Vitundarvakning um kynheilbrigði

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Efla getu kennara á öllum skólastigum til að kenna kynfræðslu og fjalla um kynheilbrigði. Samstarf hjúkrunarfræðinga, skólaþjónustu og Jafnréttisskóla Reykjavíkur. Hvetja fleiri skóla/félagsmiðstöðvar til að taka þátt í tilraunaverkefni um alhliða kynfræðslu. Hvetja alla starfsstaði til að taka virkan þátt í Viku 6 sem er tileinkuð kynheilbrigði. Tengja markvisst við einingabært nám á Menntavísindasviði HÍ. 

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2024

Staða: Lokið

Stöðulýsing 1. janúar 2024

Aðgerð lokið. Lærdómssamfélag um alhliða kynfræðslu með yfir 20 kennurum úr 15 skólum. Unglingafundur var haldinn 6. desember og gekk vel. Valin voru þemu Viku6 sem voru samskipti og sambönd. Tilraunaverkefnið um alhliða kynfræðslu orðið að föstu verkefni sem þarf áfram að styðja markvisst við með fræðslu og eftirfylgd. Sex skólar að taka fullan þátt.  Komið í markvissa framkvæmd og tekið út úr aðgerðaáætlun Græna plansins.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
  Tímasetning Lýsing framvindu
  Júlí 2023

Lærdómssamfélag um alhliða kynfræðslu með yfir 20 kennurum úr 15 skólum. Enn meiri áhersla á þátttöku grunnskólanna í Viku6, unglingafundur haldinn í lok árs 2022 og niðurstöður nýttar til skipulag Viku6- á árinu 2023. Tilraunaverkefnið um alhliða kynfræðslu orðið að föstu verkefni. Sex skólar taka fullan þátt.

  Janúar 2023   Lærdómssamfélag um alhliða kynfræðslu með yfir 20 kennurum úr 15 skólum er starfandi. Enn meiri áhersla er á þátttöku grunnskólanna í Viku 6. Unglingafundur var haldinn 6. des og spurningar fóru í spurningavagn í okt. 2022. Þrír leikskólar eru komnir með regnbogavottun. Tilraunaverkefnið um alhliða kynfræðslu er ekki lengur tilraunaverkefni og taka nú sex skólar fullan þátt. Fræðslupakki um alhliða kynfræðslu tilbúinn fyrir aðra skóla og félagsmiðstöðvar að nýta. Ekki komið af stað að tengja vitundarvakningu um kynheilbrigði við einingabært nám á Menntavísindasviði.
  Júlí 2022 Ný framkvæmdaáætlun unnin, afgreidd og sett í farveg. Um er að ræða áframhaldandi verkefni sem verður í gangi árin 2022-2024. Til að fylgjast með framvindu er stöðumat gert tvisvar á ári, um áramót og í lok júní. 

 

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

 

Svið innan Reykjavíkurborgar:

Tengdar aðgerðir

Taflan hér fyrir neðan inniheldur þær aðgerðir sem tengjast þessari aðgerð og hægt er að nálgast frekari upplýsingar með því að smella á "heiti aðgerðar" í töflunni (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
Heiti aðgerðar Verklok Svið
Fræðsla og ráðgjöf um loftslagsmál og umhverfi
fyrir starfsfólk í skóla- og frístundastarfi​
2024 Skóla- og frístundasvið
Draga úr kolefnisspori - Innleiðing grænskjáa í grunnskólum 2024 Skóla- og frístundasvið
Aukið aðgengi að búnaði fyrir starfsfólk og börn í skóla- og frístundastarfi 2023 Skóla- og frístundasvið
Ráðgjöf og starfsþróun fyrir starfsfólk skóla- og frístundastarfs 2024 Skóla- og frístundasvið
Heilsueflandi skóla- og frístundastarf 2025 Skóla- og frístundasvið
Vitundarvakning um kynheilbrigði 2024 Skóla- og frístundasvið
Raddir barna í ákvörðunum sem þau varða 2023 Skóla- og frístundasvið
Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna 2023 Skóla- og frístundasvið
Innleiðing farsældarlaga 2025 Skóla- og frístundasvið
Úthlutun fjármagns í leikskólum og frístundastarfi 2025 Skóla- og frístundasvið
Samstarf við Menntavísindasvið HÍ 2022 Skóla- og frístundasvið
Þróunar-og nýsköpunarsjóður skóla- og frístundasviðs 2024 Skóla- og frístundasvið
Stefna um byggingar fyrir skóla- og frístundastarf 2023 Skóla- og frístundasvið
Umhverfis- og skipulagssvið
Samnýting á skóla- og frístundahúsnæði 2024 Skóla- og frístundasvið
Velferðarsvið
Starfsþróun um mál og læsi 2023 Skóla- og frístundasvið
Aukið menningarnæmi og menningarlæsi 2023 Skóla- og frístundasvið
Regnbogavottun í skóla- og frístundastarfi 2025 Skóla- og frístundasvið
Nýsköpunarstofa menntunar 2023 Skóla- og frístundasvið
Menningarnámskrá Reykjavíkurborgar 2024 Skóla- og frístundasvið