Vitundarvakning um kynheilbrigði
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Efla getu kennara á öllum skólastigum til að kenna kynfræðslu og fjalla um kynheilbrigði. Samstarf hjúkrunarfræðinga, skólaþjónustu og Jafnréttisskóla Reykjavíkur. Hvetja fleiri skóla/félagsmiðstöðvar til að taka þátt í tilraunaverkefni um alhliða kynfræðslu. Hvetja alla starfsstaði til að taka virkan þátt í Viku 6 sem er tileinkuð kynheilbrigði. Tengja markvisst við einingabært nám á Menntavísindasviði HÍ.
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2024
Stöðulýsing 1. janúar 2024
Aðgerð lokið. Lærdómssamfélag um alhliða kynfræðslu með yfir 20 kennurum úr 15 skólum. Unglingafundur var haldinn 6. desember og gekk vel. Valin voru þemu Viku6 sem voru samskipti og sambönd. Tilraunaverkefnið um alhliða kynfræðslu orðið að föstu verkefni sem þarf áfram að styðja markvisst við með fræðslu og eftirfylgd. Sex skólar að taka fullan þátt. Komið í markvissa framkvæmd og tekið út úr aðgerðaáætlun Græna plansins.
Eldri stöðulýsingar
Tímasetning | Lýsing framvindu | |
Júlí 2023 |
Lærdómssamfélag um alhliða kynfræðslu með yfir 20 kennurum úr 15 skólum. Enn meiri áhersla á þátttöku grunnskólanna í Viku6, unglingafundur haldinn í lok árs 2022 og niðurstöður nýttar til skipulag Viku6- á árinu 2023. Tilraunaverkefnið um alhliða kynfræðslu orðið að föstu verkefni. Sex skólar taka fullan þátt. |
|
Janúar 2023 | Lærdómssamfélag um alhliða kynfræðslu með yfir 20 kennurum úr 15 skólum er starfandi. Enn meiri áhersla er á þátttöku grunnskólanna í Viku 6. Unglingafundur var haldinn 6. des og spurningar fóru í spurningavagn í okt. 2022. Þrír leikskólar eru komnir með regnbogavottun. Tilraunaverkefnið um alhliða kynfræðslu er ekki lengur tilraunaverkefni og taka nú sex skólar fullan þátt. Fræðslupakki um alhliða kynfræðslu tilbúinn fyrir aðra skóla og félagsmiðstöðvar að nýta. Ekki komið af stað að tengja vitundarvakningu um kynheilbrigði við einingabært nám á Menntavísindasviði. | |
Júlí 2022 | Ný framkvæmdaáætlun unnin, afgreidd og sett í farveg. Um er að ræða áframhaldandi verkefni sem verður í gangi árin 2022-2024. Til að fylgjast með framvindu er stöðumat gert tvisvar á ári, um áramót og í lok júní. |
Svið innan Reykjavíkurborgar:
Tengdar aðgerðir
Markmið í samfélagsmálum
- 1. Fyrir okkur öll | Græna planið Góð líðan íbúa og að við upplifum að Reykjavík sé fyrir okkur öll.
- 2. Látum draumana rætast | Græna planið Börn og unglingar láta draumana sína rætast.
- 3. Menning og listir verða samofin borgarlífinu | Græna planið Öll hafi jöfn tækifæri til að taka þátt í njóta menningar og lista.
- 4. Íþróttir fyrir öll | Græna planið Flest stundi reglulega íþróttir eða aðra hreyfingu.
- 5. Bætt lýðheilsa | Græna planið Markmið Reykjavíkurborgar á sviði lýðheilsu er að skapa heilsueflandi, sjálfbært og fjölskrúðugt borgarsamfélag sem stuðlar að öryggi, jöfnuði, virkri þátttöku og vellíðan allra í heilsuborginni Reykjavík.
- 6. Mannréttindi, aukin þátttaka og bætt samtal við íbúa | Græna planið Íbúar fá tækifæri til að vinna með borginni að bættum lífsgæðum.