Fræðsla og ráðgjöf um loftslagsmál og umhverfi fyrir starfsfólk í skóla- og frístundastarfi​

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Stofna starfshóp um fræðslu í umhverfis- og loftslagsmálum. Stuðla markvisst að allsherjar vitundarvakningu um loftslagsmál og vistvænan lífsstíl í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar.

Að setja upp símenntunaráætlun fyrir kennara í grunnskólum Reykjavíkur varðandi loftslagsmál með það markmið að gera loftslagsmálum betri skil í kennslu í grunnskólum Reykjavíkur.

Að setja upp fræðsluáætlun í loftslagsmálum fyrir starfsfólk leikskóla, frístundaheimila og félagsmiðstöðva auk alls starfsfólks mötuneyta í skóla- og frístundastarfi.

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2024

Staða: Í vinnslu

Stöðulýsing 1. janúar 2024

Áform eru um áframhaldandi starfsþróun starfsfólks skóla- og frístundasviðs í samstarfi við Landvernd þegar það verður fjármagnað.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
  Tímasetning Lýsing framvindu
  Júlí 2023 Búið að stofna starfshóp. Búið að koma á samstarfi milli Landverndar og skóla- og frístundasviðs (SFS) um starfsþróun kennara í loftlagsmálum, ásamt þvi að tryggja í leiðinni starfsþróun leikskóla og frístundar. Fræðsluefni verður m.a. gert aðgengilegt í gegnum Torgið. Áform eru um áframhaldandi starfsþróun starfsfólks SFS í samstarfi við Landvernd þegar það verður fjármagnað.
  Janúar 2023   Búið að stofna starfshóp. Búið að koma á samstarfi milli Landverndar og skóla- og frístundasvið um starfsþróun kennara í loftlagsmálum, ásamt þvi að tryggja í leiðinni starfsþróun leikskóla og frístundar. Fræðsluefni verður m.a. gert aðgengilegt í gegnum Torgið, stafrænt fræðslukerfi fyrir starfsfólk Reykjavíkurborgar. Gert var ráð fyrir að vinna starfsþróun áfram í samstarfi við Landvernd en en ekki hefur fengist fjármagn fyrir þeim þætti. Stefnt er að viðburði fyrir grunnskólakennara þar sem þekktir fyrirlesarar koma saman og fræða um loftlagsmál, ásamt því að skapa vettvang fyrir kennara eftir viðburðinn. Viðburðurinn er á dagskrá í febrúar 2023.
  Júlí 2022 Búið er að stofna starfshóp um fræðslu í umhverfis- og loftslagsmálum. Um er að ræða áframhaldandi verkefni sem verður í gangi árin 2022-2024. Til að fylgjast með framvindu er stöðumat gert tvisvar á ári, um áramót og í lok júní.

 

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

 

Svið innan Reykjavíkurborgar:

 

Tengdar aðgerðir

Taflan hér fyrir neðan inniheldur þær aðgerðir sem tengjast þessari aðgerð og hægt er að nálgast frekari upplýsingar með því að smella á "heiti aðgerðar" í töflunni (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
Heiti aðgerðar Verklok Svið
Fræðsla og ráðgjöf um loftslagsmál og umhverfi
fyrir starfsfólk í skóla- og frístundastarfi​
2024 Skóla- og frístundasvið
Draga úr kolefnisspori - Innleiðing grænskjáa í grunnskólum 2024 Skóla- og frístundasvið
Aukið aðgengi að búnaði fyrir starfsfólk og börn í skóla- og frístundastarfi 2023 Skóla- og frístundasvið
Ráðgjöf og starfsþróun fyrir starfsfólk skóla- og frístundastarfs 2024 Skóla- og frístundasvið
Heilsueflandi skóla- og frístundastarf 2025 Skóla- og frístundasvið
Vitundarvakning um kynheilbrigði 2024 Skóla- og frístundasvið
Raddir barna í ákvörðunum sem þau varða 2023 Skóla- og frístundasvið
Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna 2023 Skóla- og frístundasvið
Innleiðing farsældarlaga 2025 Skóla- og frístundasvið
Úthlutun fjármagns í leikskólum og frístundastarfi 2025 Skóla- og frístundasvið
Samstarf við Menntavísindasvið HÍ 2022 Skóla- og frístundasvið
Þróunar-og nýsköpunarsjóður skóla- og frístundasviðs 2024 Skóla- og frístundasvið
Stefna um byggingar fyrir skóla- og frístundastarf 2023 Skóla- og frístundasvið
Umhverfis- og skipulagssvið
Samnýting á skóla- og frístundahúsnæði 2024 Skóla- og frístundasvið
Velferðarsvið
Starfsþróun um mál og læsi 2023 Skóla- og frístundasvið
Aukið menningarnæmi og menningarlæsi 2023 Skóla- og frístundasvið
Regnbogavottun í skóla- og frístundastarfi 2025 Skóla- og frístundasvið
Nýsköpunarstofa menntunar 2023 Skóla- og frístundasvið
Menningarnámskrá Reykjavíkurborgar 2024 Skóla- og frístundasvið