Græna planið

Græna planið er heildarstefna Reykjavíkurborgar sem dregur upp framtíðarsýn borgarinnar til ársins 2030 og tengir lykilstefnur og áætlanir borgarinnar við þá sýn.

Með áherslu á umhverfi, efnahag og samfélag heldur Græna planið utan um fimmtán lykiláherslur sem virka sem sameiginlegt leiðarljós þvert á svið Reykjavíkurborgar.

Á þessari síðu geturðu lesið þér nánar til um heildarstefnu borgarinnar og helstu aðgerðir henni tengdri, ásamt stöðulýsingu aðgerða.

 

""

Vaxandi borg

Framtíðarsýn í efnahagsmálum.

""

Græn borg

Framtíðarsýn í umhverfis- og loftlagsmálum.

""

Borg fyrir fólk

Framtíðarsýn í samfélagsmálum.

Aðgerðir

""

Loftslagssamningur - Evrópusamstarf um kolefnishlutlausar og snjallar borgir 2030

Markmið verkefnisins er að þátttökuborgirnar, 112 borgir,  verði kolefnishlutlausar og snjallar árið 2030.
Sjá meira
Fjölskylda á göngu niður Laugarveg. Græna planið.

Velferð – Fyrir okkur öll. Rafræn þjónustumiðstöð - fyrsta stopp notanda

Markmiðið er að auka aðgengi, viðbragðsflýti og einfaldleika í velferðarþjónustu. Til að ná því markmiði er sett á laggirnar rafræn þjónustumiðstöð sem verður fyrsti áfangastaður fyrir alla notendur velferðarþjónustu.
Sjá meira
Reykjavík úr lofti

Kynjuð fjárhags- og starfsáætlanagerð

Markmiðið er að samþætta mannréttindastefnu borgarinnar við fjárhags- og starfsáætlunargerð og stuðla þannig að jafnrétti. Stefnt er að betri og réttlátari nýtingu fjármuna með tilliti til ólíkra þarfa borgarbúa.
Sjá meira
Tölvuteiknuð yfirlitsmynd af tillögu um nýtt deiliskipulag við Hlemm.

Hlemmsvæðið

Hlemmur er heill heimur og fjölmargt sem gaman verður að segja frá reglulega. Markmiðið er að gera nýja torgið að svæði fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur.
Sjá meira
Fólksfjöldi á Arnarhóli á hinsegin dögum.

Regnbogavottanir menningarstofnana borgarinnar

Markmiðið er að allar menningarstofnanir borgarinnar verði Regnbogavottaðar fyrir árslok 2022. Borgarsögusafn Reykjavíkur og Listasafn Reykjavíkur hafa hlotið Regnbogavottun og áður Borgarbókasafn Reykjavíkur. 
Sjá meira
Mynd af manni á framkvæmdarsvæði.

Ný kortasjá um uppbyggingu húsnæðis

Til að bæta upplýsingamiðlun um uppbyggingu íbúða í borginni verður gagnvirkt upplýsingakort þróað sem mun sýna hvar verið er að byggja í Reykjavík og hver framtíðar uppbyggingarsvæði eru.
Sjá meira
Loftmynd af Hólmsheiði

Ný atvinnusvæði: Esjumelar, Álfsnes, Hólmsheiði

Undirbúningur og samhæfing áætlana varðandi uppbyggingu innviða er hafin við Veitur. Atvinnusvæðin hafa verið kynnt fyrir fyrirtækjum sem hafa sýnt áhuga á að byggja upp fyrirtæki sín í Reykjavík.
Sjá meira
Yfirlitsmynd yfir snævi þakta miðborg Reykjavíkur.

Húsnæðisáætlun

Húsnæðisáætlun skilgreinir helstu byggingarsvæði í Reykjavík, lóðaúthlutun, fjárframlög til húsnæðismála, samvinnu við húsnæðisfélög sem byggja án hagnaðarsjónarmiða, kaupáform Félagsbústaða og uppbyggingu borgarinnar á félagslegum húsnæðisúrræðum.
Sjá meira

Árangur Græna plansins

Græna planið er metnaðarfull áætlun til að tryggja aukna velmegun fyrir alla borgarbúa til framtíðar, sem einkennist af heilnæmu umhverfi, jöfnum tækifærum, góðri þjónustu og öflugu atvinnulífi sem gengur ekki á náttúruauðlindir.

Fjárfestingum borgarinnar er forgangsraðað í anda framtíðarsýnar Græna plansins og hafa með öðrum aðgerðum áhrif á þróun þjónustu borgarinnar og ákvörðunartöku.

Stoðaðgerðum Græna plansins er ætlað að tryggja að innleiðing þess gangi eftir og að markmið þess og framtíðarsýn verði að veruleika.

Stelpa á leikvelli.

Heildarstefna Reykjavíkurborgar til 2023

Græna planið er heildarstefna Reykjavíkurborgar sem dregur upp framtíðarsýn borgarinnar til ársins 2030 og tengir lykilstefnur og áætlanir borgarinnar við þá sýn.

City of Reykjavík Comprehensive Strategy until 2023

The Green Deal is our strategic plan until 2030 that manifests City of Reykjavik’s vision, linking key city policies and strategies to that vision.

Hafðu samband

Ef þú vilt meiri upplýsingar um Græna planið eða ert með ábendingar getur þú haft samband með því að senda tölvupóst á graenaplanid@reykjavik.is

Umsjón Græna plansins

  • Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara 

  • Ráðhús Reykjavíkur

  • Tjarnargata 11

  • 101 Reykjavík