Menningarnámskrá Reykjavíkurborgar
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Unnin verði menningarnámskrá Reykjavíkurborgar þar sem sett verða fram viðmið um menningar- og listþátttöku barna í skóla- og frístundastarfi og helstu vörður um þau menningartilboð sem boðið er upp á fyrir börn á hverju aldursskeiði.
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2024
Stöðulýsing 1. júlí 2025
Stöðulýsing í árslok 2024: Rýni á Uppsprettu vef og framboði menningarviðburða fyrir börn hjá menningarstofnunum hafin. Stefnt að því að nota reynslu frá menningartenglum í grunnskólum við mótun á menningarvörðum.
Stöðulýsing í júnílok 2025: Aðgerðin var hluti af almennum aðgerðum menntastefnu frá 2022-2024. Þessi aðgerð er hluti af nýrri aðgerðaráætlun menntastefnunnar 2025-2027 og því fer þessi aðgerð út úr Græna planinu undir þessum formerkjum en sértækari verkefni þessu tengt í nýrri áætlun.
Eldri stöðulýsingar
| Tímasetning | Lýsing framvindu | |
| Janúar 2024 | Aðgerð lokið. Stjórn stofunnar tók til starfa haustið 2022. Búið að opna vefsíðu Nýsköpunarstofu https://nyskopunarstofa.hi.is/is Stofan stóð fyrir viðburði í nýsköpunarviku með þátttöku innlendra og erlendra sérfræðinga. Komið í markvissa framkvæmd og tekið úr aðgerðaáætlun Græna plansins. | |
| Júlí 2023 |
Framundan eru fundir með Listaháskóla og verkefnisins List fyrir alla þar sem óskað verður eftir samstarfi um gerð menningardagskrár og menningartengla í skólum. |
|
| Janúar 2023 | Framundan eru fundir með Listaháskóla og verkefnisins List fyrir alla þar sem óskað verður eftir samstarfi um gerð menningardagskrár og menningartengla í skólum. | |
| Júlí 2022 | Ný framkvæmdaáætlun unnin, afgreidd og sett í farveg. Um er að ræða áframhaldandi verkefni sem verður í gangi árin 2022-2024. Til að fylgjast með framvindu er stöðumat gert tvisvar á ári, um áramót og í lok júní. |
Tengdar aðgerðir
Markmið í samfélagsmálum
- 1. Fyrir okkur öll | Græna planið Góð líðan íbúa og að við upplifum að Reykjavík sé fyrir okkur öll.
- 2. Látum draumana rætast | Græna planið Börn og unglingar láta draumana sýna rætast.
- 3. Menning og listir verða samofin borgarlífinu | Græna planið Öll hafi jöfn tækifæri til að taka þátt í njóta menningar og lista.
- 4. Íþróttir fyrir öll | Græna planið Flest stundi reglulega íþróttir eða aðra hreyfingu.
- 5. Bætt lýðheilsa | Græna planið Heilsueflandi, sjálfbært og fjölskrúðugt borgarsamfélag.
- 6. Mannréttindi, aukin þátttaka og bætt samtal við íbúa | Græna planið Íbúar fá tækifæri til að vinna með borginni að bættum lífsgæðum.