Styrkir úr borgarsjóði
Opnað var fyrir umsóknir um styrk úr borgarsjóði þann 1. september 2024. Umsóknarfrestur er til 30. september 2024.
Hlutverk
Borgarsjóður veitir styrki til félagasamtaka, fyrirtækja og einstaklinga til starfsemi, verkefna og viðburða í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröðun borgaryfirvalda.
Styrkir eru veittir til verkefna á sviði eftirtalinna málaflokka:
- Félags- og velferðarmála
- Íþrótta- og æskulýðsmála
- Mannréttindamála
- Menningarmála
Hvernig er sótt um?
Umsóknir um styrki fara fram rafrænt í gegnum Mínar síður.
Umsóknir skulu berast innan tilskilins frests, starfsemi, viðburðir eða verkefni eru ekki styrkt eftirá. Umsóknir um styrki eru metnar út frá reglum Reykjavíkurborgar um styrki og mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar sem og verklagsreglum hvers málaflokks. Sjá nánar hér neðst á síðunni.
Umsóknir verða metnar með hliðsjón af eftirfarandi
- Markmiðum sem lýst er og hvort líklegt sé að þeim verði náð
- Hvort verk- og tímaáætlun sé raunhæf
- Hvort unnt sé að meta framvindu verksins
- Hvort umsækjandi hafi skilað greinargerð fyrir áður veittan styrk
- Væntanlegum árangri og ávinningi fyrir umrædda starfsemi
- Upplýsingum um aðra fjármögnun og fjárhagsáætlun
- Mannréttinda og jafnréttissjónarmiðum verkefnisins sbr. mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og kynjaðri fjárhags- og starfsáætlun
- Verklagsreglum hvers málaflokks og sviðs fyrir sig
Leiðbeiningar fyrir einstaklinga
Þú sækir um styrki í gegnum Mínar síðar hér á vefnum. Rafræna auðkenningu þarf til að skrá sig inn á Mínar síður.
Undir þjónustuflokknum "Styrkir" er smellt á "Umsókn um styrk úr borgarsjóði". Eftir að umsókn hefur verið send inn er hægt að skoða hana og fylgjast með stöðu málsins undir Mín mál á Mínum síðum.
Leiðbeiningar fyrir fyrirtæki/félagasamtök
Tengiliður fyrirtækis getur auðkennt sig rafrænt í gegnum Mínar síður til að sækja um sem fyrirtæki eða samtök.
Þegar notandi hefur skráð sig inn smellir hann á "Þjónusta". Undir þjónustuflokknum "Styrkir" er smellt á "Umsókn um styrk úr borgarsjóði". Eftir að umsókn hefur verið send inn getur tengiliður fyrirtækisins fylgst með stöðu málsins undir Mín mál á Mínum síðum.
Tengt efni
- Styrkjahandbók
- Reglur Reykjavíkurborgar um styrki
- Greinargerð um ráðstöfun styrkfjár
- Reglur Forvarnarsjóðs um styrki
- Reglur velferðarráðs um styrki
- Reglur skóla- og frístundaráðs um styrki
- Reglur mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs um styrki
- Reglur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs um menningarstyrki