Útboð og innkaup

Skrifstofa fjármálaþjónustu og ráðgjafar (áður innkaupaskrifstofa) annast allar tegundir innkaupa- og útboðsferla fyrir hönd kaupenda Reykjavíkurborgar. Skrifstofan sinnir einnig rekstrareftirliti ásamt fjármála- og rekstrarráðgjöf til sviða Reykjavíkurborgar.

Skrifstofan veitir kaupendum Reykjavíkurborgar einnig ráðgjöf og aðstoð í útboðsmálum og við opinber innkaup en sinnir ekki innkaupum.

Afsláttarsamningur

Fyrirtæki geta sótt um að gera samning við Reykjavíkurborg um að veita kaupendum Reykjavíkurborgar afsláttarkjör af vöru og þjónustu. Fylla þarf út umsóknarblað og senda á utbod@reykjavik.is

Umsóknarblað

Hlutverk skrifstofunnar

Skrifstofa fjármálaþjónustu og ráðgjafar gætir þess að innkaup Reykjavíkurborgar séu í samræmi við lög og reglur sem um innkaup gilda. Skrifstofan annast gerð samninga í kjölfar útboða og veitir þjónustu, ráðgjöf og fræðslu í tengslum við innkaupamál og innkaupaaðferðir.

Hvert svið Reykjavíkurborgar ber ábyrgð á að haga innkaupum í samræmi við innkaupastefnu og innkaupareglur borgarinnar (6. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar).

Hafa samband

Vinsamlegast beinið öllum almennum fyrirspurnum á utbod@reykjavik.is.