Græna planið

Teikning af hallgrímskirkju, krana, fólki og samgöngum í Reykjavík

Græna planið er heildarstefna Reykjavíkurborgar sem dregur upp framtíðarsýn borgarinnar til ársins 2030 og tengir lykilstefnur og áætlanir borgarinnar við þá sýn.

Með áherslu á umhverfi, efnahag og samfélag heldur Græna planið utan um fimmtán lykiláherslur sem virka sem sameiginlegt leiðarljós þvert á svið Reykjavíkurborgar.

Á þessari síðu geturðu lesið þér nánar til um heildarstefnu borgarinnar og helstu aðgerðir henni tengdri, ásamt stöðulýsingu aðgerða.

 

Vaxandi

Vaxandi borg

Framtíðarsýn í efnahagsmálum.

Græn

Græn borg

Framtíðarsýn í umhverfis- og loftlagsmálum.

Borg

Borg fyrir fólk

Framtíðarsýn í samfélagsmálum.

Árangur Græna plansins

Græna planið er metnaðarfull áætlun til að tryggja aukna velmegun fyrir alla borgarbúa til framtíðar, sem einkennist af heilnæmu umhverfi, jöfnum tækifærum, góðri þjónustu og öflugu atvinnulífi sem gengur ekki á náttúruauðlindir.

 

Fjárfestingum borgarinnar er forgangsraðað í anda framtíðarsýnar Græna plansins og hafa með öðrum aðgerðum áhrif á þróun þjónustu borgarinnar og ákvörðunartöku.

 

Stoðaðgerðum Græna plansins er ætlað að tryggja að innleiðing þess gangi eftir og að markmið þess og framtíðarsýn verði að veruleika.

Stelpa á leikvelli.

Heildarstefna Reykjavíkurborgar til 2023

Græna planið er heildarstefna Reykjavíkurborgar sem dregur upp framtíðarsýn borgarinnar til ársins 2030 og tengir lykilstefnur og áætlanir borgarinnar við þá sýn.

Hafðu samband

Ef þú vilt meiri upplýsingar um Græna planið eða ert með ábendingar getur þú haft samband með því að senda tölvupóst á graenaplanid@reykjavik.is

Umsjón Græna plansins

  • Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara 

  • Ráðhús Reykjavíkur

  • Tjarnargata 11

  • 101 Reykjavík