Betri borg fyrir börn
Betri borg fyrir börn miðar að því að bæta þjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra í skóla- og frístundastarfi.
Færa þjónustuna í auknum mæli í skólaumhverfi barna og ungmenna, veita viðeigandi stuðning sem fyrst og þétta samstarf skóla- og frístundasviðs og velferðarsviðs í þjónustumiðstöð hverfisins.
Hvernig virkar Betri borg fyrir börn?
Í Betri borg fyrir börn eru eftirfarandi þættir hafðir að leiðarljósi:
Lágþröskuldaþjónusta
Þjónustan þarf að vera aðgengileg og sem næst þeim sem á henni þurfa að halda.
Notendamiðuð þjónusta
Nálgast þarf þjónustuna út frá þörfum notandans, ekki skipulagi kerfisins.
Heildstæð skólaþjónusta
Tryggja þarf samstarf og samþættingu milli þeirra stofnana sem koma að þjónustunni þannig að ekki verði rof í þjónustu á neinu tímabili í lífi barns.
Gagnadrifin þjónusta
Lögð er áhersla á reglulegar mælingar til að greina hvort stuðningur hafi leitt til bættra stöðu barns.
Hver eru markmið Betri borgar fyrir börn?
- Styðja betur við starfsfólk í skóla- og frístundastarfi
- Nota aðferðir snemmtækrar íhlutunar
- Betri þjónusta við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra í skóla- og frístundastarfi borgarinnar.
- Þétta samstarf skóla- og frístundasviðs og velferðarsviðs
- Færa þjónustuna í auknum mæli í skólaumhverfi barna og ungmenna
Skólaþjónusta
Betri borg fyrir börn felur í sér öfluga og samþætta þjónustu fagaðila sem veita börnum, fjölskyldum þeirra og starfsfólki í leik- og grunnskólum markvissa ráðgjöf og stuðning.
Öflug þjónusta í nærumhverfi
Í Betri borg fyrir börn fer þjónusta við börn og ungmenni fram sem næst starfsvettvangi þeirra - í frístundaheimilum, félagsmiðstöðvum, leik- og grunnskólum, á þjónustumiðstöðvum og jafnvel á heimilum þeirra.
Þjónustan getur falið í sér fjölbreytta ráðgjöf ýmissa fagaðila svo sem félagsráðgjafa, hegðunarráðgjafa eða talmeinafræðinga, auk námskeiða af ýmsum toga.