Græn tunna fyrir plast

Teikning af grænni tunnu fyrir plast.

Græn tunna er ætluð undir hart og mjúkt plast. Plastið má setja laust í tunnurnar. Mikilvægt er að hreinsa allar matar- og efnaleifar af plastinu og minnka rúmmál eins og mögulegt er áður en það er sett í tunnuna.

Hvað kostar græn tunna?

Hvað má fara í græna tunnu?

Plast til endurvinnslu

Mjúkt plast

  • Plastpokar
  • Plastfilmur
  • Bóluplast

Hart plast

  • Plastbakkar
  • Plastílát og brúsar af ýmsu tagi undan hreinsiefnum, matvöru, mjólkurvörum og kjötvörum
  • Frauðplast og minni hlutir úr plasti

Hvað má EKKI fara í græna tunnu?

  • Matarleifar
  • Pappír eða pappi
  • Spilliefni eða umbúðir utan af spilliefnum
  • Málmar
  • Rafmagnstæki eða rafhlöður

Góð flokkun er forsenda endurvinnslu

Mikilvægt er að hreinsa allar matar- og efnaleifar af plastinu og minnka rúmmál eins og mögulegt er áður en það er sett í tunnuna. Brúsum og öðrum ílátum úr plasti undan hættulegum efnum þarf að skila á endurvinnslustöðvar sem spilliefni og mega ekki fara í grænu tunnuna. Athugið að endurvinnslugildi plastsins rýrnar verulega ef aðrir úrgangsflokkar eru í bland við plastið. Plast má setja laust í tunnuna. Tunnan nýtist betur ef rúmmál plastsins er minnkað eins og mögulegt er.

Teikning af sorphirðubíl og tvemur starfsmönnum.

Hvað verður um plastið?

Með því að flokka og skila plasti til endurvinnslu eykst endurvinnsla plasts og magn urðaðs úrgangs minnkar. Mikilvægt er að koma í veg fyrir urðun plastúrgangs út frá umhverfislegum sjónarmiðum þar sem með því er auðlindum sem annars hefðu nýst sóað. Einnig kostar meira að meðhöndla óflokkaðan blandaðan úrgang en flokkuð plastefni og því er græna tunnan ódýrari en sú gráa. 

Plast, sem skilað er til endurvinnslu, er baggað í SORPU.  Plastið er sent til Svíþjóðar til þar sem það er annað hvort endurunnið eða brennt til orkuvinnslu. Hægt er að efnisendurvinna stóran hluta plasts og brennsla til orkunýtingar er ákjósanlegri valkostur en urðun í þeim tilfellum þar sem endurvinnsla er ekki fýsileg.

Spurt og svarað

Hvað má setja í græna tunnu?

Einungis hreint plast fer í græna tunnu, bæði mjúkt og hart. Mjúkt plast er til dæmis plastpokar, plastfilma og bóluplast. Hart plast er til að mynda plastbakkar og – brúsar og önnur plastílát af ýmsu tagi undan hreinsiefnum og matvöru.

Hreinsa þarf eins og hægt er allar matar- og efnaleifar af plastinu og minnka rúmmál eins og mögulegt er áður en það er sett í tunnuna. 

Mikilvægt er að skila frauðplasti ekki í grænar tunnur heldur á endurvinnslustöðvar Sorpu.

Gæta skal að því að málmar, rafmagnstæki, rafhlöður, spilliefni, pappírsefni eða aðrir úrgangsflokkar fari ekki í grænu tunnuna. Góð flokkun er forsenda þess að hægt sé að endurvinna plastið.

Þarf ég að panta græna tunnu?

Íbúar sem kjósa að láta sækja til sín endurvinnanlegt plast þurfa að panta græna tunnu.

Í Reykjavík velja íbúar þá leið sem þeim hentar við að koma frá sér endurvinnsluefnum sem þeir flokka frá. Sumum hentar betur að skila flokkuðum endurvinnsluefnum á grenndar- eða endurvinnslustöðvar, því þær eru í nágrenninu eða í leiðinni, en að vera með viðbótartunnu við heimili.

Hvað kostar græn tunna?

Upplýsingar um verð á grænni tunnu er að finna í gjaldskrá sorphirðu.

Gjöldin eru innheimt með fasteignagjöldunum og í Reykjavík taka þau mið af fjölda tunna, stærð íláta, hirðutíðni, fjarlægð sem þarf að fara til að losa ílátið og tegund úrgangs, og taka breytingum frá og með þeirri viku sem óskað er breytinga á tunnum.

Hvað er græn tunna tæmd oft í mánuði?

Græn tunna er tæmd að jafnaði á 21 dags fresti.

Í sorphirðudagatalinu getur þú séð hvenær sorpið þitt verður sótt. Athugaðu að dagatalið er sett upp eftir hverfum borgarinnar.

Hvernig er fyrirkomulagi plastsöfnunar við heimili háttað?

