Útboð og innkaup
Skrifstofa fjármálaþjónustu og ráðgjafar (áður innkaupaskrifstofa) annast allar tegundir útboðsferla fyrir hönd kaupenda Reykjavíkurborgar, þar með talið samkeppnisviðræður, samningskaup, forvöl, útboð, örútboð og verðfyrirspurnir vegna vöru- og þjónustukaupa og verklegra framkvæmda.
Skrifstofan veitir kaupendum Reykjavíkurborgar ráðgjöf og aðstoð í útboðsmálum og við opinber innkaup en sinnir ekki innkaupum.
Fjöldi innkaupaferla
Hlutverk skrifstofunnar
Skrifstofa fjármálaþjónustu og ráðgjafar gætir þess að innkaup Reykjavíkurborgar séu í samræmi við lög og reglur sem um innkaup gilda. Skrifstofan annast gerð samninga í kjölfar útboða og veitir þjónustu, ráðgjöf og fræðslu í tengslum við innkaupamál og innkaupaaðferðir.
Hvert svið Reykjavíkurborgar ber ábyrgð á að haga innkaupum í samræmi við innkaupastefnu og innkaupareglur borgarinnar (6. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar).
Hafa samband
Vinsamlegast beinið öllum almennum fyrirspurnum á utbod@reykjavik.is.