Stuðningur við börn og foreldra með fjölbreyttan tungumála og menningar bakgrunn
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Að fylgja eftir gagnvirkum samningi við Móðurmálssamtökin.
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2024
Stöðulýsing 1. júlí 2025
Stöðulýsing í árslok 2024: Samningur var gerður við Móðurmál haustið 2023 um greiðslu fyrir móðurmálsnám barna sem sækja tungumálaskóla Móðurmáls fyrir árið 2024. Krafa var gerð um að þeir skólar innan Móðurmáls sem taka þátt í því verkefni séu með kennsluáætlun og markvissa kennslu. Mikið samstarf er hjá Miðju máls og læsis og Móðurmáli og er einn liður í því að vinna að því að því að námsmat Móðurmáls verði sett inn á námsmat skóla og er það enn í vinnslu og stefnt er að því að allir skólar skili á einkunnarblaði einkunnum frá Móðurmálsskólum vorið 2025. Liður í því er samstarf við InfoMentor og Námfús svo einfalda megi vinnslu gagna.
Stöðulýsing í júní lok 2025: Aðgerðin var hluti af almennum aðgerðum menntastefnu frá 2022-2024. Nýjar aðgerðir koma inn frá júlí 2025 á grunni nýrrar aðgerðaráætlunar menntastefnunnar 2025-2027 og því fer þessi aðgerð út úr Græna planinu undir þessum formerkjum. Verkefnið er í farvegi og fylgt eftir af Miðju máls og læsis og grunnskólaskrifstofu.
Eldri stöðulýsingar
| Tímasetning | Lýsing framvindu | |
| Júlí 2025 |
Stöðulýsing í árslok 2024: Samningur var gerður við Móðurmál haustið 2023 um greiðslu fyrir móðurmálsnám barna sem sækja tungumálaskóla Móðurmáls fyrir árið 2024. Krafa var gerð um að þeir skólar innan Móðurmáls sem taka þátt í því verkefni séu með kennsluáætlun og markvissa kennslu. Mikið samstarf er hjá Miðju máls og læsis og Móðurmáli og er einn liður í því að vinna að því að því að námsmat Móðurmáls verði sett inn á námsmat skóla og er það enn í vinnslu og stefnt er að því að allir skólar skili á einkunnarblaði einkunnum frá Móðurmálsskólum vorið 2025. Liður í því er samstarf við InfoMentor og Námfús svo einfalda megi vinnslu gagna. Stöðulýsing í júní lok 2025: Aðgerðin var hluti af almennum aðgerðum menntastefnu frá 2022-2024. Nýjar aðgerðir koma inn frá júlí 2025 á grunni nýrrar aðgerðaráætlunar menntastefnunnar 2025-2027 og því fer þessi aðgerð út úr Græna planinu undir þessum formerkjum. Verkefnið er í farvegi og fylgt eftir af Miðju máls og læsis og grunnskólaskrifstofu. |
Tengdar aðgerðir
Markmið í samfélagsmálum
- 1. Fyrir okkur öll | Græna planið Góð líðan íbúa og að við upplifum að Reykjavík sé fyrir okkur öll.
- 2. Látum draumana rætast | Græna planið Börn og unglingar láta draumana sína rætast.
- 3. Menning og listir verða samofin borgarlífinu | Græna planið Öll hafi jöfn tækifæri til að taka þátt í njóta menningar og lista.
- 4. Íþróttir fyrir öll | Græna planið Flest stundi reglulega íþróttir eða aðra hreyfingu.
- 5. Bætt lýðheilsa | Græna planið Heilsueflandi, sjálfbært og fjölskrúðugt borgarsamfélag.
- 6. Mannréttindi, aukin þátttaka og bætt samtal við íbúa | Græna planið Íbúar fá tækifæri til að vinna með borginni að bættum lífsgæðum.