Íbúar þurfa að óska eftir grænni tunnu undir plast við heimili sitt. Græna tunnan er keyrð út endurgjaldslaust.

Græna tunnan er hirt á þriggja vikna eða 21 dags fresti að jafnaði. Athugið að hirða fer oftast fram í tvískiptum bílum og tveir úrgangsflokkar því hirtir í einu.

Plast er um 20% af blönduðum úrgangi sem fer í gráar tunnur og spartunnur og helmingi rúmmálsfrekara og því er fyrirséð að magnið í gráu tunnunni geti minnkað. Á heimilum þar sem lítið fellur til af blönduðum úrgangi, t.d. vegna flokkunnar, geta íbúar í einbýli óskað eftir spartunnu sem er ódýrari og helmingi minni. Íbúar í fjölbýlum geta endurskoðað fjölda grárra tunna og fækkað þeim ef tilefni er til og greitt þannig lægri gjöld.

Reykjavíkurborg hefur farið þá leið að bjóða íbúum að velja það þjónustustig sem hentar þeim og að greiða fyrir þjónustuna í takt við það. Þannig geta íbúar valið hvort þeir vilja nýta sér þjónustu grenndar- eða endurvinnslustöðva eða hvort þeir kjósa að endurvinnanlegur úrgangur sé sóttur á heimili þeirra.

Efst á síðunni er hægt að nálgast dagatal fyrir hirðu úrgangs við heimili í Reykjavík.

Hvað gerist ef rangt er flokkað í græna tunnu?

Ef rangt er flokkað í grænu tunnuna er ekki hægt að losa hana þar sem aðskotaefni geta eyðilagt endurvinnsluefnin sem þegar eru í hirðubílnum. Fjarlægja þarf rangt flokkaða efnið út tunnunni áður en losun getur farið fram. Ef þörf er á losun fyrir þann tíma þá þarf að bregðast við með einu af neðangreindu:

  1. Hafa samband við Reykjavíkurborg og óska eftir aukalosun sem greiða þarf fyrir samkvæmt gjaldskrá

     
  2. Fara með plastið úr tunnunni á næstu grenndar- eða endurvinnslustöð. Sjá kort yfir söfnunarstöðvar í sorphirðudagatali.

Af hverju er plast ekki rusl?

Með því að flokka og skila plasti til endurvinnslu eykst endurvinnsla plasts og magn urðaðs úrgangs minnkar. Mikilvægt að koma í veg fyrir urðun plastúrgangs út frá umhverfislegum sjónarmiðum þar sem með því er auðlindum, sem annars hefðu nýst, sóað. Einnig kostar meira að meðhöndla óflokkaðan blandaðan úrgang en flokkuð plastefni og því er græna tunnan ódýrari en gráa tunnan.

Plasti sem skilað er til endurvinnslu er baggað í móttöku- og flokkunarstöð SORPU bs. í Gufunesi. Plastið er sent til Svíþjóðar til þar sem það er annað hvort endurunnið eða brennt til orkuvinnslu. Hægt er að efnisendurvinna stóran hluta plasts og brennsla til orkunýtingar er ákjósanlegri valkostur en urðun í þeim tilfellum þar sem endurvinnsla er ekki fýsileg af einhverjum ástæðum. Flokkun og skil til endurvinnslu er undirstaða þess að þetta sé hægt.

Plast er eitt algengasta efnið í umhverfi okkar og notkun þess eykst í sífellu. Hlutur þess var 20% í blönduðum úrgangi skv. greiningu SORPU bs. árið 2014 eða næststærsti flokkurinn á eftir lífrænum úrgangi. Alls féllu til 18.085 tonn af blönduðum úrgangi frá heimilum í Reykjavík árið 2014 og því má búast við að ríflega 3.617 tonn af plasti hafi verið urðuð í Álfsnesi það árið. Búast má við að um 1.700 tonnum meira af plasti skili sér til endurvinnslu í Reykjavík náist sambærilegur árangur og með flokkun pappírsefna.

Hvað get ég gert við plastið?

Hægt er að losa sig við hreint endurvinnanlegt plast á eftirfarandi hátt:

  1. Græn tunna borgarinnar

    Hana þarf að panta og geta íbúar að jafnaði byrjað að flokka í hana um leið og hún hefur verið afhent.

     
  2. Endurvinnslustöð

    Slíkar stöðvar eru sex á höfuðborgarsvæðinu en þar er jafnframt hægt að skila mörgum öðrum flokkum endurvinnsluefna.

    Sjá kort og upplýsingar um endurvinnslustöðvar

     
  3. Grenndarstöð

    Slíkar stöðvar eru 57 innan Reykjavíkur og þar er auk pappírs og pappa hægt að skila plasti og í einhverjum tilfellum skilagjaldskildum umbúðum og fötum.

    Sjá kort yfir grenndarstöðvar