Velferð og stuðningur

Reykjavíkurborg veitir fjölbreytta þjónustu sem hefur það að meginmarkmiði að stuðla að auknum lífsgæðum íbúa borgarinnar.

Börn og fjölskyldur

Öll þurfum við aðstoð annað slagið. Hvort sem það er við helstu verkefni dagsins eða til að vera betur í stakk búin til að taka þátt í samfélaginu. Börn og fjölskyldur þeirra geta fengið fjölbreyttan stuðning til að mæta þörfum vegna félagslegra aðstæðna, álags, veikinda eða fötlunar. 

Eldra fólk

Eldra fólk getur tekið þátt í fjölbreyttu félagsstarfi og fengið markvissan stuðning og þjónustu sem gerir því kleift að búa á eigin heimili eins lengi og það kýs.

Fatlað fólk

Fatlað fólk getur fengið stuðning til að lifa sjálfstæðu og innihaldsríku lífi á eigin forsendum og taka virkan þátt í samfélaginu. 

Heimilislaust fólk

Það er mikilvægt að fólk fái stuðning til betra lífs þegar aðstæður þess eru krefjandi og flóknar. Reykjavíkurborg veitir margvíslegan stuðning til fólks sem er heimilislaust og glímir við vímuefnavanda eða geðrænan vanda. Stuðningur við heimilislaust fólk byggist á hugmyndafræðinni um Húsnæði fyrst og skaðaminnkun.

Félagsleg ráðgjöf

Öll þurfum við að takast á við ýmsar áskoranir í lífinu. Stundum er nauðsynlegt að fá ráðgjöf og stuðning til að mæta þeim. Félagsleg ráðgjöf hefur það markmið að hjálpa fólki til sjálfshjálpar með fjölbreyttum leiðum þannig að það geti sem best notið sín í samfélaginu.  

""

Fjárhagsaðstoð

Fjárhagsstuðningur þegar þörf er á.

""

Félagslegt húsnæði

Lausn fyrir fólk í húsnæðisvanda. 

""

Virkni og endurhæfing

Fjölbreytt úrræði fyrir alls konar fólk.

Heimastuðningur

Heimastuðningur mætir fólki á þeim stað sem það er í lífinu og fer fram á heimili þess, í gegnum rafrænar lausnir eða þar sem best hentar. Hann felur í sér stuðning við að sinna daglegum verkefnum og heimilishaldi auk þess sem samskipti, samvera og hvatning er í fyrirrúmi.