Þjónustu- og nýsköpunarsvið

Þjónustu- og nýsköpunarsvið er eitt af þremur kjarnasviðum Reykjavíkurborgar. Meginhlutverk sviðsins er að annast innri og ytri þjónustu, leiða stafræna umbreytingu og stuðla að nýsköpun í starfsemi borgarinnar. 

Um sviðið

Þjónustu- og nýsköpunarsvið sinnir fjölbreyttum verkefnum og ráðgjöf fyrir öll svið og skrifstofur, undirstofnanir, starfsfólk, íbúa og gesti borgarinnar. Sviðið starfar þvert á fagsvið borgarinnar og ber til að mynda ábyrgð á upplýsingatækni, gagnastjórnun, skjalamálum, tæknilegum umbótum og þjónustu. Þá leiðir sviðið innleiðingu á gildandi þjónustustefnu Reykjavíkurborgar og er borgaryfirvöldum til faglegrar ráðgjafar í þeim málaflokkum sem undir sviðið heyra. Samhliða ber sviðið ábyrgð á rekstri þjónustuvers, stjórnsýslubygginga og Borgarskjalasafns.

Starfseiningar þjónustu- og nýsköpunarsviðs 

Þjónustu- og nýsköpunarsvið skiptist í fimm skrifstofur auk Borgarskjalasafns Reykjavíkur. Skrifstofurnar gegna allar ólíku hlutverki en mynda þó eina sterka heild þar sem mikil áhersla er lögð á skapandi samvinnu, gagnkvæmt traust og virðingu. 

Stafræn Reykjavík 

Ber ábyrgð á verkefna- og vörustýringu stafrænna verkefna, vefmálum, gæða- og áhættustýringu, samskiptamálum, stjórnsýslu- og lögfræðiþjónustu. Heldur einnig utan um teymi stafrænna leiðtoga og starfsemi verkefnaráðs sem ákveður hvaða verkefni skulu tekin fyrir í stafrænni umbreytingu.

Skrifstofustjóri er Þröstur Sigurðsson.

Skrifstofa þjónustu- og umbreytinga 

Ber ábyrgð á samræmdri framlínuþjónustu Reykjavíkurborgar, rekstri þjónustuvers og rekstrarþjónustu stjórnsýsluhúsanna. Sér um innleiðingu þjónustustefnu borgarinnar og leiðir stafræna umbreytingu á þjónustu og endurhönnun á þjónustuferla.

Skrifstofustjóri er Arna Ýr Sævarsdóttir. 

Gagnaþjónustan 

Ber ábyrgð á gagnastjórnun og hagnýtingu gagna í starfsemi borgarinnar. Markmið Gagnaþjónustunnar er að auka gagnavitund innan borgarinnar og vera drifkraftur í hagnýtingu upplýsinga til ákvarðanatöku og bættrar þjónustu við starfsfólk, íbúa og fyrirtæki borgarinnar.

Skrifstofustjóri er Inga Rós Gunnarsdóttir.

Skrifstofa upplýsinga- og skjalastýringar

Er skrifstofum fag- og kjarnasviða til ráðgjafar í verkefnum varðandi upplýsinga- og skjalamál. Ber  ábyrgð á faglegri þróun mála- og skjalavistunarkerfisins GoPro og miðlæga upplýsingastjórnunarkerfisins Hlöðunnar. Skrifstofan ber einnig ábyrgð á innleiðingu, eftirliti og framkvæmd skjalastefnu Reykjavíkurborgar.

Skrifstofustjóri er Óskar Þór Þráinsson.

Upplýsingatækniþjónusta

Ber ábyrgð á rekstri upplýsingatækniinnviða og hugbúnaðarþróunar á virðisaukandi vörum fyrir svið Reykjavíkurborgar ásamt samskiptum og samningum við birgja.

Skrifstofustjóri er Ólafur Sólimann Helgason.

Borgarskjalasafn

Fer með yfirstjórn skjalamála hjá Reykjavíkurborg og hefur eftirlit með skjalavörslu og skjalastjórn eftirlitsskyldra aðila. 

Borgarskjalavörður er Svanhildur Bogadóttir.

Stefnuljós þjónustu- og nýsköpunarsviðs 

Öflug þjónustuupplifun

Unnið er að þróun þjónustu borgarinnar á grunni fyrirliggjandi þjónustustefnu. Þjónusta Reykjavíkurborgar er hönnuð og skipulögð út frá þörfum og sjónarhorni notenda hennar. 

Markviss upplýsingagjöf

Upplýsingagjöf um þjónustu borgarinnar er aðgengileg og miðlað á fjölbreyttan hátt. Ímynd borgarinnar eflist með markvissri upplýsingamiðlun ásamt aukinni notkun og miðlun gagna. 

Sterk framlínuþjónusta

Framlínuþjónusta borgarinnar er samræmd og öll áhersla er lögð á að málaleitan notenda sé leyst í fyrstu snertingu í krafti einfaldra og öruggra ferla. 

Stafræn vegferð 

Nútímaleg kerfi

Upplýsingakerfi eru þróuð áfram á grunni örra tækninýjunga og stafrænna umbreytinga. Unnið er að því að einfalda skipulag kerfa, ferla og auka samvirkni. 

Snjöll nýsköpun

Leitað er eftir nýjum leiðum til að leysa áskoranir í starfsemi borgarinnar. Í samstarfi við frumkvöðla undirbyggjum við snjallborgina Reykjavík og nýtum gögn til þróunar og nýsköpunar. 

Sjálfvirk stjórnsýsla

Sjálfvirk stjórnsýsla einfaldar umsóknarferla og aðgengi að þjónustu borgarinnar. Aukin sjálfvirkni mun stuðla að minni sóun í kerfinu, hagræðingu og einföldun. 

Kúltúrhakk 

Skilvirkt teymisstarf

Vinnulag og umhverfi okkar er skipulagt á þann hátt að stuðla megi að öflugu teymisstarfi og nýsköpun. Markvisst er unnið þvert á einingar í öllum verkefnum til að hámarka virði fyrir notendur þjónustu. 

Frjótt vinnuumhverfi

Við miðlum þekkingu, leiðbeinum og erum í farabroddi sem frumkvöðlar og áhrifavaldar. Starfsfólk borgarinnar fær þannig stuðning við að aðlagast nýrri menningu, nýjum aðferðum og nýjum hugsunarhætti. 

Stöðug endurgjöf

Vinnubrögð okkar eru í stöðugri endurskoðun og við berum kennsl á tækifæri til þess að gera betur. Endurgjöf og stöðugar umbætur einkenna öll okkar störf.

Ársskýrslur

Hafðu samband 

Erindi og fyrirspurnir má senda í tölvupósti á thon@reykjavik.is

Ábendingar varðandi þjónustu má senda í gegnum ábendingavef Reykjavíkurborgar.

Þjónustuver Reykjavíkurborgar er staðsett í Borgartúni 12-14. Opnunartími er frá 8:20-16:15 alla virka daga. Sími þjónustuvers er 411-1111. 

Sviðsstjóri

Sviðsstjóri er Óskar J. Sandholt.

Skipurit