Sorphirða

Sorphirða Reykjavíkurborgar hirðir úrgang frá heimilum borgarinnar. Skylda er að vera með ílát fyrir fjóra flokka við öll heimili. Íbúar hafa möguleika á að hafa áhrif á fjölda og stærð íláta miðað við þjónustustig sem hentar fyrir heimilið.
Ekki þarf að panta tunnur sérstaklega vegna nýs flokkunarkerfis heldur verður þeim dreift til íbúa frá maí til september.
Nýtt flokkunarkerfi
Notum rétta tunnu
- Græn tunna - fyrir plast
- Blá tunna - fyrir pappír
- Grá tunna - fyrir blandaðan úrgang
- Spartunna - minna magn, lægra verð
- Brún tunna - fyrir matarleifar
Fjölbýlishús
Aðrar reglur gilda um sorphirðu í fjölbýli en einbýli. Það er vegna þess að breytingar á fjölda og tegundum tunna í fjölbýlishúsum hafa áhrif á þau gjöld sem íbúar greiða fyrir sorphirðu.
Skil á endurvinnsluefnum
Þegar við leggjum okkar af mörkum og flokkum rétt erum við að stuðla að því að hægt sé að endurvinna og nýta áfram það sem nýtist okkur ekki lengur. Ert þú að henda þínu rusli í rétta tunnu?

Aðgengi og viðhald sorptunna
Það er mikilvægt að sorphirðustarfsfólk komist óhindrað og örugglega að sorptunnum. Það sparar ekki bara tíma við tæmingu, heldur hefur áhrif á fjölda tjóna, heilbrigði starfsfólksins og tryggir þínu heimili betri og ódýrari þjónustu. Er aðgengið að þínum tunnum í lagi?
Gjaldskrá
Það er ódýrara fyrir þig að henda minna og flokka meira! Verði breytingar á fjölda sorpíláta eða tíðni losana miðast breytingar á gjöldum við þá viku sem óskað er eftir breytingunni.
Fleiri spurningar?
Hafðu samband: upplysingar@reykjavik.is
Símatími: Alla virka daga á milli klukkan 8:30-9:00 og 13:00-14:00 í síma 411 1111
Vanda þarf frágang á sorpi við heimili vegna sóttvarna. Til að koma í veg fyrir smit starfsmanna vill Reykjavíkurborg leggja áherslu á að allur blandaður úrgangur sé hafður í pokum. Ekki má yfirfylla tunnur, þær þurfa að vera lokaðar svo að starfsmenn komist ekki í snertingu við úrgang við losun eða hann falli úr ílátum. Viljum benda íbúum á grenndar- og endurvinnslustöðvar SORPU fyrir endurvinnsluefni.