Samnýting á skóla- og frístundahúsnæði
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Í samræmi við Stefnu Reykjavíkurborgar um byggingar fyrir skóla- og frístundastarf verði samtal og samvinna leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila, félagsmiðstöðva og skólahljómsveita aukið, undir handleiðslu skóla- og frístundaskrifstofa í hverfum borgarinnar. Leitað verður leiða til að nýta mannvirki betur innan sem utan hins hefðbundna skóla- og frístundadags.
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2024
Stöðulýsing 1. janúar 2024
Verkefni er enn í vinnslu. Unnið er að aukinni samnýtingu húsnæðis en ekki hefur tekist að klára vinnu vegna nýrra reglna um fyrsta, annan og þriðja notanda. Unnið er að því að færa skólahljómsveitir inn í skólahúsnæðið án kostnaðar.
Eldri stöðulýsingar
Tímasetning | Lýsing framvindu | |
Júlí 2023 |
Samtal í gangi um aukna samnýtingu húsnæðis skóla- og frístundasviðs. Reglur um 1. og 2. notanda eru í vinnslu. Þétting og betri nýting húsnæðis er að aukast. |
|
Janúar 2023 | Skrifstofustjórar leggja áherslu á að tala fyrir aukinni samnýtingu húsnæðis skóla- og frístundasviðs. Reglur um 1. og 2. notanda eru í lokayfirlestri. Þétting og betri nýting er að verða á mörgum stöðum og meiri skilningur á þörfinni fyrir að samnýta fermetra. | |
Júlí 2022 | Ný framkvæmdaáætlun unnin, afgreidd og sett í farveg. Um er að ræða áframhaldandi verkefni sem verður í gangi árin 2022-2024. Til að fylgjast með framvindu er stöðumat gert tvisvar á ári, um áramót og í lok júní. |
Svið innan Reykjavíkurborgar:
Tengdar aðgerðir
Markmið í samfélagsmálum
- 1. Fyrir okkur öll | Græna planið Góð líðan íbúa og að við upplifum að Reykjavík sé fyrir okkur öll.
- 2. Látum draumana rætast | Græna planið Börn og unglingar láta draumana sína rætast.
- 3. Menning og listir verða samofin borgarlífinu | Græna planið Öll hafi jöfn tækifæri til að taka þátt í njóta menningar og lista.
- 4. Íþróttir fyrir öll | Græna planið Flest stundi reglulega íþróttir eða aðra hreyfingu.
- 5. Bætt lýðheilsa | Græna planið Heilsueflandi, sjálfbært og fjölskrúðugt borgarsamfélag.
- 6. Mannréttindi, aukin þátttaka og bætt samtal við íbúa | Græna planið Íbúar fá tækifæri til að vinna með borginni að bættum lífsgæðum.