Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Markmiðið er að öll börn hafi rödd í lýðræðislegu ákvörðunarferli, ekki síst þau þau börn sem tilheyra minnihlutahópum. Áhersla verði lögð á að börn fái tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri um ákvarðanir sem þau varðar í skóla- og frístundastarfi. Mótuð verði viðmið um val á börnum til þátttöku til að tryggja fjölbreytileika.
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2023
Stöðulýsing 1. janúar 2024
Aðgerð lokið. 26 starfsstaðir skóla- og frístundasviðs hafa lokið innleiðingu á Réttindaskóla/Réttindafrístund. Áform um fjölgun um átta starfsstaði skólaárið 2023-2024. Sex leikskólar eru langt komnir í ferli við að verða Réttindaleikskólar. Komið í markvissa framkvæmd og tekið út úr aðgerðaáætlun Græna plansins.
Eldri stöðulýsingar
Tímasetning | Lýsing framvindu | |
Júlí 2023 |
26 starfsstaðir skóla- og frístundasviðs hafa lokið innleiðingu á Réttindaskóla/Réttindafrístund. Áform um fjölgun um 8 starfsstaði skólaárið 2023-2024. |
|
Janúar 2023 | Innleiðing Réttindaskóla og Réttindafrístundar hófst í fimm skólum haustið 2022, Breiðagerðisskóla, Fossvogsskóla, Hvassaleitisskóla, Réttarholtsskóla og Víkurskóla. Frístundaheimilunum Sólbúum, Neðstalandi og Krakkakoti og félagsmiðstöðvarnar Bústaðir og Tónabæ. SP og SV eru að fara í samtal við fjóra skóla, frístundaheimila og félagsmiðstöðvar í Grafarvogi um næstu innleiðingu. Unnið er að gerð fræðsluefnis fyrir leikskóla í samstarfi við Unicef og að þróunarverkefni um innleiðingu réttindaleikskóla í samstarfi Menntavísindasviðs HÍ og nokkurra leikskóla. | |
Júlí 2022 | Ný framkvæmdaáætlun unnin, afgreidd og sett í farveg. Um er að ræða áframhaldandi verkefni sem verður í gangi árin 2022-2024. Til að fylgjast með framvindu er stöðumat gert tvisvar á ári, um áramót og í lok júní. |
Tengdar aðgerðir
Markmið í samfélagsmálum
- 1. Fyrir okkur öll | Græna planið Góð líðan íbúa og að við upplifum að Reykjavík sé fyrir okkur öll.
- 2. Látum draumana rætast | Græna planið Börn og unglingar láta draumana sína rætast.
- 3. Menning og listir verða samofin borgarlífinu | Græna planið Öll hafi jöfn tækifæri til að taka þátt í njóta menningar og lista.
- 4. Íþróttir fyrir öll | Græna planið Flest stundi reglulega íþróttir eða aðra hreyfingu.
- 5. Bætt lýðheilsa | Græna planið Heilsueflandi, sjálfbært og fjölskrúðugt borgarsamfélag.
- 6. Mannréttindi, aukin þátttaka og bætt samtal við íbúa | Græna planið Íbúar fá tækifæri til að vinna með borginni að bættum lífsgæðum.