Íbúalýðræðisvefur Reykjavíkurborgar

Teikning af fjórum manneskjum sem halda á og horfa í gegnum ramma.

Velkomin á vef íbúalýðræðis Reykjavíkurborgar. Hér getur þú kynnt þér þær fjölbreyttu leiðir sem íbúar og stjórnsýsla borgarinnar nota til að taka ákvarðanir.

Lýðræðisstefna

Lýðræðisstefna Reykjavíkurborgar ætti að liggja til grundvallar í allri ákvarðanatöku innan borgarinnar. Hún vísar veginn og setur stóru myndina í samhengi.

 

Markmið hennar er að styðja við lýðræðislega þátttöku íbúa og auka möguleika þeirra á að hafa áhrif.

 

Einnig að kjörnir fulltrúar og stjórnsýsla borgarinnar skilji betur þarfir og óskir íbúa. Þannig er hægt að taka vel upplýstar ákvarðanir í góðu samstarfi milli allra aðila. 

Íbúaráð

Hafðu áhrif með því að taka þátt í opnum fundum íbúaráðsins í þínu hverfi. Fundir eru haldnir mánaðarlega og stefnt er að því að öllum fundum verði líka streymt hér á vefnum.

 

Íbúaráð styrkja tengingu og stytta boðleiðir á milli íbúa, stjórnmála, stjórnsýslu og annarra hagaðila.

 

Þau stuðla að aukinni upplýsingagjöf og auðvelda íbúum að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. 

Teikning af borgarfulltrúum í Tjarnarsal Ráðhússins.

Hverfið mitt

Hverfið mitt er samstarfsverkefni íbúa og stjórnsýslu borgarinnar. Annað hvert ár gefst borgarbúum kostur á því að hafa áhrif á sitt nánasta umhverfi með því að senda inn hugmyndir að nýjum verkefnum í hverfum Reykjavíkurborgar.

 

Í pottinum eru 850 milljónir í hvert sinn og skiptast þær á milli hverfa. Fyrst er hugmyndum safnað frá íbúum, síðan er farið yfir þær, næst eru hugmyndir valdar á kjörseðilinn og að lokum er kosið á milli bestu hugmyndanna. Þær hugmyndir sem sigra kosninguna eru síðan framkvæmdar árið eftir. 

Teikning af húsum, bílum og hjóli.

Samráðsvefur

Samráðsvefur Reykjavíkurborgar er notaður til þess að kalla eftir hugmyndum og afstöðu borgarbúa til ýmissa verkefna hjá borginni.

 

Þar geta borgarbúar sagt sitt álit á þeim fjöldamörgu stefnumótunar- og framkvæmdaverkefnum sem verið er að vinna að hverju sinni.

 

Hverfið mitt notar einnig þennan vef þegar verið er að kalla eftir hugmyndum.

Teikning af fólki tala saman og vinna við skrifborð.

Ábendingavefur

Sendu okkur ábendingu um hvað sem er!

 

Eitthvað sem þarf að laga, eitthvað sem mætti betur fara í þjónustu borgarinnar eða eitthvað annað sem þú vilt koma á framfæri?

 

Við svörum eins og fljótt og við getum.

Teikning af manneskju með fjórar hendur að sinna mörgum hlutverkum í einu.

Samráðsnefndir

Dæmi um samráðsnefndir borgarinnar eru Öldungaráð, Fjölmenningarráð og Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks.

 

Nöfn formanna, stjórnarmeðlima og starfsfólks eru aðgengileg hér á vefnum.

 

Öllum er velkomið að hafa samband við þessa aðila til þess að ræða um málefni tengd viðkomandi málaflokki og eftir atvikum koma með fyrirspurnir og tillögur. 

Ungmennaráð

Ungmennaráð eru vettvangur fyrir unglinga yngri en 18 ára til að taka virkan þátt í mótun samfélagsins og hafa áhrif í sínu nærumhverfi.

 

Sex ungmennaráð eru að störfum í hverfum borgarinnar og eru þau öll hluti af eigin samráðs- og samstarfsvettvangi, Reykjavíkurráði ungmenna.

 

Öll áhugasöm 18 ára og yngri eru velkomin að taka þátt. 

Stjórn borgarinnar

Borgarstjóri, borgarstjórn, borgarfulltrúar og borgarráð.

 

En hver gerir eiginlega hvað?

 

Hér getur þú fundið nánari upplýsingar um hlutverk og helstu verkefni lýðræðislega kjörinna fulltrúa í Reykjavík.

Teikning af álft í tjörninni fyrir framan Ráðhús Reykjavíkur.

Hverfisskipulag

Hverfisskipulag er deiliskipulag fyrir gróin hverfi sem hefur það markmið að gera hverfin vistvænni og sjálfbærari ásamt því að þróa byggðina í takt við breyttar áherslur í samfélaginu.

 

Hverfisskipulag mun einnig einfalda íbúum að sækja um breytingar á fasteignum sínum eða lóðum. 

Teikning af manneskju sem stendur í stiga og tengir saman tvo af fjölmörgum punktum.

Framkvæmdir

Upplýsingar um framkvæmdir, malbikun og afnotaleyfi í Reykjavík.

 

Um lifandi gögn er að ræða sem breytast reglulega og gefa góða mynd af því sem er í gangi í borginni hverju sinni.