3. Menning og listir verða samofin borgarlífinu

Borg fyrir fólk

Markmið Græna plansins í samfélagsmálum.

Markmið Reykjavíkurborgar er að allir borgarbúar hafi jöfn tækifæri til þess að taka þátt í og njóta menningar og lista.

  • Öllum íbúum Reykjavíkurborgar óháð aldri stendur til boða að taka þátt og njóta menningar og lista
  • Menningarstarf er sýnilegt og lifandi í öllum hverfum borgarinnar
  • Lista- og menningarlífið er jarðvegur fyrir þann fjölbreytileika sem borgin býr yfir og endurspeglar hann
  • Reykjavík er borg sem innlendir og erlendir gestir heimsækja til að njóta lista og menningar
  • Reykjavík er borg sem listafólk hvaðanæva úr heiminum sækist eftir að starfa í