Velferð og stuðningur

Reykjavíkurborg veitir fjölbreytta þjónustu sem hefur það að meginmarkmiði að stuðla að auknum lífsgæðum íbúa borgarinnar.

Börn og fjölskyldur

Börn og fjölskyldur þeirra geta fengið fjölbreyttan stuðning til að mæta þörfum vegna félagslegra aðstæðna, álags, veikinda eða fötlunar. 

Eldra fólk

Eldra fólk getur tekið þátt í fjölbreyttu félagsstarfi og fengið markvissan stuðning og þjónustu sem gerir því kleift að búa á eigin heimili eins lengi og það kýs.

Fatlað fólk

Fatlað fólk getur fengið stuðning til að lifa sjálfstæðu og innihaldsríku lífi á eigin forsendum og taka virkan þátt í samfélaginu. 

Heimilislaust fólk

Reykjavíkurborg veitir margvíslegan stuðning til fólks sem er heimilislaust og glímir við vímuefnavanda eða geðrænan vanda.

Félagsleg ráðgjöf

Öll þurfum við að takast á við ýmsar áskoranir í lífinu. Stundum er nauðsynlegt að fá ráðgjöf og stuðning til að mæta þeim. Félagsleg ráðgjöf hefur það markmið að hjálpa fólki til sjálfshjálpar með fjölbreyttum leiðum þannig að það geti sem best notið sín í samfélaginu.  

""

Fjárhagsaðstoð

Fjárhagsstuðningur þegar þörf er á.

""

Félagslegt húsnæði

Lausn fyrir fólk í húsnæðisvanda. 

""

Virkni og endurhæfing

Fjölbreytt úrræði fyrir alls konar fólk.

Samþætt heimaþjónusta

Með samþættri heimaþjónustu (heimastuðningi og heimahjúkrun) er veitt einstaklingsmiðuð þjónusta. Markmiðið er að gera fólki kleift að búa heima eins lengi og það óskar, þrátt fyrir veikindi eða færniskerðingu.