Ráðgjöf og starfsþróun fyrir starfsfólk skóla- og frístundastarfs

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Aukin kennslufræðileg ráðgjöf, samráð og fjölbreytt starfsþróun. Nú þegar hefur vefsíða verkefnisins www.gskolar.is, upplýsingasíða fyrir starfsfólk, nemendur og foreldra verið sett í loftið. Þar er meðal annars að finna upplýsingar um vél- og hugbúnað, stafræna skólaumhverfið í Google Workspace for Education Plus og alla helstu fræðslu fyrir foreldra varðandi persónuvernd á íslensku, ensku og pólsku. Skólar fengu margvíslegt stuðningsefni til afnota, s.s. leiðarlykil um tilgang verkefnis, búnað, skipulag, starfsþróun og stafræna hæfni skólans. Eins var unninn ítarlegur gátlisti með efni um afhendingu búnaðar með kynningarefni fyrir starfsfólk skóla, nemendur og foreldra. Skólarnir fengu einnig aðgang að evrópska matstækinu SELFIE fyrir skóla þar sem stjórnendur, kennarar og nemendur bregðast við stuttum spurningum eða fullyrðingum sem snúa að sex mismunandi áhersluþáttum er tengjast notkun stafrænnar tækni. Þýðing og prófun á SELFIE var unnin af NýMið í samstarfi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Haldnir voru fjölmargir upplýsinga-, fræðslu- og samráðsfundir þar sem gróskutengiliðum skóla og skólastjórnendum var boðin þátttaka og fréttamolar voru sendir út reglulega.

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2024

Staða: Í vinnslu

Stöðulýsing 1. janúar 2024

Framboð á starfsþróun hefur verið aukið mikið í tengslum við Grósku-verkefnið sem lauk í árslok 2023. Ljóst er að draga mun úr umfangi kennslufræðilegrar áherslu við það. Engu að síður er fjölbreytt samstarf í gangi, nýtt fræðsluefni hefur verið búið til,  virkir spjallhópar á neti, fræðslufundir og hverfasamráð með Grósku-tengiliðum grunnskóla. Lærdómssamfélag leikskóla í gangi og faglegt samstarf við  MVS-HÍ aukist mikið. Gangsett voru stór evrópuverkefni í samstarfi við grunnskóla.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
  Tímasetning Lýsing framvindu
  Júlí 2023

Framboð á starfsþróun hefur verið aukið mikið. Mixtúra stóð fyrir um 160 viðburðum fyrir 2.300 þátttakendur skólaárið 2022 - 2023. Nýtt fræðsluefni hefur verið búið til, einkum fyrir Stafrænu skólastofuna. Aukið samstarf og samtal, virkir spjallhópar á neti, fræðslufundir og hverfasamráð með Grósku-tengiliðum grunnskóla. Lærdómssamfélag leikskóla stofnað. Boðið upp á fræðsluerindi með samtali og opin hús í Mixtúru tengd ákveðnum viðfangsefnum. Faglegt samstarf við MVS-HÍ aukist mikið. Odda-verkefni hófst haustið 2022 þar sem fjórir starfsmenn úr grunnskólum og frístundastarfi vinna 20% í Mixtúru og kennarar í námsleyfum koma að afmarkaðri verkefnavinnu í Mixtúru sem tengist námi þeirra.

  Janúar 2023   Verkefnið er í stöðugri vinnslu. Framboð á starfsþróun hefur aukist mikið. Mixtúra, sköpunar og upplýsingatækniver skóla- og frístundasviðs sem staðsett er á Menntavísindasviði HÍ, stóð fyrir um 160 viðburðum fyrir 2.300 þátttakendur árið 2023. Nýtt fræðsluefni hefur einnig verið búið til (einkum fyrir Stafrænu skólastofuna).
  Júlí 2022 Ný framkvæmdaáætlun unnin, afgreidd og sett í farveg. Um er að ræða áframhaldandi verkefni sem verður í gangi árin 2022-2024. Til að fylgjast með framvindu er stöðumat gert tvisvar á ári, um áramót og í lok júní. 

 

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

 

Svið innan Reykjavíkurborgar:

 

Tengdar aðgerðir

Taflan hér fyrir neðan inniheldur þær aðgerðir sem tengjast þessari aðgerð og hægt er að nálgast frekari upplýsingar með því að smella á "heiti aðgerðar" í töflunni (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
Heiti aðgerðar Verklok Svið
Fræðsla og ráðgjöf um loftslagsmál og umhverfi
fyrir starfsfólk í skóla- og frístundastarfi​
2024 Skóla- og frístundasvið
Draga úr kolefnisspori - Innleiðing grænskjáa í grunnskólum 2024 Skóla- og frístundasvið
Aukið aðgengi að búnaði fyrir starfsfólk og börn í skóla- og frístundastarfi 2023 Skóla- og frístundasvið
Ráðgjöf og starfsþróun fyrir starfsfólk skóla- og frístundastarfs 2024 Skóla- og frístundasvið
Heilsueflandi skóla- og frístundastarf 2025 Skóla- og frístundasvið
Vitundarvakning um kynheilbrigði 2024 Skóla- og frístundasvið
Raddir barna í ákvörðunum sem þau varða 2023 Skóla- og frístundasvið
Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna 2023 Skóla- og frístundasvið
Innleiðing farsældarlaga 2025 Skóla- og frístundasvið
Úthlutun fjármagns í leikskólum og frístundastarfi 2025 Skóla- og frístundasvið
Samstarf við Menntavísindasvið HÍ 2022 Skóla- og frístundasvið
Þróunar-og nýsköpunarsjóður skóla- og frístundasviðs 2024 Skóla- og frístundasvið
Stefna um byggingar fyrir skóla- og frístundastarf 2023 Skóla- og frístundasvið
Umhverfis- og skipulagssvið
Samnýting á skóla- og frístundahúsnæði 2024 Skóla- og frístundasvið
Velferðarsvið
Starfsþróun um mál og læsi 2023 Skóla- og frístundasvið
Aukið menningarnæmi og menningarlæsi 2023 Skóla- og frístundasvið
Regnbogavottun í skóla- og frístundastarfi 2025 Skóla- og frístundasvið
Nýsköpunarstofa menntunar 2023 Skóla- og frístundasvið
Menningarnámskrá Reykjavíkurborgar 2024 Skóla- og frístundasvið