Betri borg fyrir fjöltyngd börn
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Verkefnið snýst um að hjálpa foreldrum að styðja við fjöltyngd börn sín. Yfir 70 tungumál eru töluð í grunnskólum Reykjavíkur. 8 af 10 fjöltyngdum börnum eru tveimur staðalfrávikum frá meðalskilningi á námsorðaforða í bekk. Lesskilningur annarrar kynslóðar innflytjenda er nánast sá sami og fyrstu kynslóðar, sem þýðir að stuðningur í skólum skilar ekki tilætluðum árangri.
Eftir viðtöl við börn, foreldra, sérfræðinga o.fl. hafa hugmyndir verið valdar sem gagnast fjöltyngdum börnum og fjölskyldum þeirra best til að aðlagast íslensku samfélagi og læra íslensku. Lausnirnar eru ólíkar og ná til ólíkra þátta, þar á meðal skólastarfs, tómstunda og heimilislífs. Lausnirnar fara núna í notendaprófanir, ítranir og prótótýpugerð.
Í því ferli mun skýrast hvers eðlis lausnirnar verð, þ.e. hverjar verða stafrænar og hverjar staðbundnar. Þróun og innleiðing mun eiga sér stað fyrri hluta árs 2024. Verkefnið er fjármagnað með styrk frá Bloomberg Philanthropies.
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2024
Stöðulýsing 1. júlí 2025
Verkefninu lauk haustið 2024 og voru niðurstöður og afurðir þess kynntar fyrir haghöfum. Afurðir verkefnisins verða nýttar í Reykjavík og um allt land í gegnum MEMM samstarfsverkefnið Reykjavíkurborgar, Miðstöðvar menntungar og skólaþjónustu og Mennta- og barnamálaráðuneytisins.
Stöðulýsing júní 2025: Þessi aðgerð er hluti af nýrri aðgerðaráætlun menntastefnunnar 2025-2027 og því fer þessi aðgerð út úr Græna planinu undir þessum formerkjum en sértækari verkefni þessu tengt í nýrri áætlun.
Eldri stöðulýsingar
| Tímasetning | Lýsing framvindu | |
| Júlí 2025 |
Verkefninu lauk haustið 2024 og voru niðurstöður og afurðir þess kynntar fyrir haghöfum. Afurðir verkefnisins verða nýttar í Reykjavík og um allt land í gegnum MEMM samstarfsverkefnið Reykjavíkurborgar, Miðstöðvar menntungar og skólaþjónustu og Mennta- og barnamálaráðuneytisins. Stöðulýsing júní 2025: Þessi aðgerð er hluti af nýrri aðgerðaráætlun menntastefnunnar 2025-2027 og því fer þessi aðgerð út úr Græna planinu undir þessum formerkjum en sértækari verkefni þessu tengt í nýrri áætlun. |
Tengdar aðgerðir
Markmið í samfélagsmálum
- 1. Fyrir okkur öll | Græna planið Góð líðan íbúa og að við upplifum að Reykjavík sé fyrir okkur öll.
- 2. Látum draumana rætast | Græna planið Börn og unglingar láta draumana sína rætast.
- 3. Menning og listir verða samofin borgarlífinu | Græna planið Öll hafi jöfn tækifæri til að taka þátt í njóta menningar og lista.
- 4. Íþróttir fyrir öll | Græna planið Flest stundi reglulega íþróttir eða aðra hreyfingu.
- 5. Bætt lýðheilsa | Græna planið Heilsueflandi, sjálfbært og fjölskrúðugt borgarsamfélag.
- 6. Mannréttindi, aukin þátttaka og bætt samtal við íbúa | Græna planið Íbúar fá tækifæri til að vinna með borginni að bættum lífsgæðum.