Draga úr kolefnisspori - Innleiðing grænskjáa í grunnskólum
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Hluti af samstarfsverkefninu Vitundarvakning um loftslagsmál í grunnskólum er verkefnið Grænskjáir. Það snýst um að hanna og þróa hina svokölluðu Grænskjái, upplýsingaskjái í grunnskólum sem miðla gögnum, þekkingu og fræðslu um umhverfismál tiltekins skóla fyrir alla til að lesa og greina. Upplýsingar eru settar fram um kolefnislosun skólans ásamt undirliggjandi orsökum hennar, til dæmis rafmagnsnotkun, samgöngur og úrgangsmyndun.
Ávinningur verkefnisins er margþættur en lítur einna helst að styrkingu skólabarna í gagnadrifnu umhverfislæsi og getu þeirra til að hugsa um loftslags- og umhverfismál á gagnrýninn, upplýstan, og skýran hátt. Samstarfsaðilar í Grænskjáaverkefninu eru Reykjavíkurborg, Klappir-grænar lausnir, náttúruverndarsamtökin Landvernd, Sorpa, Faxaflóahafnir, slóvenski mælaframleiðandinn Iskraemeco og grunnskólar í Ljubljana, höfuðborg Slóveníu.
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2024
Stöðulýsing 1. janúar 2024
Hætt var við að setja upp grænskjái í skólum og miðað við að notaðar séu spjaldtölvur. Gert ráð fyrir að hannað verði sérstakt viðmót fyrir grænskjái, það verkefni fer í gang þegar það verður fjármagnað
Eldri stöðulýsingar
Tímasetning | Lýsing framvindu | |
Júlí 2023 |
Búið er að opna kerfið fyrir starfsmönnum Reykjavíkurborgar og tryggja aðgang að hrágögnum. Hætt var við að setja upp grænskjái í skólum og miðað við að notaðar séu spjaldtölvur. Gert ráð fyrir að hannað verði sérstakt viðmót fyrir grænskjái, það verkefni fer í gang þegar það verður fjármagnað. Haldin var ráðstefna/viðburður fyrir kennara um loftslagsmál í febrúar með þátttöku barna og ungmenna. |
|
Janúar 2023 | Búið er að opna kerfið fyrir starfsmönnum Reykjavíkurborgar og tryggja aðgang að hrágögnum. Hætt var við að setja upp grænskjái í skólum og miðað við að notaðar séu spjaldtölvur. Gert er ráð fyrir að hannað verði sérstakt viðmót fyrir grænskjái en það verkefni er ekki hafið þar sem ekki hefur fengist fjármagn í það. Enn á eftir að kynna verkefnið markvisst og innleiða í grunnskólum. | |
Júlí 2022 | Ný framkvæmdaáætlun unnin, afgreidd og sett í farveg. Um er að ræða áframhaldandi verkefni sem verður í gangi árin 2022-2024. Til að fylgjast með framvindu er stöðumat gert tvisvar á ári, um áramót og í lok júní. |
Tengdar aðgerðir
Markmið í samfélagsmálum
- 1. Fyrir okkur öll | Græna planið Góð líðan íbúa og að við upplifum að Reykjavík sé fyrir okkur öll.
- 2. Látum draumana rætast | Græna planið Börn og unglingar láta draumana sína rætast.
- 3. Menning og listir verða samofin borgarlífinu | Græna planið Öll hafi jöfn tækifæri til að taka þátt í njóta menningar og lista.
- 4. Íþróttir fyrir öll | Græna planið Flest stundi reglulega íþróttir eða aðra hreyfingu.
- 5. Bætt lýðheilsa | Græna planið Heilsueflandi, sjálfbært og fjölskrúðugt borgarsamfélag.
- 6. Mannréttindi, aukin þátttaka og bætt samtal við íbúa | Græna planið Íbúar fá tækifæri til að vinna með borginni að bættum lífsgæðum.