1. Fyrir okkur öll

Borg fyrir fólk

Markmið Græna plansins í samfélagsmálum.

Markmið Reykjavíkurborgar er að veita velferðarþjónustu sem stuðlar að góðri líðan íbúa og við upplifum að Reykjavík sé fyrir okkur öll.

Velferðarstefna Reykjavíkurborgar er rammi utan um metnaðarfulla velferðarþjónustu sem hefur það að markmiði að auka lífsgæði og stuðla að því að allir Reykvíkingar eigi kost á að lifa með reisn.

  • Grundvallarnálgun í velferðarþjónustu borgarinnar er að engin tvö eru eins. Mál hvers einstaklings er metið á eigin forsendum og þjónusta sniðin að hverjum og einum
  • Velferðarþjónusta er margþætt og fjölbreytt. Hún er skipulögð á notendavænan, heildstæðan og skilvirkan hátt og gerð aðgengileg og nálæg þeim sem þurfa á þjónustunni að halda
  • Þjónusta sem snýr að heill og hamingju einkennist af samkennd, umhyggju, skaðaminnkandi nálgun og umfram allt virðingu fyrir einstaklingnum. Ekki er gefist upp á neinum og áhersla lögð á valdeflingu og hjálp til sjálfshjálpar
  • Velferðarþjónusta hvílir á fyrirbyggjandi aðgerðum þar sem traustar upplýsingar og vísbendingar eru nýttar í forvarnir
  • Árvekni gagnvart fjölbreyttum þörfum fólks er lykillinn að trausti í garð velferðarþjónustu
  • Í velferðarþjónustu starfar faglegt og framsýnt starfsfólk sem vinnur saman að árangursríkum lausnum í takt við nýjustu þekkingu og tækni