Framkvæmdir og skipulag

Ertu að byggja og breyta? Eru fyrirhugaðar framkvæmdir nálægt þér? Hér finnur þú allt milli himins og jarðar sem tengist skipulagi, framkvæmdum og viðhaldi í Reykjavík.

Byggingarmál

Hér finnur þú allar upplýsingar um hvernig þú sækir um byggingarleyfi hjá borginni, hvernig er unnið með umsóknina og við hverju þú mátt búast í ferlinu.

Skipulagsmál

Skipulag fjallar um fyrirkomulag byggðar og mótun umhverfis. Í skipulagi er ákveðið hvernig landi er ráðstafað, til dæmis fyrir íbúðarbyggð eða verslun. Þar eru líka teknar ákvarðanir um fyrirkomulag gatna og lóða og settar reglur um hönnun einstakra bygginga eins og um hæðafjölda og fjölda íbúða. Almenningur getur komið að vinnu við gerð skipulagsáætlana í gegnum íbúafundi eða annað samráð.

Kort og teikningar

Borgarvefsjáin er lifandi og gagnvirkt landupplýsingakerfi þar sem hægt er að nálgast ítarlegar upplýsingar um borgarlandið og þjónustuna í borginni. Á teikningavef eru uppdrættir að húsum borgarinnar í góðri upplausn. 

Götu- og torgsala

Götusala er sölustarfsemi á almannafæri, svo sem á torgum, götum, gangstéttum og í almenningsgörðum.

Húsvernd

Það þarf að umgangast gömul hús af virðingu og fara rétt að við viðgerðir og endurbætur. Ákveðin mannvirki hafa varðveislugildi af listrænum eða menningarsögulegum ástæðum. 

Fasteignagjöld

Fasteignagjöld eru árlega lögð á allar fasteignir, nema þær séu undanþegnar með lögum, og ber eigandi á hverjum tíma ábyrgð á greiðslu þeirra. Fasteign telst afmarkaður hluti lands, ásamt lífrænum og ólífrænum hlutum þess, réttindum sem því fylgja og þeim mannvirkjum sem varanlega eru við landið skeytt.

Húsnæði

Meginmarkmið Reykjavíkurborgar í húsnæðismálum er að til verði fjölbreyttur og sveigjanlegur húsnæðismarkaður sem tryggir öllum þak yfir höfuðið á viðráðanlegu verði, hvort sem fólk þarfnast stuðnings með sín húsnæðismál eða ekki. 

Framkvæmdasjá

Þú finnur á kortinu allar helstu framkvæmdir borgarinnar og þau leyfi sem hafa verið gefin út til afnota á borgarlandi. Með því að velja reit á kortinu færðu upp nánari lýsingu á verkinu og í mörgum tilvikum einnig vísun á upplýsingasíðu.