Aukið aðgengi að búnaði fyrir starfsfólk og börn í skóla- og frístundastarfi
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Ný framkvæmdaáætlun unnin, afgreidd og sett í farveg. Um er að ræða áframhaldandi verkefni sem verður í gangi árin 2022-2024. Til að fylgjast með framvindu er stöðumat gert tvisvar á ári, um áramót og í lok júní.
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2023
Stöðulýsing 1. janúar 2024
Aðgerð lokið. Búið að afhenda allan búnað í 5.-10. bekk skv. viðmiðum Stafrænu gróskunnar og bekkjarsett fyrir nemendur í 1.-4. bekk, fjöldi miðaður við stærsta árganginn. Starfsþróun og ráðgjöf við nýtingu búnaðar í skólum í fullum gangi.
Eldri stöðulýsingar
Tímasetning | Lýsing framvindu | |
Júlí 2023 |
Búið að afhenda allan búnað í 5.-10. bekk skv. viðmiðum Stafrænu gróskunnar. Starfsþróun og ráðgjöf við nýtingu búnaðar í skólum í fullum gangi. |
|
Janúar 2023 | Búið að afhenda allan búnað í 5.-10. bekk samkvæmt viðmiðum Stafrænu gróskunnar. Unnið að eflingu Búnaðarbankans og tengdra þróunarverkefna um skapandi og framsækna tækni. | |
Júlí 2022 | Afrakstur sviðsmyndagreiningarinnar eru fjórar ólíkar en kraftmiklar sviðsmyndir. Sviðsmyndir eru gagnadrifnar sögur um framtíðina til að taka í dag betri ákvarðanir um framtíðina. Þetta er tilraun til að notast við skipulagða aðferð til að sjá fyrir sér mögulega framtíð og setja fram kenningar um framtíðarmöguleika. Sviðsmyndirnar eru ekki spá um líklegustu framtíðarborgina heldur tæki til þess að máta áætlanir og markmið okkar við aðstæður sem gætu komið upp. Með sviðsmyndirnar í huga getum við gert áform okkar traustari og okkur tilbúnari til að ná okkar markmiðum. |
Tengdar aðgerðir
Markmið í samfélagsmálum
- 1. Fyrir okkur öll | Græna planið Góð líðan íbúa og að við upplifum að Reykjavík sé fyrir okkur öll.
- 2. Látum draumana rætast | Græna planið Börn og unglingar láta draumana sína rætast.
- 3. Menning og listir verða samofin borgarlífinu | Græna planið Öll hafi jöfn tækifæri til að taka þátt í njóta menningar og lista.
- 4. Íþróttir fyrir öll | Græna planið Flest stundi reglulega íþróttir eða aðra hreyfingu.
- 5. Bætt lýðheilsa | Græna planið Heilsueflandi, sjálfbært og fjölskrúðugt borgarsamfélag.
- 6. Mannréttindi, aukin þátttaka og bætt samtal við íbúa | Græna planið Íbúar fá tækifæri til að vinna með borginni að bættum lífsgæðum.