Fréttasafn | Reykjavíkurborg

Fréttasafn

Talning atkvæða í borgarstjórnarkosningunum 2014
25.05.2018
Kjörstöðum í borgarstjórnarkosningunum 26. maí 2018 lokar klukkan 22.00. Talning atkvæða fer fram í Laugardalhöll og um leið og kjörstöðum lokar hefst talning. Fylgjast má með talningunni í beinni útsendingu á heimsíðu Reykjavíkurborgar.
Fæðubótarefnið B-100
25.05.2018
Icepharma hefur, að höfðu samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað fæðubótarefnið B-100 frá Now vegna þess að það inniheldur of mikið af B6-vítamíni.  
Átta listamenn valdir til þátttöku í samkeppni um útilistaverk í Vogabyggð
25.05.2018
Átta listamenn og listamannahópar hafa verið valdir til þátttöku í samkeppni um útilistaverk í Vogabyggð í Reykjavík. Það eru listamannahópurinn A Kassen, Alicja Kwade, Carl Boutard, Elín Hansdóttir, Finnbogi Pétursson, Karin Sander, Rósa Gísladóttir og Tomás Saraceno.
Ólíkir aðilar kynntu þjónustu við flóttafólk og hælisleitendur.
24.05.2018
Stofnanir, samtök og grasrótarsamtök sem starfa með og bjóða upp á þjónustu við flóttafólk og hælisleitendur komu saman á veglegu málþingi þar sem þau kynntu sín verkefni hvert fyrir öðru og skiptust á upplýsingum um það sem gert er í þjónustu við flóttafólk.
Hildur Jóhannesdóttir skólastjóri og Helgi Grímsson sviðstjóri kynntu sér framkvæmdir
24.05.2018
„Það er að fjölga mikið í Dalnum okkar. Við fáum u.þ.b. einn nýjan Úlfarsárdalsbúa í skólann í viku hverri,“ segir Hildur Jóhannesdóttir skólastjóri Dalskóla, en næsta haust verður nýr áfangi nýja skólans tekinn í notkun.  „Það er fjölmennast í yngri árgöngum. Við verðum með rúmlega 300 börn í grunnskólahlutanum næsta haust en það er varlega áætlað, 100 börn í leikskólahlutanum og rúmlega 100 í frístundahlutanum,“ segir Hildur.
Hátúnsblokkir.
24.05.2018
Velferðarsvið Reykjavíkurborgar vinnur nú að útfærslu á greiðslum sérstakra húsaleigubóta til leigjenda Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalagsins.
Loftmynd af Reykjavík.
24.05.2018
Þriggja mánaða óendurskoðað uppgjör Reykjavíkurborgar var lagt fram í borgarráði í morgun. A-hluti borgarinnar skilar 2,6 milljarða króna afgangi.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Björn Einarsson formaður knattspyrnufélagsins Víkings með aðalvöll félagsins í baksýn.
23.05.2018
Dagur B. Eggertsson og Björn Einarsson formaður knattspyrnufélagsins Víkings skrifuðu undir samning í dag um að Reykjavíkurborg leggi gervigras á aðalvöll íþróttafélagsins við Traðarland.
Sjö þróunarreitir eru til skoðunar
23.05.2018
Reykjavíkurborg óskar eftir samstarfsaðilum til að byggja hagkvæmt húsnæði í Reykjavík á sjö þróunarreitum víðs vegar um borgina. Mögulegt verður að byggja um 500 íbúðir á þessum svæðum.
Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs og Bergsteinn Jónsson framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi
23.05.2018
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar og UNICEF hafa gengið til formlegs samstarfs um að innleiða hugmyndafræði Réttindaskólans í allt skóla- og frístundastarf borgarinnar. Samningur þess efnis var undirritaður á dögunum.