Spartunna fyrir blandaðan úrgang

Við öll heimili í Reykjavík eru gráar sorptunnur undir blandaðan úrgang. Spartunna er 120 lítrar að stærð og því bæði minni og ódýrari en grá tunna.

Hvað kostar spartunna?

Hvað má fara í spartunnu?

Efni til metanframleiðslu

Blandaður úrgangur

  • Matarafgangar
  • Matarsmitaðar umbúðir
  • Samsettar umbúðir
  • Ryksugupokar
  • Einnota bleyjur

Lausir málmar

  • Niðursuðudósir
  • Sprittkertakoppar
  • Álbakkar og lok
  • Athugið að málmum má einnig skila á endurvinnslustöðvar og fer þá hærra hlutfall til endurvinnslu

Hvað má EKKI fara í spartunnu?

  • Endurvinnanlegur pappír eða pappi
  • Dósir eða flöskur með skilagjaldi
  • Garðaúrgangur, jarðefni eða grjót
  • Rafhlöður
  • Spilliefni, lyf eða annar hættulegur úrgangur
  • Timbur, brotamálmur, múrbrot eða annar grófur úrgangur

Afhverju er málmur ekki flokkaður?

Hægt er að flokka málma frá blandaða úrganginum sem annars færi í gráu tunnuna eða spartunnuna ef íbúar vilja tryggja að allur málmur sem fellur til hjá þeim fari til endurvinnslu. Íbúar geta skilað málmunum á næstu endurvinnslustöð sem eru sex á höfuðborgarsvæðinu. Með þessari aðferð næst hvað bestur árangur í flokkun á málmum.   

SORPA nota vélar í móttöku- og flokkunarstöð fyrirtækisins í Gufunesi til að ná málmum sem settir eru í gráu tunnuna og spartunnuna frá blönduðum úrgangi. Talið er að allt að 60% af öllum málmi náist úr úrganginum með þessari aðferð. Meiri árangri má ná ef íbúar setja allan málm lausan í tunnurnar. Vélarnar flokka bæði segulmagnaðan málm (s.s. niðursuðudósir) og ósegulmagnaðan (s.s. álfilmur) frá blandaða úrganginum eftir að hann hefur verið hakkaður. 

Spurt og svarað

Hvað má setja í gráa tunnu og spartunnu?

Í gráa tunnu (spartunnu þar með talið) fer blandaður úrgangur frá heimilum. Blandaður úrgangur af heimilinu er sem dæmi:

  • Ryksugupokar
  • Einnota bleyjur
  • Einnota dömubindi
  • Blautklútar

Hvað má ekki setja í gráu tunnuna:

  • Matarleifar
  • Endurvinnanlegan pappír og pappa
  • Textíl
  • Dósir eða flöskur með skilagjaldi
  • Garðaúrgang
  • Múrbrot
  • Jarðefni
  • Grófan úrgang, eins og timbur og brotamálma
  • Rafmagnstæki
  • Rafhlöður
  • Spilliefni
  • Lyf

Þarf ég að panta gráa tunnu eða spartunnu?

Íbúar þurfa að hafa aðgang að tunnu undir blandaðan úrgang við heimili sitt.

Gráa tunnan er undir blandaðan úrgang og er 240 l að stærð en athugið að á heimilum þar sem lítið fellur til af blönduðum úrgangi geta íbúar í einbýli óskað eftir spartunnu sem er 120 l og ódýrari en grá tunna.

Íbúar í fjölbýli geta óskað eftir 660 l kari ef aðstæður leyfa.

Hvað kosta grá tunna og spartunna?

Upplýsingar um verð á grárri tunnu og spartunnu er að finna í gjaldskrá sorphirðu.

Gjöldin eru innheimt með fasteignagjöldunum og í Reykjavík taka þau mið af fjölda tunna, stærð íláta, hirðutíðni, fjarlægð sem þarf að fara til að losa ílátið og tegund úrgangs, og taka breytingum frá og með þeirri viku sem óskað er breytinga á tunnum.

Hvað eru grá tunna og spartunna tæmdar oft í mánuði?

Grá tunna og spartunna eru tæmdar að jafnaði á 14 daga fresti.

Í sorphirðudagatalinu getur þú séð hvenær sorpið þitt verður sótt. Athugaðu að dagatalið er sett upp eftir hverfum borgarinnar.

Fleiri spurningar?

Hafðu samband: sorphirda@reykjavik.is eða í síma 411 1111