinnslu | 2026 | Janúar 2024 | Menningar- og íþróttasvið |
Dalslaug komin í fullan rekstur og ný rennibraut í uppbyggingu | Lokið | 2023 | Janúar 2024 | Menningar- og íþróttasvið |
Uppbygging á Skíðasvæðum | Í vinnslu | 2026 | Janúar 2024 | Menningar- og íþróttasvið |
Uppbygging í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum | Í vinnslu | 2025 | Janúar 2024 | Menningar- og íþróttasvið |
Upplýsinga- og kynningarmál Íþrótta- og tómstundasviðs | Lokið | 2023 | Janúar 2024 | Menningar- og íþróttasvið |
Ókeypis í sund fyrir börn á grunnskólaaldri og yngri | Lokið | 2022 | Janúar 2024 | Menningar- og íþróttasvið |
Hækkun frístundakorts | Lokið | 2022 | Janúar 2024 | Menningar- og íþróttasvið |
Markmið í samfélagsmálum
- 1. Fyrir okkur öll | Græna planið Góð líðan íbúa og að við upplifum að Reykjavík sé fyrir okkur öll.
- 2. Látum draumana rætast | Græna planið Börn og unglingar láta draumana sína rætast.
- 3. Menning og listir verða samofin borgarlífinu | Græna planið Öll hafi jöfn tækifæri til að taka þátt í njóta menningar og lista.
- 4. Íþróttir fyrir öll | Græna planið Flest stundi reglulega íþróttir eða aðra hreyfingu.
- 5. Bætt lýðheilsa | Græna planið Heilsueflandi, sjálfbært og fjölskrúðugt borgarsamfélag.
- 6. Mannréttindi, aukin þátttaka og bætt samtal við íbúa | Græna planið Íbúar fá tækifæri til að vinna með borginni að bættum lífsgæðum.