Sorphirðudagatal

Reykjavíkurborg hefur nú tekið í notkun rafrænt sorphirðudagatal. Þú setur heimilisfang í reitinn hér að neðan og sérð hvenær sorp verður næst hirt við heimili þitt.
Líka er hægt að sjá hvaða grenndarstöð fyrir flokkað endurvinnsluefni er næst heimilinu og stystu gönguleið þangað. Einnig er hægt að hlaða niður prentvænu sorphirðudagatali fyrir þitt hverfi.
Vanda þarf frágang á sorpi við heimili vegna sóttvarna. Til að koma í veg fyrir smit starfsmanna vill Reykjavíkurborg leggja áherslu á að allur blandaður úrgangur sé hafður í pokum. Ekki má yfirfylla tunnur, þær þurfa að vera lokaðar svo starfsmenn komist ekki í snertingu við úrgang við losun eða hann falli úr ílátum. Viljum benda íbúum á grenndar- og endurvinnslustöðvar SORPU fyrir endurvinnsluefni.
Sorphirðudagatal 2022