Borgin okkar

Myndlist, sund, tónlist og skíði. Hér finnur þú brot af því besta sem hægt er að gera í Reykjavík allan ársins hring.

Sundlaugar

Það er fátt betra en útivera og hreyfing þegar kemur að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu - og svo er ekki margt sem jafnast á við það að flatmaga í heitum potti! Frítt er í sundlaugar í Reykjavík fyrir 67 ára og eldri. Nánari upplýsingar um sundlaugar borgarinnar getur þú nálgast hér að neðan.

Söfn

Það er alltaf nóg að sjá og gera í Reykjavík! Söfn Reykjavíkurborgar standa fyrir öflugu starfi á ýmsum sviðum menningar og lista.

Viðburðir og borgarhátíðir

Reykjavíkurborg stendur fyrir fjölda viðburða og hátíða allt árið um kring. 

Menningarkort Reykjavíkur

Menningarkort Reykjavíkur er þinn aðgangur að menningarlífi borgarinnar. 

 

Innifalið í kortinu eru 14 söfn, 50+ sýningar, 300+ viðburðir, bókasafnsskírteini, auk fjölda tilboða.

Borgarkortið

Borgarkortið er frábær, þægileg og hagkvæm leið til að upplifa borgina okkar.

 

Borgarkortið veitir frían aðgang að fjölda safna og sundlauga ásamt því að gilda sem aðgangseyrir í strætó innan höfuðborgarsvæðisins og Viðeyjarferjuna.

Íþróttir og útivist

Komdu út að leika! Fjölbreytt hreyfing og útivist styðja við góða líkamlega og andlega heilsu.

Verðlaun, styrkir og viðurkenningar

Reykjavíkurborg veitir fjölda styrkja til ýmissa menningarmála. 

Menningarmerkingar

Merkingar á sögulegum minjum og svæðum innan borgarmarka Reykjavíkur gera upplifun borgarbúa og gesta borgarinnar ánægjulegri auk þess að veita fræðslu um sögu höfuðborgarinnar.

 

Á skiltunum má finna fróðleik um mannlíf, sögu, list og bókmenntir sem tengjast viðkomandi stað, ásamt myndefni.