Borg fyrir fólk
Framtíðarsýn Græna plansins í samfélagsmálum.
Reykvískt samfélag er byggt á réttlæti, sanngirni og þátttöku barna og fullorðinna. Borgarbúar lifa við öryggi og geta haft jákvæð áhrif á eigin líf og annarra. Með því að hlusta, miðla, rýna og þróa er stuðlað að inngildingu þar sem engin er skilin eftir. Reykjavík okkar allra.
Hér fyrir neðan getur þú séð helstu markmið í samfélagsmálum í Reykjavík til 2030.
Markmið í samfélagsmálum
- 1. Fyrir okkur öll | Græna planið Góð líðan íbúa og að við upplifum að Reykjavík sé fyrir okkur öll.
- 2. Látum draumana rætast | Græna planið Börn og unglingar láta draumana sína rætast.
- 3. Menning og listir verða samofin borgarlífinu | Græna planið Öll hafi jöfn tækifæri til að taka þátt í njóta menningar og lista.
- 4. Íþróttir fyrir öll | Græna planið Flest stundi reglulega íþróttir eða aðra hreyfingu.
- 5. Bætt lýðheilsa | Græna planið Heilsueflandi, sjálfbært og fjölskrúðugt borgarsamfélag.
- 6. Mannréttindi, aukin þátttaka og bætt samtal við íbúa | Græna planið Íbúar fá tækifæri til að vinna með borginni að bættum lífsgæðum.
1. Fyrir okkur öll
Markmið Reykjavíkurborgar er að veita velferðarþjónustu sem stuðlar að góðri líðan íbúa og við upplifum að Reykjavík sé fyrir okkur öll.
2. Látum draumana rætast
Markmið Reykjavíkurborgar er að í kraftmiklu skóla- og frístundastarfi öðlast börn og unglingar menntun og reynslu til að láta drauma sína rætast og hafa jákvæð áhrif á umhverfi og samfélag.
3. Menning og listir verða samofin borgarlífinu
Markmið Reykjavíkurborgar er að allir borgarbúar hafi jöfn tækifæri til þess að taka þátt í og njóta menningar og lista.
4. Íþróttir fyrir alla
Markmið Reykjavíkurborgar á sviði íþróttamála er að flestir Reykvíkingar stundi reglulega íþróttir, líkamsrækt eða aðra hreyfingu.
5. Bætt lýðheilsa
Markmið Reykjavíkurborgar á sviði lýðheilsu er að skapa heilsueflandi, sjálfbært og fjölskrúðugt borgarsamfélag sem stuðlar að öryggi, jöfnuði, virkri þátttöku og vellíðan allra í heilsuborginni Reykjavík.
6. Mannréttindi, aukin þátttaka og bætt samtal við íbúa
Markmið Reykjavíkurborgar í mannréttinda- og lýðræðismálum er inngilding og að íbúar hafi tækifæri til þess að vinna með borginni að bættum lífsgæðum í umhverfi sínu.