Heilsueflandi skóla- og frístundastarf
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Markmiðið er að allir leik- og grunnskólar og frístundaheimili og félagsmiðstöðvar verði heilsueflandi starfsstaðir, unnið í samstarfi við Embætti landlæknis. Sérstaklega verður hugað að þáttum sem tengjast andlegri líðan með markvissum aðgerðum og lögð áhersla á notkun gátlista vegna geðræktar. Unnið að samstarfi við Geðhjálp í tengslum við fræðslu í skólum og dreifingu á Geðdagatalinu til starfsfólks.
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2025
Stöðulýsing 1. júlí 2025
Stöðulýsing í árslok 2024: Fræðsla um heilsueflandi grunnskóla var haldin á sumarsmiðjum grunnskólakennara í ágúst 2024. Samkvæmt skráningu hjá Embætti Landlæknis eru 30 grunnskólar og 37 leikskólar borgarinnar skráðir Heilsueflandi skólar. Samþykkt var í skóla- og frístundaráði og borgarráði að fara í þriggja ára tilraunaverkefni á unglingastigi að seinka byrjun skóladags. Á grunni þess var ákveðið að skóladagur unglinga hæfist í fyrsta lagi kl. 08:50 frá hausti 2024. Önnur útfærsla fer fram í hverjum skóla eins og hentar best á hverjum stað fyrir sig.
Stöðulýsing júní 2025: Aðgerðin var hluti af almennum aðgerðum menntastefnu frá 2022-2024. Nýjar aðgerðir koma inn frá júlí 2025 á grunni nýrrar aðgerðaráætlunar menntastefnunnar 2025-2027 og því fer þessi aðgerð út úr Græna planinu. Eftirfylgni með þessu verkefni verður áfram hjá Lýðheilsu- og forvarnarteymi SFS og kynnt árlega fyrir framkvæmdastjórn SFS.
Eldri stöðulýsingar
| Tímasetning | Lýsing framvindu | |
| Janúar 2024 | Heilsueflandi grunnskólar eru 27 talsins sem eru 73% grunnskóla og leikskólarnir eru 36 sem er um helmingur allra borgararekinna leikskóla. 86% félagsmiðstöðva eru að vinna með gátlista um heilsueflandi frístundaheimili/félagsmiðstöðvar. Samþykkt var í borgarráði að seinka byrjun skóladags og fela skóla- og frístundasviði útfærslu verkefnisins. | |
| Júlí 2023 |
Innlegg um heilsueflandi skólastarf á grunnskólastjórafundi í lok árs 2022 og yfir 70% grunnskóla orðnir heilsueflandi. Eitthvað lægra hlutfall leikskóla. Í vinnslu er forvarnaráætlun út frá forvarnar- og lýðheilsustefnu. Hjólaverkefni, námskeið á vegum MÚÚ á vorönn 2023 og öryggisverkferli um hjólaferðir hefur verið bætt við öryggisverkferla í barnastarfi frístundamiðstöðva. Unnin var svefnrannsókn með þátttöku eins grunnskóla sem seinkaði skólabyrjun í unglingadeild til 9:10 og viðmiðunarskóla með og án fræðslu. Niðurstöður rannsóknar hafa verið kynntar, starfshópur settur af stað til að vinna með hugmynd að haust 2024 hafi allir skólar seinkað skólabyrjun hjá unglingum í borginni. Ráðinn starfsmaður sem hefur farið á fjölda starfsstöðva til að fræða og innleiða gleði, hamingju og bjartsýni. Verkefni formlega lokið. Stefnt á að fylgja eftir því sem ávannst með því að tengja saman þær starfsstöðvar sem tóku þátt í verkefninu. |
|
| Janúar 2023 | Innlegg um heilsueflandi skólastarf var haldið á grunnskólastjórafundi 4. október 2022. Yfir 70% grunnskóla eru skilgreindir sem heilsueflandi og er unnið að því að hækka hlutfall heilsueflandi leikskóla. | |
| Janúar 2022 | Ný framkvæmdaáætlun unnin, afgreidd og sett í farveg. Um er að ræða áframhaldandi verkefni sem verður í gangi árin 2022-2024. Til að fylgjast með framvindu er stöðumat gert tvisvar á ári, um áramót og í lok júní. |
Tengdar aðgerðir
Markmið í samfélagsmálum
- 1. Fyrir okkur öll | Græna planið Góð líðan íbúa og að við upplifum að Reykjavík sé fyrir okkur öll.
- 2. Látum draumana rætast | Græna planið Börn og unglingar láta draumana sína rætast.
- 3. Menning og listir verða samofin borgarlífinu | Græna planið Öll hafi jöfn tækifæri til að taka þátt í njóta menningar og lista.
- 4. Íþróttir fyrir öll | Græna planið Flest stundi reglulega íþróttir eða aðra hreyfingu.
- 5. Bætt lýðheilsa | Græna planið Heilsueflandi, sjálfbært og fjölskrúðugt borgarsamfélag.
- 6. Mannréttindi, aukin þátttaka og bætt samtal við íbúa | Græna planið Íbúar fá tækifæri til að vinna með borginni að bættum lífsgæðum.