Fréttasafn | Reykjavíkurborg

Fréttasafn

Marta Guðjónsdóttir, formaður nefndarinnar og aðalhvatamaður verðlaunanna og Vigdís Finnbogadóttir fv. forseti Íslands.
16.11.2018
Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík voru afhent við hátíðlega athöfn í Norðurljósasal Hörpu í dag. Aldrei hafa fleiri fengið verðlaunin en 67 nemendur og einn nemendahópur fengu viðurkenningu.
Börn og hjúkrunarfólk í spænsku veikinni í Reykjavík. Myndin er sennilega tekin í Barnaskólanum
16.11.2018
„Góðir menn og góðar konur, komið sem allra, allra fyrst“ er yfirskrift málþings um spænsku veikina sem Borgarsögusafn Reykjavíkur stendur fyrir í Iðnó sunnudaginn 18. nóvember kl. 14.
Árviss húsnæðisfundur var fjölsóttur
16.11.2018
„Borgin er í forystu í húsnæðismálum,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, en farið var yfir stöðuna á fasteignamarkaði á fjölsóttum fundi í ráðhúsi Reykjavíkur í morgun.
Snædís Helgadóttir, ráðgjafi hjá Capacent fór yfir stöðu og horfur á fasteignamarkaði
16.11.2018
Ný greining Capacent um stöðu og horfur á fasteignamarkaði var kynnt á fjölsóttum fundi um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í borginni sem haldinn var í Ráðhúsinu í morgun.  Þar kom meðal annars fram að talin er þörf fyrir 3.200-4.000 nýjar íbúðir á þessu og næsta ári. Snædís Helgadóttir, ráðgjafi hjá Capacent kynnti greininguna.
Fyrirlesturinn verður í Siglunesi í Nauhólsvík
16.11.2018
Velkomin á fyrirlestur Hrannar Egilsdóttur þriðjudaginn 20. nóvember um áhrif loftslagsbreytinga á hafið þar sem súrnun sjávar verður í brennidepli
Ráðhús Reykjavíkur.
16.11.2018
Borgarráð hefur samþykkt að fela skrifstofu eigna og atvinnuþróunar að ganga til samninga um kaup á húsnæði fyrir neyðarskýli fyrir unga vímuefnaneytendur. Tillagan um kaup á nýju neyðarskýli er ein af fjölmörgum tillögum velferðarráðs frá því í sumar til að styrkja þá sem eru heimilislausir og/eða í vímuefnaneyslu
Hverfin í borginni
15.11.2018
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að vísa tillögum um endurskipulagningu og framtíðarskipan fyrir hverfisráð í umsagnarferli.
Myndin er af hoppukastala í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.
15.11.2018
Borgarráð samþykkti einróma á fundi sínum í dag, 15. nóvember, tillögu velferðarráðs og barnaverndarnefndar um verulega styrkingu á starfsemi Barnaverndar Reykjavíkur.
Svifryk mælist nú hátt. Minnt er á að nagladekk valda margfalt meiri svifryksmengun en venjuleg vetrardekk.
15.11.2018
Styrkur svifryks (PM10) er hár í dag, 15. nóvember skv. mælingum í mælistöðvum við Grensásveg og Fossaleyni/Víkurvegur.
Markmið viðurkenninganna er að vekja athygli á því sem vel er gert í loftslagsmálum og vera hvatning til annarra.
15.11.2018
Leitað er eftir tilnefningum frá fyrirtækjum, félagasamtökum, stofnunum og einstaklingum vegna loftslagsviðurkenninga, umsóknir verða að berast inn fyrir 25. nóvember. Markmið viðurkenninganna er að vekja athygli á því sem vel er gert í loftslagsmálum og vera hvatning til annarra.