Starfsþróun um mál og læsi
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Boðið upp á fjölbreytt námskeið, fræðslu, handleiðslu og stuðning við starfsfólk í skóla- og frístundastarfi. Áhersla verði á fjölbreytta nálgun sem byggir á kennslu- og vinnuaðferðum sem sýnt hefur verið með rannsóknum að skili árangri í vinnu með málþroska og læsi. Sérstök áhersla verði lögð á fræðslu til ófaglærðra og starfsfólks af erlendum uppruna.
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2023
Stöðulýsing 1. janúar 2024
Aðgerð lokið. Mikill fjöldi námskeiða í gangi. Komið í markvissa framkvæmd og tekið úr aðgerðaáætlun Græna plansins.
Eldri stöðulýsingar
Tímasetning | Lýsing framvindu | |
Júlí 2023 |
Nýliðanámskeið fyrir leikskóla, aðferðir sem styðja við málþroska og læsi í daglegu starfi Námskeið voru haldin fyrir hjúkrunarfræðinga í ung- og smábarnavernd um málþroska og fjöltyngi í samvinnu við Heyrnar- og talmeinastöð. Eftirfarandi námskeið voru haldin og mörg keyrð oftar en einu sinni á tímabilinu: Hagnýtar aðferðir til að efla orðaforða þvert á námsgreinar, Gagnvirkur lestur, Byrjendalæsissmiðjur, Námskeið um stöðumat, Milli mála námskeið, Brú milli landa, Árangursrík kennsla og velfarnaður í margbreytilegum bekk, Fjármálalæsi og Frístundalæsi. Frístundalæsi er verkefni sem frístundahluti fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs hefur haldið utan um og stutt við frá árinu 2018. Opnaður hefur verið vefurinn Frístundalæsi en í gegnum það er lögð áhersla á reynslunám barna og að virkja þátttöku þeirra og áhuga í gegnum leik og samskipti. Fjölmörg frístundaheimili byggja á aðferðum frístundalæsis og í gegnum Torgið, rafrænan fræðsluvettvang verður Frístundalæsi gert að skyldufræðslu fyrir alla nýliða. |
|
Janúar 2023 | Aðgerðin er í stöðugri vinnslu, fjölbreytt námskeið, lærdómssamfélög og ráðgjöf í boði sjá nánar https://mml.reykjavik.is. | |
Júlí 2022 | Ný framkvæmdaáætlun unnin, afgreidd og sett í farveg. Um er að ræða áframhaldandi verkefni sem verður í gangi árin 2022-2024. Til að fylgjast með framvindu er stöðumat gert tvisvar á ári, um áramót og í lok júní. |
Tengdar aðgerðir
Markmið í samfélagsmálum
- 1. Fyrir okkur öll | Græna planið Góð líðan íbúa og að við upplifum að Reykjavík sé fyrir okkur öll.
- 2. Látum draumana rætast | Græna planið Börn og unglingar láta draumana sína rætast.
- 3. Menning og listir verða samofin borgarlífinu | Græna planið Öll hafi jöfn tækifæri til að taka þátt í njóta menningar og lista.
- 4. Íþróttir fyrir öll | Græna planið Flest stundi reglulega íþróttir eða aðra hreyfingu.
- 5. Bætt lýðheilsa | Græna planið Heilsueflandi, sjálfbært og fjölskrúðugt borgarsamfélag.
- 6. Mannréttindi, aukin þátttaka og bætt samtal við íbúa | Græna planið Íbúar fá tækifæri til að vinna með borginni að bættum lífsgæðum.