Þjónustu- og nýsköpunarsvið

Þjónustu- og nýsköpunarsvið er eitt af þremur kjarnasviðum Reykjavíkurborgar. Meginhlutverk sviðsins er að annast innri og ytri þjónustu, leiða stafræna umbreytingu og stuðla að nýsköpun í starfsemi borgarinnar. 

Um sviðið

Þjónustu- og nýsköpunarsvið sinnir fjölbreyttum verkefnum og ráðgjöf fyrir öll svið og skrifstofur, undirstofnanir, starfsfólk, íbúa og gesti borgarinnar. Sviðið starfar þvert á fagsvið borgarinnar og ber til að mynda ábyrgð á upplýsingatækni, gagnastjórnun, skjalamálum, tæknilegum umbótum og þjónustu. Þá leiðir sviðið innleiðingu á gildandi þjónustustefnu Reykjavíkurborgar og er borgaryfirvöldum til faglegrar ráðgjafar í þeim málaflokkum sem undir sviðið heyra. Samhliða ber sviðið ábyrgð á rekstri þjónustuvers, stjórnsýslubygginga og Borgarskjalasafns.

Starfseiningar 

Þjónustu- og nýsköpunarsvið skiptist í fimm skrifstofur auk Borgarskjalasafns Reykjavíkur. Skrifstofurnar gegna allar ólíku hlutverki en mynda þó eina sterka heild þar sem mikil áhersla er lögð á skapandi samvinnu, gagnkvæmt traust og virðingu. 

Stafræn Reykjavík 

Ber ábyrgð á verkefna- og vörustýringu stafrænna verkefna, vefmálum, gæða- og áhættustýringu, samskiptamálum, stjórnsýslu- og lögfræðiþjónustu. Heldur einnig utan um teymi stafrænna leiðtoga og starfsemi verkefnaráðs sem ákveður hvaða verkefni skulu tekin fyrir í stafrænni umbreytingu.

Skrifstofustjóri er Þröstur Sigurðsson.

Skrifstofa þjónustu- og umbreytinga 

Ber ábyrgð á samræmdri framlínuþjónustu Reykjavíkurborgar, rekstri þjónustuvers og rekstrarþjónustu stjórnsýsluhúsanna. Sér um innleiðingu þjónustustefnu borgarinnar og leiðir stafræna umbreytingu á þjónustu og endurhönnun á þjónustuferla.

Skrifstofustjóri er Arna Ýr Sævarsdóttir. 

Gagnaþjónustan 

Ber ábyrgð á gagnastjórnun og hagnýtingu gagna í starfsemi borgarinnar. Markmið Gagnaþjónustunnar er að auka gagnavitund innan borgarinnar og vera drifkraftur í hagnýtingu upplýsinga til ákvarðanatöku og bættrar þjónustu við starfsfólk, íbúa og fyrirtæki borgarinnar.

Skrifstofustjóri er Inga Rós Gunnarsdóttir.

Skrifstofa upplýsinga- og skjalastýringar

Er skrifstofum fag- og kjarnasviða til ráðgjafar í verkefnum varðandi upplýsinga- og skjalamál. Ber  ábyrgð á faglegri þróun mála- og skjalavistunarkerfisins GoPro og miðlæga upplýsingastjórnunarkerfisins Hlöðunnar. Skrifstofan ber einnig ábyrgð á innleiðingu, eftirliti og framkvæmd skjalastefnu Reykjavíkurborgar.

Skrifstofustjóri er Óskar Þór Þráinsson.

Upplýsingatækniþjónusta

Ber ábyrgð á rekstri upplýsingatækniinnviða og hugbúnaðarþróunar á virðisaukandi vörum fyrir svið Reykjavíkurborgar ásamt samskiptum og samningum við birgja.

Skrifstofustjóri er Ólafur Sólimann Helgason.

Borgarskjalasafn

Frá og með 1. janúar 2024 færðust eftirfarandi verkefni yfir til og á ábyrgð Þjóðskjalasafns Íslands: Afhending rafrænna gagna, rafrænn safnkostur, afhending pappírsskjalasafna og eftirlit og ráðgjöf. Þann 1. nóvember 2025 færast önnur verkefni og safnkostur Borgarskjalasafns yfir til og á ábyrgð Þjóðskjalasafns Íslands.

