Fréttasafn | Reykjavíkurborg

Fréttasafn

Dagbjört Hákonardóttir, lögfræðingur, er nýr persónuverndarfulltrúi borgarinnar.
16.07.2018
Persónuverndarfulltrúi Reykjavíkurborgar hefur verið tilnefndur samkvæmt nýjum lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.  Dagbjört Hákonardóttir, lögfræðingur á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, hefur tekið við starfi persónuverndarfulltrúa skv. 35. gr. laganna.
Vörumynd
13.07.2018
Krónan ehf. hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, ákveðið að innkalla af markaði lúxus ókryddaðar og kryddaðar grísakótilettur frá Spáni vegna þess að við eftirlit á markaði hefur Salmonella greinst í vörunni.  Nánari rannsókna er þörf til að staðfesta greininguna.
Litamerkingar hjólaleiða
13.07.2018
Lykilleiðir í hjólakerfinu á höfuðborgarsvæðinu er nú táknaðar með litum. Reykjavíkurborg hefur nýlokið við að setja upp 149 hjólavegvísa ásamt merkingum. 
Ráðhús Reykjavíkur.
12.07.2018
Reykjavíkurborg auglýsti starf borgarlögmanns laust til umsóknar í júní 2017. Tveir umsækjendur sóttu um stöðuna; Ebba Schram hæstaréttarlögmaður og Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður. 
Ölduselsskóli í Seljahverfi
12.07.2018
Gengið hefur verið frá ráðningum skólastjóra við tvo grunnskóla borgarinnar; í Breiðholtsskóla og Ölduselsskóla. 
Kort af breytingum vegna framkvæmda
11.07.2018
Ágætt er fyrir vegfarendur að kynna sér breytingar sem gerðar hafa verið á umferð á horni Lækjargötu og Vonarstrætis en þar hafa ný umferðarljós verið sett upp.
Það verður ball í Kornhúsinu og í Landakoti í Árbæjarsafni um helgina.
11.07.2018
Sunnudaginn 15. júlí, verður hin árlega Harmóníkuhátíð Reykjavíkur haldin í tuttugasta skiptið, venju samkvæmt, í Árbæjarsafni og hefst dagskráin kl. 13:00.
Mexican Mixed Vegetables
09.07.2018
Madsa ehf. hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, ákveðið að innkalla af markaði frosið grænmeti vegna þess að það getur verið mengað af bakteríunni Listeria monocytogenes.
MálÞroski
09.07.2018
Stórbæta þjónustu við börn með tal- og málþroskavanda.
Fuglaskoðun
06.07.2018
Hin villta Viðey er yfirskrift göngu sunnudagsins 8. júlí kl. 13:15. Siglt verður stundvíslega frá Skarfabakka kl. 13:15. Um liðna helgi mættu 25 manns í fuglaskoðun við Elliðavatn og sáu m.a. flórgoða sitja á.