6. Mannréttindi, aukin þátttaka og bætt samtal við íbúa
Borg fyrir fólk
Markmið Græna plansins í samfélagsmálum.
Markmið Reykjavíkurborgar í mannréttinda- og lýðræðismálum er inngilding og að íbúar hafi tækifæri til þess að vinna með borginni að bættum lífsgæðum í umhverfi sínu.
- Borgarbúum er ekki mismunað vegna uppruna, þjóðernis, stéttar, tungumáls, litarháttar, trúarbragða, lífs- og stjórnmálaskoðana, trúleysis, kyns, kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar, kyneinkenna, aldurs, fötlunar, holdafars, líkamsgerðar, heilsufars, atgervis eða annarrar stöðu
- Reykjavíkurborg hefur jafnræði borgaranna, öryggi og mannréttindi að leiðarljósi í öllu starfi, vinnur gegn margþættri mismunun og leggur áherslu á heildstæða sýn í þágu borgarbúa
- Reykjavíkurborg hvetur til lýðræðislegrar þátttöku íbúa og styður við fjölbreyttar leiðir þeirra til að hafa áhrif á nærsamfélag sitt, ákvarðanatöku og stjórnun sveitarfélagsins
- Lýðræðisferlar eru virkir út frá hringrás lýðræðislegra vinnubragða um að hlusta, rýna, breyta og miðla þar sem reglulegt gagnvirkt samtal við íbúa og hagsmunaaðila á sér stað. Þess er gætt að ná til alls konar fólks og fjölbreyttra hópa
- Aðgengi allra borgarbúa að kosningum er tryggt með góðu aðgengi og auðskildu efni
- Reykjavíkurborg vinnur að stafrænni umbreytingu sem auðveldar aðgengi að upplýsingum til allra hópa og gefur þeim rödd
Aðgerðir sem heyra undir markmiðið
Heiti aðgerðar | Staða | Verklok | Uppfært | Svið |
---|---|---|---|---|
Hverfið mitt | Í vinnslu | 2023 | Janúar 2024 | Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Umhverfis- og skipulagssvið |
Regnbogavottun Reykjavíkur | Í vinnslu | Viðvarandi | Janúar 2024 | Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa |
Aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi 2022-2024 | Í vinnslu | 2024 | Janúar 2024 | Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa |
Inngilding, innflytjendur og uppruni | Í vinnslu | Viðvarandi | Janúar 2024 | Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa |
Aðgengi og fatlað fólk | Í vinnslu | Viðvarandi | Janúar 2024 | Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa |
Framboð upplýsinga á ensku | Í vinnslu | 2023 | Janúar 2024 | Velferðarsvið Þjónustu- og nýsköpunarsvið |
Markmið
- 1. Fyrir okkur öll | Græna planið Góð líðan íbúa og að við upplifum að Reykjavík sé fyrir okkur öll.
- 2. Látum draumana rætast | Græna planið Börn og unglingar láta draumana sína rætast.
- 3. Menning og listir verða samofin borgarlífinu | Græna planið Öll hafi jöfn tækifæri til að taka þátt í njóta menningar og lista.
- 4. Íþróttir fyrir öll | Græna planið Flest stundi reglulega íþróttir eða aðra hreyfingu.
- 5. Bætt lýðheilsa | Græna planið Heilsueflandi, sjálfbært og fjölskrúðugt borgarsamfélag.
- 6. Mannréttindi, aukin þátttaka og bætt samtal við íbúa | Græna planið Íbúar fá tækifæri til að vinna með borginni að bættum lífsgæðum.