Þangað til er hægt að senda fyrirspurnir til Borgarskjalasafns á heimasíðu safnsins; borgarskjalasafn.is

Stefnuljós þjónustu- og nýsköpunarsviðs 

Fólk í fyrsta sæti

Notendamiðuð hugsun – Samræmd þjónustupplifun – Einfaldleikinn í fyrirrúmi

Kjarni allrar okkar starfsemi miðar að því að einfalda fólki lífið. Öll þjónusta borgarinnar á að vera hönnuð út frá þörfum notenda hennar. Við vinnum saman sem samræmdur vinnustaður sem veitir heildstæða þjónustuupplifun gagnvart þeim sem til okkar leita.

Einu skrefi á undan

Sterkar stoðir – Greindar ákvarðanir – Framtíðarbestun

Við byggjum allt okkar starf á traustum grunni sérþekkingar. Við tökum greindar og gagnadrifnar ákvarðanir út frá fyrirliggjandi upplýsingum. Við hugsum nokkra leiki fram í tímann til að geta örugg tekist á við verkefni framtíðarinnar.

Aldrei hætta að þora

Kúltúrhakk – Skapandi umhverfi – Fyrirmyndir í verki 

Við höfum hugrekkið til að taka af skarið og leiða breytingar í krefjandi aðstæðum. Við vinnum í skapandi umhverfi þar sem traust, endurgjöf og teymisstarf búa til nærandi jarðveg fyrir faglegan vöxt. Við erum fyrirmyndir í verki og leiðum með því að gera.

Ársskýrslur

Hafðu samband 

Erindi og fyrirspurnir má senda í tölvupósti á thon@reykjavik.is

Ábendingar varðandi þjónustu má senda í gegnum ábendingavef Reykjavíkurborgar.

Þjónustuver Reykjavíkurborgar er staðsett í Borgartúni 12-14. Opnunartími er frá 8:30-16:00 alla virka daga. Sími þjónustuvers er 411 1111. 

Sviðsstjóri

Sviðsstjóri er Óskar J. Sandholt.

Skipurit

 

Víkka út
Fella saman
    1. Mannauður

    2. Fjármál og rekstur

  1. Skrifstofa þjónustu og umbreytinga

  2. Skrifstofa upplýsinga- og skjalastýringar

  3. Skrifstofa gagnaþjónustu

  4. Skrifstofa stafrænnar Reykjavíkur

  5. Skrifstofa upplýsingatækni- þjónustu

ÞON

    1. Mannauður

    2. Fjármál og rekstur

  1. Skrifstofa þjónustu og umbreytinga

  2. Skrifstofa upplýsinga- og skjalastýringar

  3. Skrifstofa gagnaþjónustu

  4. Skrifstofa stafrænnar Reykjavíkur

  5. Skrifstofa upplýsingatækni- þjónustu

ÞON

  • Stafrænt ráð
  • Þjónustu- og nýsköpunarsvið - Sviðsstjóri er Óskar J. Sandholt.
    • Stoðdeildir
      • Mannauður
      • Fjármál og rekstur
    • Skrifstofa þjónustu og umbreytinga
      • Þjónustuumbreyting
      • Framlínuþjónusta
    • Skrifstofa upplýsinga- og skjalastýringar
      • Upplýsinga- og skjalaþjónusta
      • Sérfræðiráðgjöf og rekstur
      • Teikningaskönnun
    • Skrifstofa gagnaþjónustu
    • Skrifstofa stafrænnar Reykjavíkur
      • Vörustýring og vefþróun
      • Stafrænir leiðtogar
      • Verkefnastofa
      • Ferlar og flæði
      • Lögfræðiþjónusta
      • Samskipta- og upplýsingamál
      • Stjórnsýsla
    • Skrifstofa upplýsingatækni- þjónustu
      • Hugbúnaðarþróun
      • Tæknirekstur
      • Upplýsingatækni-hönnun
      • Tækniþjónusta
      • Rekstrarþjónusta
    • Borgarskjalasafn