Brún tunna fyrir matarleifar

Brún tunna undir matarleifar og annan lífrænan eldhúsúrgang er næsta skrefið í úrgangsmálum. Sumarið 2023 verður brúnum tunnum dreift til allra heimila í borginni. 

Hvað kostar brún tunna?

Hvað má fara í brúna tunnu?

Lífrænn eldhúsúrgangur

 • Matarleifar (þar með talin bein)
 • Ávextir og grænmeti
 • Brauð og kökur
 • Kaffikorgur og tepokar (pappírsfilter má fara með)
 • Eldhúspappír og servíettur
 • Afskorin blóm og plöntur

Hvað má EKKI fara í brúna tunnu?

Plast og plastpokar

 • Nauðsynlegt er að nota bréfpoka undir matarleifarnar

Endurvinnanlegur pappír eða pappi

 • Pappír og pappi fer í bláa tunnu eða er skilað á grenndar- eða endurvinnslustöð.

Dósir og flöskur með skilagjaldi

 • Umbúðum með skilagjaldi skal skila á grenndar- eða endurvinnslustöðvar eða til Endurvinnslunnar

Annað sem ekki má fara í brúna tunnu

 • Aukarusl
 • Málmar
 • Rafhlöður
 • Spilliefni
 • Gler
 • Klæði
 • Lyf

Úrgangurinn má vera í bréfpokum en ekki í plastpokum, maíspokum eða lífplastpokum. Einnig má vefja dagblaði utan um úrganginn og setja í tunnuna. Sé úrgangur settur laus í tunnuna verður hún óhrein og getur komið frá henni lykt. Íbúar sjá um um þrif á tunnum.

Fleiri spurningar?

Hafðu samband: upplysingar@reykjavik.is

Frekari upplýsingar má nálgast hjá þjónustuveri í síma 411 1111