Brún tunna fyrir matarleifar

Öll heimili þurfa nú að flokka matarleifar frá blönduðu sorpi og er brúna tunnan hugsuð fyrir þær og annan lífrænan eldhúsúrgang.

Hvað kostar brún tunna?

Hvað má fara í brúna tunnu?

Lífrænn eldhúsúrgangur

  • Matarleifar (þar með talin bein)
  • Ávextir og grænmeti
  • Brauð og kökur
  • Kaffikorgur og tepokar úr pappír (pappírsfilter má fara með)
  • Eldhúspappír og ólitaðar servíettur
  • Afskorin blóm og plöntur

Hvað má EKKI fara í brúna tunnu?

Plast og plastpokar

  • Nauðsynlegt er að nota bréfpoka undir matarleifarnar

Endurvinnanlegur pappír eða pappi

  • Pappír og pappi fer í bláa tunnu eða er skilað á grenndar- eða endurvinnslustöð.

Dósir og flöskur með skilagjaldi

  • Umbúðum með skilagjaldi skal skila á grenndar- eða endurvinnslustöðvar eða til Endurvinnslunnar

Annað sem ekki má fara í brúna tunnu

  • Garðaúrgangur
  • Lífniðurbrjótanlegar umbúðir (til dæmis merktar „compostable")
  • Aukarusl
  • Kattasandur og dýraúrgangur
  • Tyggjó
  • Málmar
  • Rafhlöður
  • Spilliefni
  • Gler
  • Klæði
  • Lyf

Úrgangurinn má vera í bréfpokum en ekki í plastpokum, maíspokum eða lífplastpokum. Einnig má vefja dagblaði utan um úrganginn og setja í tunnuna. Sé úrgangur settur laus í tunnuna verður hún óhrein og getur komið frá henni lykt. Íbúar sjá um um þrif á tunnum.