Fræðsla og ráðgjöf um loftslagsmál og umhverfi fyrir starfsfólk í skóla- og frístundastarfi
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Stofna starfshóp um fræðslu í umhverfis- og loftslagsmálum. Stuðla markvisst að allsherjar vitundarvakningu um loftslagsmál og vistvænan lífsstíl í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar.
Að setja upp símenntunaráætlun fyrir kennara í grunnskólum Reykjavíkur varðandi loftslagsmál með það markmið að gera loftslagsmálum betri skil í kennslu í grunnskólum Reykjavíkur.
Að setja upp fræðsluáætlun í loftslagsmálum fyrir starfsfólk leikskóla, frístundaheimila og félagsmiðstöðva auk alls starfsfólks mötuneyta í skóla- og frístundastarfi.
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2024
Stöðulýsing 1. janúar 2024
Áform eru um áframhaldandi starfsþróun starfsfólks skóla- og frístundasviðs í samstarfi við Landvernd þegar það verður fjármagnað.
Eldri stöðulýsingar
Tímasetning | Lýsing framvindu | |
Júlí 2023 | Búið að stofna starfshóp. Búið að koma á samstarfi milli Landverndar og skóla- og frístundasviðs (SFS) um starfsþróun kennara í loftlagsmálum, ásamt þvi að tryggja í leiðinni starfsþróun leikskóla og frístundar. Fræðsluefni verður m.a. gert aðgengilegt í gegnum Torgið. Áform eru um áframhaldandi starfsþróun starfsfólks SFS í samstarfi við Landvernd þegar það verður fjármagnað. | |
Janúar 2023 | Búið að stofna starfshóp. Búið að koma á samstarfi milli Landverndar og skóla- og frístundasvið um starfsþróun kennara í loftlagsmálum, ásamt þvi að tryggja í leiðinni starfsþróun leikskóla og frístundar. Fræðsluefni verður m.a. gert aðgengilegt í gegnum Torgið, stafrænt fræðslukerfi fyrir starfsfólk Reykjavíkurborgar. Gert var ráð fyrir að vinna starfsþróun áfram í samstarfi við Landvernd en en ekki hefur fengist fjármagn fyrir þeim þætti. Stefnt er að viðburði fyrir grunnskólakennara þar sem þekktir fyrirlesarar koma saman og fræða um loftlagsmál, ásamt því að skapa vettvang fyrir kennara eftir viðburðinn. Viðburðurinn er á dagskrá í febrúar 2023. | |
Júlí 2022 | Búið er að stofna starfshóp um fræðslu í umhverfis- og loftslagsmálum. Um er að ræða áframhaldandi verkefni sem verður í gangi árin 2022-2024. Til að fylgjast með framvindu er stöðumat gert tvisvar á ári, um áramót og í lok júní. |
Tengdar aðgerðir
Markmið í samfélagsmálum
- 1. Fyrir okkur öll | Græna planið Góð líðan íbúa og að við upplifum að Reykjavík sé fyrir okkur öll.
- 2. Látum draumana rætast | Græna planið Börn og unglingar láta draumana sína rætast.
- 3. Menning og listir verða samofin borgarlífinu | Græna planið Öll hafi jöfn tækifæri til að taka þátt í njóta menningar og lista.
- 4. Íþróttir fyrir öll | Græna planið Flest stundi reglulega íþróttir eða aðra hreyfingu.
- 5. Bætt lýðheilsa | Græna planið Heilsueflandi, sjálfbært og fjölskrúðugt borgarsamfélag.
- 6. Mannréttindi, aukin þátttaka og bætt samtal við íbúa | Græna planið Íbúar fá tækifæri til að vinna með borginni að bættum lífsgæðum.