5. Bætt lýðheilsa

Borg fyrir fólk

Markmið Græna plansins í samfélagsmálum.

Markmið Reykjavíkurborgar á sviði lýðheilsu er að skapa heilsueflandi, sjálfbært og fjölskrúðugt borgarsamfélag sem stuðlar að öryggi, jöfnuði, virkri þátttöku og vellíðan allra í heilsuborginni Reykjavík.

  • Í Reykjavík er umhverfi til að auka jöfnuð, heilsu og hamingju þannig að allir borgarbúar fá tækifæri til að búa við góða heilsu og góð lífsgæði
  • Einstaklingum og fjölskyldum er gert kleift að takast á við samfélagslegar, líkamlegar og tilfinningalegar áskoranir
  • Áhersla er lögð á jákvæða virkni barna sem stuðlar að vellíðan, aukinni færni og árangri
  • Forvörnum sem miða að valdeflingu, virkni og trú á eigin getu og árangri er beitt á öllum æviskeiðum
  • Sérstaklega er hugað að geðheilsu og andlegri líðan s.s. einmanaleika og kvíða
  • Stutt er við hreyfingu með fjölbreyttum ferðavenjum, uppbyggðum útivistarsvæðum og íþróttamannvirkjum, aðlaðandi borgarrýmum og góðu aðgengi að grænum svæðum