Græna planið

Græna planið er heildarstefna Reykjavíkurborgar sem dregur upp framtíðarsýn borgarinnar til ársins 2030 og tengir lykilstefnur og áætlanir borgarinnar við þá sýn.
Með áherslu á umhverfi, efnahag og samfélag heldur Græna planið utan um fimmtán lykiláherslur sem virka sem sameiginlegt leiðarljós þvert á svið Reykjavíkurborgar.
Á þessari síðu geturðu lesið þér nánar til um heildarstefnu borgarinnar og helstu aðgerðir henni tengdri, ásamt stöðulýsingu aðgerða.
Aðgerðir

Loftslagssamningur - Evrópusamstarf um kolefnishlutlausar og snjallar borgir 2030

Velferð – Fyrir okkur öll. Rafræn þjónustumiðstöð - fyrsta stopp notanda

Kynjuð fjárhags- og starfsáætlanagerð

Nýr og betri Hlemmur

Regnbogavottanir menningarstofnana borgarinnar

Ný kortasjá um uppbyggingu húsnæðis

Ný atvinnusvæði: Esjumelar, Álfsnes, Hólmsheiði

Húsnæðisáætlun
Árangur Græna plansins
Græna planið er metnaðarfull áætlun til að tryggja aukna velmegun fyrir alla borgarbúa til framtíðar, sem einkennist af heilnæmu umhverfi, jöfnum tækifærum, góðri þjónustu og öflugu atvinnulífi sem gengur ekki á náttúruauðlindir.
Fjárfestingum borgarinnar er forgangsraðað í anda framtíðarsýnar Græna plansins og hafa með öðrum aðgerðum áhrif á þróun þjónustu borgarinnar og ákvörðunartöku.
Stoðaðgerðum Græna plansins er ætlað að tryggja að innleiðing þess gangi eftir og að markmið þess og framtíðarsýn verði að veruleika.

Heildarstefna Reykjavíkurborgar til 2023
Græna planið er heildarstefna Reykjavíkurborgar sem dregur upp framtíðarsýn borgarinnar til ársins 2030 og tengir lykilstefnur og áætlanir borgarinnar við þá sýn.
Aðgerðaráætlun Græna plansins
Hér má finna aðgerðaráætlun Græna plansins og stöðutöku á aðgerðum. Skýrslur Græna plansins taka stöðu á verkefnum og árangri Græna plansins. Áfangaskýrslan er unnin af starfshópi Græna plansins. Skrifstofa borgarstjóra- og borgarritara sér um verkefnastjórn.
Innleiðing Græna plansins
- Fjárfestingaráætlun | Græna planið Byggjum upp vaxandi borg.
- Innlent samstarf | Græna planið Efla samstarf við innlenda aðila.
- Alþjóðlegt samstarf | Græna planið Tækifæri felast í alþjóðlegu samstarfi.
- Mælikvarðar | Græna planið Mælum árangur Græna plansins.
- Stafræn umbreyting þjónustu | Græna planið Stafræn aðlögun á þeirri þjónustu sem borgin sinnir.
- Sviðsmyndir | Græna planið Hvernig borg verður Reykjavík 2035?
Hafðu samband
Ef þú vilt meiri upplýsingar um Græna planið eða ert með ábendingar getur þú haft samband með því að senda tölvupóst á graenaplanid@reykjavik.is
Umsjón Græna plansins
-
Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara
-
Ráðhús Reykjavíkur
-
Tjarnargata 11
-
101 Reykjavík