2. Látum draumana rætast
Borg fyrir fólk
Markmið Græna plansins í samfélagsmálum
Markmið Reykjavíkurborgar er að í kraftmiklu skóla- og frístundastarfi öðlast börn og unglingar menntun og reynslu til að láta drauma sína rætast og hafa jákvæð áhrif á umhverfi og samfélag.
Menntastefna Reykjavíkurborgar hvetur okkur til að þróa skóla- og frístundastarf í skapandi lærdómssamfélag sem mætir þörfum 21. aldarinnar. Um leið er henni ætlað að mæta þeim áskorunum er felast í stöðugum umhverfis, samfélags- og tæknibreytingum.
Leiðarljós stefnu frístundaþjónustu er að bjóða upp á fjölbreytta og heilsueflandi frístundaþjónustu sem hvetur til virkrar þátttöku, sköpunar og betra samfélags.
- Börn öðlast sterka sjálfsmynd, góða félagsfærni, trú á eigin getu og ná árangri
- Börnin lesa sér til gagns og gamans, afla sér þekkingar og öðlast skilning á samfélagi og náttúru. Þau sýna frumkvæði, skapandi og gagnrýna hugsun og tileinka sér heilbrigðan lífsstíl
- Börn vaxa, dafna og una sér saman í lýðræðislegu samfélagi sem einkennist af mannréttindum og virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífs. Þau hafa áhrif á nám sitt, líðan og umhverfi
- Í skóla- og frístundastarfi borgarinnar starfar framsækið starfsfólk sem rýnir eigin starfsaðferðir, vinnur saman að sameiginlegum markmiðum og tileinkar sér nýja starfs- og kennsluhætti
- Uppeldi og menntun barna og unglinga er samfélagslegt verkefni. Fjölskyldur barna í skóla- og frístundastarfi eru mikilvægir samstarfsaðilar þeirra sem þar starfa og deila með þeim ábyrgð á menntun og uppeldi
Aðgerðir
Markmið í samfélagsmálum
- 1. Fyrir okkur öll | Græna planið Góð líðan íbúa og að við upplifum að Reykjavík sé fyrir okkur öll.
- 2. Látum draumana rætast | Græna planið Börn og unglingar láta draumana sína rætast.
- 3. Menning og listir verða samofin borgarlífinu | Græna planið Öll hafi jöfn tækifæri til að taka þátt í njóta menningar og lista.
- 4. Íþróttir fyrir öll | Græna planið Flest stundi reglulega íþróttir eða aðra hreyfingu.
- 5. Bætt lýðheilsa | Græna planið Heilsueflandi, sjálfbært og fjölskrúðugt borgarsamfélag.
- 6. Mannréttindi, aukin þátttaka og bætt samtal við íbúa | Græna planið Íbúar fá tækifæri til að vinna með borginni að bættum lífsgæðum.