Úthlutun fjármagns í leikskólum og frístundastarfi
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Við endurskoðun á reiknilíkani fjárveitinga til starfsemi leikskóla, frístundaheimila og félagsmiðstöðva verður lagt mat á kosti þess og galla að breyta fjárveitingum til sérkennslu og stuðnings í starfi þeirra.
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2025
Stöðulýsing 1. janúar 2024
Í nýjum líkönum fyrir grunn- og leikskóla hefur verið fallið frá miðlægum sjóðum og nú horft á fötlunarflokk barns (A,B,C,D) og fylgir mismikið stöðugildi hverjum flokki. Við gerð frístundalíkans verður beitt sömu aðferðarfræði. Reiknað með að úthlutunarlíkanið Snorri verði notað í samtali við stjórnendur en þar er miðað við dreifingu almenns stuðnings yfir á alla leikskóla og síðan sértækan stuðning fyrir hvert barn. Útlhutað verður miðað við þörf og breytingar á tveggja mánaða fresti. Fagskrifstofa Leikskóla heldur reglulega fundi í miðstöðvum til að fara yfir stuðningsþörfina. Fjármáladeild styðst við gögn frá fagskrifstofu.
Eldri stöðulýsingar
Tímasetning | Lýsing framvindu | |
Júlí 2023 |
Í nýjum líkönum fyrir grunn- og leikskóla hefur verið fallið frá pottum og nú horft á fötlunarflokk barns (A,B,C,D) og fylgir mismikið stöðugildi hverjum flokki. Við gerð frístundalíkans verður sömu aðferðarfræði beitt. |
|
Janúar 2023 | Hafin er vinna við endurskoðun úthlutunar fjármagns í leikskólum og að því loknu tekur við vinna við fjárhagslíkan frístundastarfs. | |
Júlí 2022 | Ný framkvæmdaáætlun unnin, afgreidd og sett í farveg. Um er að ræða áframhaldandi verkefni sem verður í gangi árin 2022-2024. Til að fylgjast með framvindu er stöðumat gert tvisvar á ári, um áramót og í lok júní. |
Tengdar aðgerðir
Markmið í samfélagsmálum
- 1. Fyrir okkur öll | Græna planið Góð líðan íbúa og að við upplifum að Reykjavík sé fyrir okkur öll.
- 2. Látum draumana rætast | Græna planið Börn og unglingar láta draumana sína rætast.
- 3. Menning og listir verða samofin borgarlífinu | Græna planið Öll hafi jöfn tækifæri til að taka þátt í njóta menningar og lista.
- 4. Íþróttir fyrir öll | Græna planið Flest stundi reglulega íþróttir eða aðra hreyfingu.
- 5. Bætt lýðheilsa | Græna planið Heilsueflandi, sjálfbært og fjölskrúðugt borgarsamfélag.
- 6. Mannréttindi, aukin þátttaka og bætt samtal við íbúa | Græna planið Íbúar fá tækifæri til að vinna með borginni að bættum lífsgæðum.