Þróunar-og nýsköpunarsjóður skóla- og frístundasviðs
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Haldið verði áfram að úthluta fjármagni til þróunar- og nýsköpunarstarfs vegna innleiðingar menntastefnu. Verkefnum og niðurstöðum þess miðlað á vef menntastefnu, á námskeiðum og fræðslufundum auk þess sem uppskeruhátíð/Menntastefnumót verður haldin vorið 2024. Árin 2022 og 2023 verða haldnar kynningar á þróunarverkefnum á ráðstefnum leikskóla, grunnskóla- og frístundastarfs.
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á fyrri helmingi ársins 2024
Stöðulýsing 1. janúar 2024
Vegna hagræðingar var ekki úthlutað úr þróunar- og nýsköpunarsjóði skóla- og frístundasviðs 2023. Tekin var ákvörðun um að úthlutun fyrir árið 2024 yrði 100 milljónir og yrði allt fjármagn notað í A-hluta umsóknir.
Eldri stöðulýsingar
Tímasetning | Lýsing framvindu | |
Júlí 2023 |
Vegna hagræðingar var ekki úthlutað úr þróunar- og nýsköpunarsjóði skóla- og frístundasviðs á vorönn 2023. |
|
Janúar 2023 | Verkefnið er í vinnslu og var gengið frá úthlutun fyrir styrki á haustönn 2022. Allar upplýsingar um sjóðinn og verkefni sem unnin hafa verið er að finna á https://menntastefna.is/throunarsjodur. | |
Júlí 2022 | Afrakstur sviðsmyndagreiningarinnar eru fjórar ólíkar en kraftmiklar sviðsmyndir. Sviðsmyndir eru gagnadrifnar sögur um framtíðina til að taka í dag betri ákvarðanir um framtíðina. Þetta er tilraun til að notast við skipulagða aðferð til að sjá fyrir sér mögulega framtíð og setja fram kenningar um framtíðarmöguleika. Sviðsmyndirnar eru ekki spá um líklegustu framtíðarborgina heldur tæki til þess að máta áætlanir og markmið okkar við aðstæður sem gætu komið upp. Með sviðsmyndirnar í huga getum við gert áform okkar traustari og okkur tilbúnari til að ná okkar markmiðum. |
Tengdar aðgerðir
Markmið í samfélagsmálum
- 1. Fyrir okkur öll | Græna planið Góð líðan íbúa og að við upplifum að Reykjavík sé fyrir okkur öll.
- 2. Látum draumana rætast | Græna planið Börn og unglingar láta draumana sína rætast.
- 3. Menning og listir verða samofin borgarlífinu | Græna planið Öll hafi jöfn tækifæri til að taka þátt í njóta menningar og lista.
- 4. Íþróttir fyrir öll | Græna planið Flest stundi reglulega íþróttir eða aðra hreyfingu.
- 5. Bætt lýðheilsa | Græna planið Heilsueflandi, sjálfbært og fjölskrúðugt borgarsamfélag.
- 6. Mannréttindi, aukin þátttaka og bætt samtal við íbúa | Græna planið Íbúar fá tækifæri til að vinna með borginni að bættum lífsgæðum.